Mjög gott graskerapæ (Pumpkin pæ)

í tilefni dagsins á morgun, set ég þetta inn aftur. Prufið og látið mig vita hvað ykkur finnst. Happy Thanksgiving.

3/4 bolli smjör

2 bollar hveiti

1/4 tesk. salt

2/3 bolli púður sykur

1/2 bolli smátt saxaðar Pecans eða walnuts

5-6 matsk. kalt vatn

1 3/4 bolli eða 15 oz dós af pumkin

1/2 bolli sykur

2 tesk. pumkin pie krydd*

1/4 tesk. salt

3 egg

1/4 bolli  sýrður rjómi

1 bolli matreiðslu rjómi

1 tesk. vanilludropar

1) fyrir pie skelina, létt bræðið smjörið við miðlungs hita. Passið að hita það ekki of mikið því það á eftir að dekkjast meðan það kólnar. Setjið til hliðar og látið kólna.

2) blandið saman hveiti, 1/4 tesk. salti í miðlungsstórri skál. Bætið við smjörinu og blandið saman þar til það líkist grófri milsnu.

3) Til að gera mylsnuna sem fer yfir pæið,  takið  3/4 bolla af milsnunni og bætið við helmingnum af púðursykrinum og hnetunum.  Geymið.

4) blandið 1 matskeið af kalda vatninu saman við það sem eftir var af mylsnunni. Varlega blandið saman með gafli og bætið við restinni af vatninu varlega saman við þar til myndast hefur kúla.

5) Setjið hveiti á borðflöt og fletjið deigið út þar til það er ca. 30cm í þvermál og setjið í kringlótt eldfast fat sem er ca. 23cm. Jafnið kantana upp við barmin.

6) Hitið ofnin að 190 gráðum. 'I stórri skál, bætið saman  pumkin, sykri, 1/3 bolla af púðursykrinum sem eftir er, pumkin pie kriddinu og 1/4 tesk. af salti. Bætið við eggjunum og sýrðum rjóma. Blandið saman með gafli þar til létt blandað. Bætið við matreiðslu rjómanum og vanilludropunum.

7) varlega hellið hrærunni í pæ skelina. Til að varast að röndin brenni ekki er gott að setja þunna ræmu af álpappír meðfram röndinni. Bakist í 35 minútur. Takið álpappírinn af og stráið hnetumylsnuna yfir pæið og bakið í 20 mínútur til viðbótar eða þar til pinna sem stungið er í pæið kemur út hreynn. Látið kólna.

* til að gera heimatilbúið pumpkin krydd, blandið saman 1 tesk. kanil, 1/2 tesk. engifer, 1/4 tesk. múskat og 1/8 tesk af allspice.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sælar.Ég ætla að prufa þessa uppskrift.Kær kveðja til þín

Guðjón H Finnbogason, 26.11.2008 kl. 21:02

2 Smámynd: Sigga Hjólína

Ég er alveg til í að prófa. Hvort sendirðu þetta með flugi eða sjó?

Sigga Hjólína, 27.11.2008 kl. 15:29

3 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

humm, mér líst nú lítið á að setja pæið í sjópóst og fyrst Icelandair eru hættir að fljúga frá Baltimore er lítið annað hægt að gera nema að faxa eina sneið til þín.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 27.11.2008 kl. 16:27

4 Smámynd: Dísa Dóra

Mig hefur alltaf langað til að gera svona - kannski ég láti nú verða að því einhverntíman fyrst ég hef núna góða uppskrift

Dísa Dóra, 29.11.2008 kl. 15:12

5 Smámynd: Róbert Björnsson

Namminamm... ég hefði átt að koma við hjá þér og fá að smakka pæið þitt.  Var á þínum slóðum á Thanksgiving eða í Washington DC...en er kominn heim í sveitina.

Vonandi áttir þú ánægjulega helgi.

Róbert Björnsson, 30.11.2008 kl. 21:51

6 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Allir velkomnir til mín (svo framarlega sem ég er heima ) . Sendu mér bara email næst. Guðjón, Sigga og Dísa Dóra, ég vona að þið prufið pæið og látið mig svo vita hvernig það smakkaðist.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 30.11.2008 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband