Færsluflokkur: Bloggar

Af hverju NY?

Öll samkeppni hlýtur að vera jákvæð og spor í rétta átt en samt hefði ég frekar viljað sjá Delta bjóða upp á ferðir til og frá Baltimore eða Washington D.C. þar sem Iceland Air yfirgáfu okkur hér á höfuðborgar svæðinu. Nú er Iceland Express nýbyrjaðir að fljúga til New Jersey sem er svo að segja í bakgarðinum við New York. Reyndar er mun styttra fyrir okkur að aka til New Jersey þar sem ekki þarf að fara yfir allar tolla brýrnar áleiðis til JFK. Og nú ætlar Delta að bætast í hópinn.

Heyrði ég ekki rétt að ferðamanna straumurinn hafi minkað í ár?  Geta 3 flugfélög haldið uppi ferðum á sama áfangastað? Hvernig væri ef einhver færi að gefa  Virginíufylki gaum.   Virginía á ríkari  sögu að baki en flest fylki í Bandaríkjunum og býr yfir  mikilli náttúru fegurð með Appalatian fjallgarðinn til vesturs og glæsilegri strandlengju til austurs. Í norðurhluta Virginíu má einnig skoða mikla hella og neðanjarðar stöðuvötn.  Ekki má gleyma endalausum tækifærum til að versla, glæsilegum verslunum og afsláttar molum. Við hér í norðurhluta Virginíu  erum ekki nema ca. klukkutíma keyrslu frá höfuðborg Bandaríkjanna, Washington D.C. sem einnig  býður upp á margt skemmtilegt fyrir ferðamanninn


mbl.is Delta Air Lines hefur flug til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíll fyrir blinda

Sá þessa fyrirsögn fyrir stuttu ásamt mynd af manni í bíl með blindrastafinn út um bílstjóra rúðuna. Ég hefði afskrifað þessa frétt sem furðulega fréttamennsku nema að ég rak augun í "Virginia Tech nemendur" sem vakti athygli mína þar sem dóttir mín er nemandi við Virginia Tech háskólann (í Virginíu fylki) og ákvað að kynna mér þetta betur.

 Samtök blindra sendu beiðni til ýmissa verkfræði háskóla um hönnun á bifreið sem blindur einstaklingur gæti ekið og hér er árangurinn sem nemendur við Virginia Tech háskólann skiluðu. Gaman að lesa svona jákvæða frétt og sjá  svona yndislegt ungt fólk gjörbreyta lífsviðhorfum fólks sem annars er mjög háð öðrum. Endilega kíkið á myndböndin.

 http://link.brightcove.com/services/player/bcpid18950891001?bctid=34634291001 


Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.

Hjartað einfaldlega sökk þegar ég las þessa frétt. Hér í USA kallast þetta brown tick eða deer tick. Þau eru mun minni en venjuleg "dog"  tick og erfiðara að sjá þau. Þau leita á heita staði á líkamanum, td. handakrika, nára, milli leggjanna, bak við eyrun eða hvar sem er. Oft skilja þau eftir sig roða sem líkist "bullseye" eða skotmarki en það er alls ekki alltaf. Ég var í brúðkaupi sl. vor sem var haldið út á túni. Tveim dögum seinna fann ég Tick við hnésbótina. Þessi kvikindi bora hausnum undir húðina og sjúga blóð úr líkamanum. Það þarf að fjarlægja þessi kvikindi með mikilli gætni þannig að hausinn á þeim verið ekki eftir undir húðinni og valdi sýkingu. Best að draga þau út varlega með  pinnsettu. Nokkrum dögum seinna fór ég að taka eftir mikilli þreytu og verkjum í beinum og liðum. Ég greindist með Lyme sjúkdóminn. Var sett á sterkan sýklalyfja kúr í 21 dag. Það er næstum hálft ár síðan þessi ósköp dundu yfir og enn þjáist ég að ofþreytu og slappleika. Ef ekki er leitað til læknis, getur Lyme valdið lömun og skaðað taugakerfið. Jafnvel valdið dauða.  

Það er mjög mikilvægt að grandskoða lítil börn og láta eldri börn fara vel yfir líkamann sinn td. í baði  sérstaklega þegar þau eru búin að vera úti í náttúrunni. Fylgist vel með húsdýrum.

www.underourskin.com


mbl.is Skógarmítill landlægur hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

haga sér eins og óþekk smábörn

Óþolandi stjórnsemi er þetta í Kínverjum. Auðvitað kemur það þeim ekkert við hvor við ræðum við Dalai Lama eða einhvern annan. Þessi mótmæli þeirra eru auðvitað bara skrípaleikur til að draga athyglina frá Dalai Lama. Það væri nú bara hið besta mál ef við gætum losað okkur við þá og þeirra föruneyti. Þeir hafa hagað sér eins og siðlausar skepnur gagnvart sínu eigin fólki.  Til hvers erum við að eyða stórfé í að halda uppi sendaherra stöðu í Kína?

 

 


mbl.is Óljósar fregnir af sendiherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi hálshöggin þar

Nemenda fjöldamorðin í Va.Tech háskólanum þann16 apríl 2007 eru þau verstu í sögu Bandaríkjanna og gleymast seint.  Dóttir okkar hafði sótt um skólavist í Va.Tech og við vorum þarna á kynningar helgi fyrir nýja nemendur og fjölskyldur þeirra. Ein af byggingunum sem við áttum að heimsækja var "lokuð" en við heyrðum seinna að það hafi verið vegna sprengju hótanna. Við vorum rétt komin heim þegar fréttir tóku  að berast um hryllings verkið. Fyrst tveir nemendur skotnir til bana í heimavistinni en sú tala átti eftir að hækka. Nokkru seinna tóku þær  fréttir að berast um að ráðist hafi verið inn í kennslustofu. Í lokin höfðu 32 nemendur látið lífið. Fjöldin allur lá særður. Byssumaðurinn sem var nemandi frá Suður Kóreu tók eigið líf. Hann hafði átt við sálræn vandamál að stríða og lögum hefur verið breytt eftir þetta atvik í sambandi við sölu á skotvopnum. Ég get ekki lýst þeirri tilfinningu og óhug sem heltók mig. Við reyndum að komast hjá því að hlusta á fréttirnar til að skapa ekki kvíða og ótta hjá dóttur okkar sem átti að hefja nám næsta haust. Hugguðum okkur við það að svona gæti ekki endur tekið sig á sama stað.  Má lesa meir um þetta hér

Sl. 21 janúar hringir dóttir okkar heim og segir að nemendum hafi verið sent skilaboð um að nemandi hafi verið stunginn til bana á kaffistofu í "Graduate Life Center" og allir beðnir um að halda kyrru fyrir og fara ekki út. Nemandinn var ung stúlka frá Kína sem hóf nám í skólanum í byrjun janúar. Hún hafði kynnst öðrum nemenda frá Kína (karlmanni) en hann hóf nám í doktorsnámi sl. haust. Þegar atburðurinn átti sér stað sátu í bakaríi í nemendasalnum, ekkert rifrildi eða slíkt og án viðvörunnar dró hann upp eldhús hníf og skar af henni höfuðið fyrir framan   hóp af nemendum. Sem betur kom lögreglan fljótt á staðinn og maðurinn handtekin áður en enn verra hlaust af. Manni flökrar við að heyra svona hilling. Meir um þetta hér

Það eru 28.000 nemendur í Va.Tech sem er jafnframt fjölmennasti háskóli í Virginíu fylki. þar af er 16% minnihlutahópur (svertingjar, Asíubúar og erlendir nemendur). Um 30% af nemendunum búa á heimavistinni tveir í hverju herbergi sem ég lýsi eins og kústaskáp. Nemendurnir koma frá mismunandi heimilis aðstæðum og eiga mismunandi feril að baki. Í svona stórum hóp má búast við misjafnri geðheilsu nemenda og ekki á það bætandi að þurfa að búa við þessi þrengsli sem þeir þurfa daglega að horfast í augu við.

Dóttirin er hálfnuð með námið og mikið verðum við fegin þegar hún útskrifast.

 


mbl.is Eru viðbúnir skotárásum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með viðskiptavini Glitnis ?

Og hvað með þá sem áttu innistæður hjá Glitni. Hvert getum við snúið okkur og krafist bóta?
mbl.is Ítreka kröfur um bætur vegna peningabréfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og þá fór smjörið

Má búast við að ferðum mínum í Whole Foods fækki stórlega fyrst smjörið er ekki lengur á boðstólnum. Annað sem ég sótti í Whole Foods var íslenskt skyr, Síríus súkkulaði og mig minnir að ég hafi fengið íslenskan gráð ost frá þeim.  Þeir hafa einnig verið með íslenskt lambakjöt og fisk, en ég sæki mitt annað. Whole Foods er ágæt verslun með góðar vörur en frekar dýr og án íslenska matsins hef ég ekki mikla þörf á að eltast við þá.

Wegmans hefur sótt mikið á og gaman að koma þar inn. Þeir eru með gott úrval af "organic" grænmeti og mjólkur afurðum.  Einnig mjög gott úrval af fisk og tilbúnum mat, bæði til að borða á staðnum og taka með heim. Miðað við glæsileika verslunarinnar kemur verðið manni þægilega á óvart.  Ef við gætum fengið íslenskar matvörur í Wegmans held ég að það yrði öllum til góða.


mbl.is Hætta að kynna íslenskar vörur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veikindi

Það er alltaf erfitt að horfa upp á börnin okkar lasin og enn erfiðara þegar þau eru langt frá og við getum lítið fyrir þau gert til að þeim líði betur. Ekki bætir úr skák þegar þau eru í heima vist og húka inn á herbergi sem er ekki mikið stærra en kústaskápur.

Dóttirin er búin að vera lasin, magakveisa, mikill höfuðverkur, listarleysi, verkjar í allan kroppinn og mikil þreyta. Hún er búin að vera undir töluverðu álagi, endalaus próf, mikill upplestur og lítill svefn. Við ákváðum að  heimsækja hana sl laugardag (dag Valentínusar) í heimavistina   og fórum með hana út að borða.  Það hýrnaði yfir henni við að sjá mömmu og pabba og litla bróðir sem er nú bara ekkert lítill lengur. Hann var nú heldur óhress með að þurfa að fara með okkur alla þessa leið, en það tekur okkur rétt undir 4klst að aka þessa 386 Km. Leiðin er afskaplega falleg, en eftir að hafa keyrt þetta nokkrum sinnum skil ég vel að hann sé orðin þreyttur á þessu. Við gistum eina nótt og fórum svo aftur heimleiðis fljótlega upp úr hádeginu næsta dag (sunnudag) þar sem enn meiri próflestur lá frammi fyrir henni og tvö próf á mánudaginn. Seint um kvöldið fengum við tölvupóst frá henni að nú væri hún komin með töluverðan hita og hríðskalf og hreinlega að drepast. "mamma komdu og hjúkraðu mér".  Hún fór í fyrra prófið en hafði varla mátt til að ganga á milli húsa svo leiðin lá til skólalæknisins sem tók blóðprufu og þá kom í ljós að hún er með magavírus og "monó"(mononucleosis).  

Það er skrýtið að ég man ekki til þess að hafa heyrt fólk veikjast af monó þegar ég var unglingur og bjó heima (á Íslandi), en utanlands er þetta nokkuð algengt sérstaklega í ungu fólki á gagnfræðaskóla og framhaldsskóla aldri. Nú útskýrðist auðvitað þessi ofsa þreyta. Upp úr hádeginu í gær hringdi hún í mig og bað mig um að koma og sækja sig. Hún er í sjúkrafríi fram yfir helgi og við sjáum til hvað verður eftir það, en hún má ekki stunda neinar íþróttir eða reyna á sig í 6-8 vikur því það er hætta á að miltað stækki og springi við áreynslu.  Ég var rétt komin heim úr vinnu á sjúkrahúsinu og það er ekki að spyrja, ég fór tafarlaust af stað, en verð að viðurkenna að ég sá mikið eftir að hafa ekki skipt um skó áður. Ég er í íþróttaskóm  í vinnunni og að vera í þéttum, innilokuðum skóm frá kl. 7 um morguninn til kl 9 um kvöldið er nóg til að fæturnir mínir æpi. 4 tímar niður eftir, stoppaði ekki meir en hálftíma til að hjálpa henni með dótið út í bíl og setja bensín á bílinn og jú ég keypti mér Pepsí og Taco til að halda mér vakandi á leiðinni til baka og síðan aðrir 4 tímar til baka. Við vorum komnar heim rétt fyrir kl. 9 í gærkveldi. Sem betur fer gat hún sofið smávegis í bílnum.

Ég var sem lurkum lamin í morgun og auðvitað svaf ég yfir mig. Sonurinn sem er venjulega góður með að vakna af sjálfsdáðum kom of seint í skólann. Ekki veit ég afhverju, því ekki var hann með í ferðinni.  Í stað þess að þjóta í fötin og út, fór hann í sturtu eins og venjulega fékk er að borða (þakklát fyrir það) og svo í skólann. Jú það er alltaf gott að vera þrifalegur.  Eins og hann segir, fyrst maður er seinn að annaðborð því ekki fara í sturtu.  Ég er afar þakklát fyrir að vera búin að fá dótturina heim og geta annast hana á meðan hún er svona slöpp, enda sefur hún mikið og hefur lítið úthald þessa dagana, en þetta lagast. Tekur bara sinn tíma.


Minning

                                                                  cross2

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

6.október 1957  -   9 febrúar 2009

Kær bloggvinkona hefur kvatt þetta jarðríki.  Guðrún var ein af þessum fáu sem virkilega stóð upp úr. Ég var ein að þeim heppnu sem fékk að kynnast henni, en allt of stutt. Ég sakna þín sárt elsku vinkona. Blessuð sé minning hennar. Sendi börnunum hennar mínar innilegustu samúðarkveðjur.


Hann Sully er engum öðrum líkur

Rétt fyrir slysið fékk Sully lánaða bók á bókasafninu sem hann var að lesa og var með í farangrinum sínum þegar slysið varð. Bókin blotnaði og eyðilagðist svo Sully fór upp á bókasafn til að greiða bókina og bæta tjónið með nýju eintaki. Heiti bókarinnar var hvað annað en "siðfræði".

Vill svo skemmtilega til að Sullenberger var skólabróðir mannsins mín þegar þeir voru báðir við nám í flughersháskólanum Air Force Academy. Sullenberger útskrifaðist 1973 og maðurinn minn tveim árum seinna. Hér er mynd af Sullenberger frá háskólaárunum.

Sullenberger Class 1973 a


mbl.is Lendingin á Hudsoná fjarstæðukennd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband