Kjúklingur með ananassósu

3/4 Bolli hveiti

1/4 tesk. Salt

1/4 Tesk. Sellerí salt

1/4 Tesk. hvítlauks salt eða 1-2 báta ferskan hvítlauk

1/4 Tesk. múskat

Má nota kjúklingaleggi eða bringur. Ef nota á bringur sker ég þær í bita.

1/2 bolli smjör eða smjörlíki til að steikja upp úr

1 15 oz dós ananas (smátt skorin)

3 matsk. hveiti (eða afgangurinn af þurrefnablöndunni hér að ofan)

1 matsk. sykur.

soysósa eftir smekk.

Blandið fyrstu 5 þurrefnunum saman og notið til að velta kjúklingnum upp úr.

Veltið kjúklingnum upp úr þurrefnunum. Bræðið smjörið á stórri pönnu og brúnið kjúklinginn. Færið kjúklinginn yfir á ofnfastadisk. Setjið til hliðar safa af ananasnum í 1 bolla. Setjið ananas bitana yfir kjúklinginn.

Setjið 3 matskeiðar af þurrefnunum á pönnuna og sykurinn og hrærið vel  með smjörinu sem eftir er á pönnunni. Þynnið út með ananas safanum og bætið soysósu eftir smekk. Hrærið þar til sósan þykknar og hellið yfir kjúklinginn og bakið við 175° í eina klukkustund.  Einnig má setja kjúklinginn aftur í sósuna á pönnunni, setja lok á og elda við hægan hita á pönnunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

HEF prófað þessa og finnst hún góð.   

Sólveig Hannesdóttir, 3.12.2008 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 32754

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband