skúffu kaka til að lífga upp á sálina

Þessi er bæði auðveld og meistaralega góð.

1 dós pæfylling td kirsuber (cherry)

1 dós 15oz marin ananas (ekki nota safann)

1 pakki þurrt gult kökumix

175gr. smjör (eða 1 1/2 stick)

1 bolli saxaðar hnetur (pecans)

Dreifið pæfyllingunni yfir botninn á 13x9

Setjið ananasinn ofaná. Hellið þurru kökumixinu yfir ananasinn.

Bræðið smjörið og hellið yfir kökuna. Dreifið söxuðum hnetunum yfir.

Bakist í 30 mín. við 175°C eða 350°F eða þar til kakan er gullbrún.

Berið kökuna fram volga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Þessi er spennandi. En hvað varðar fatnaðinn á forsetafrúnni, kom hann mér á óvart, átti ekki von á þessari miklu klassik í kjólnum sem hún var í við embættismannatökuna, og því oftar sem ég s´´e hann því betra.   Mér fannst mjög smart af henni að fara í þessa peysu þegar inn kom við matarborðið.

Kvöldkjóllinn segir mér að þarna eru nýir straumar og hún er ekki að reyna að stæla konungborið fólk, ég var mjög ánægð með það þor sem hún sýndi.  Kveðjur til Virginíu.

Sólveig Hannesdóttir, 22.1.2009 kl. 22:36

2 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Nú hljótum við að hafa sent hvor annarri hugboð því ég var að skoða myndirnar mínar og kommentin sem þú hafðir sett inn td. í "Páskar í Virginíu" og um leið og ég ætlaði að fara að loka bloggsíðunni datt bréf inn frá þér. Þetta var frábær snilld hjá okkur.

Kökuna fékk ég í gær þegar ég fór á fund hjá garðyrkjuklúbbnum mínum. Mér fannst kakan sérlega góð og varð bara að fá þessa uppskrift.

Hvernig ert þú í fætinum? Ertu enn í gifsi? Ég vona svo innilega að þetta græði vel saman.

Takk fyrir kveðjuna og frábært að þú skyldir kíkja inn. Sárt að sjá hvað er að ske heima.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 22.1.2009 kl. 22:51

3 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Mér finnst svo gaman að skoða myndir frá fjarlægum stöðum, sjá landslagið og allt, hvað heimurinn er margbrotinn.

Eruð þið farnar að hittast í garðyrkjuklúbbnum?????

Hvernig er veturinnbúinn að vera í Virginíu.

Já nú var Geir Haarde hjá Forseta í dag, ríkisstj.hefur sagt af sér, og síðan fer ferlið í gang. Ég er ein af þeim, að kjósa eigi í Mars, þetta þolir ekki bið nóg er komið.  Allt er þetta gott fólk.  En stundum þarf mikið til breytinga.

Já, já allt í lagi með fótinn, ég er bara svo frek, að það má ekkert hefta mig

Sólveig Hannesdóttir, 26.1.2009 kl. 17:29

4 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Það er alltaf mikið að gera í garðyrkju klúbbnum sérstaklega á veturna. Við hittumst mánaðarlega ræðum um það sem gera þarf í vor og eins koma oft gestir í heimsókn til okkar og gefa fyrirlestur um hitt og þetta. Nú síðast var rætt um mengun í vatni af völdum áburðar notkunar. Á vorin  hjálpum við td einu öldrunarheimilinu við að hreinsa garðinn og halda honum við yfir sumarið.  Okkur var boðið að taka þátt í blómaskreytingar sýningu í mars sem verður spennandi. Ég kann ekkert á því sviði, en allt má víst læra  

Sannarlega mikil óstjórn í stjórnmálunum heima og allt svo samanloðið og mikið eigin hagsmunafólk. Líst vel á Jóhönnu sem forsætisráðherra.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 28.1.2009 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband