Sjálfsagt

Það er ekkert sjálfsagðara en að umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt standist próf í íslensku. Eins ætti að vera skilyrði að þessir umsækjendum  læri um landið og þjóðina. Áður en maður gerist Bandarískur þegn þarf að standast próf um land og þjóð.  

Einnig ætti einstaklingar sem sækir um að búa á Íslandi þurfi að gangast undir "background check" og að gengi verði úr skugga um að viðkomandi sé ekki eftirlýstur eða með glæpaferil að baki.

Hvernig er það, hversu lengi getur erlendur þegn búið í landinu ef hann/hún er ekki giftur íslending? 


mbl.is Íslenskupróf skilyrði fyrir ríkisborgararétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Sæl vertu.

    Þessar umræður eru ennfremur ofarlega á baugi í Þýskalandi, þeir hafa verið mjög sveigjanlegir gagnvart útlendingum þar, en eru nú að hugsa um að gera þýskukunnáttu að skyldu.  Þetta er nefnilega afleitt til dæmis þegar svo er komið að menntakerfi landsins, hvaða lands sem er líður fyrir málakunnáttuleysi foreldra og heilu fjölskyldna, og þá sérstaklega í félagslega hlutanum innan skólanna og annara menningarstofnana. Segir sig auðvitað sjálft.

   Þetta þarf að innleiða hér.

   Í Noregi er það krafa vegna atvinnuumsólkna.

   Hér virðist engin krafa vera gerð.

Sólveig Hannesdóttir, 19.12.2008 kl. 15:31

2 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Sæl Sólveig (ég ætlaði varla að þekkja þig)   

Þetta er orðið gríðarlega mikið vandamál í Bandaríkjunum þar sem ólöglegir Mexíkanar og Mið-Ameríkubúar flæða yfir landamærin. Barnaskólarnir í bænum okkar eru orðnir 50% spænskumælandi. Í stað þess að senda heim upplýsingar til þessa fólks á spænsku eins og er gert, tel ég að skólarnir hefðu gert betur með að halda sig við okkar mál hérna sem er enskan. Mikið af þessu fólki er hvort eð er ólæst á eigin máli. Þegar fólk flytur á milli landa á það að aðlaga sig að því landi og tungumáli. Ég hef þó nokkuð oft lent í því heima á Íslandi að manneskja sem hefur verið við afgreiðslu hefur ekki getað tjáð sig við viðskiptavininn og maður hefur neyðst til að byrja að tala ensku. Fyrir utan það að þessir einstaklingar ná aldrei taki á málinu er þeim hætt á að staðna í láglauna störfum og jafnvel verða baggi fyrir þjóðfélagið.

Þegar móðir mín lá á Droplaugarstöðum voru þó nokkrar starfsstúlkur  þar sem ekki töluðu okkar mál. Mér finnst ekki hægt að bjóða gamla fólkinu okkar upp á slíkt. Það á nógu erfitt með heyrn og að tjá sig þó að maður sé ekki að gera lokastig lífsins erfiðara með starfsfólki sem það getur ekki skilið.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 19.12.2008 kl. 20:57

3 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Ég er samþykkur því að æskilegast væri að þetta fólk gæti gert sig skiljanlegt á Íslensku og vissi hvað landið okkar er og helsta um það.Ég er líka viss um að við vitum meira um USA en margur Bandaríkjamaðurinn.

Guðjón H Finnbogason, 19.12.2008 kl. 23:45

4 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Það er ekki nóg með það að við förum að tala ensku, heldur töluð sjálf hálfgert hrognamál, og færum enskuna niður á lægra plan, og við tölum íslenskuna einnig afbakaða, föru semsagt sjálf niður á lægra plan með bæði málin, eitthvað svo halllærislegt að þurfa það.

Ég óska þér Gleðilegrar Jólahátíðar, og áramóta, og hef svo sannarlega gaman að eiga þig sem bloggvin, og þakka þér fyrir það.
Óska góðrar heilsu á næsta ári.

Sólveig Hannesdóttir, 23.12.2008 kl. 00:37

5 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þetta er mjög góður punktur hjá þér Sólveig sem ég vona að fólk geri sér grein fyrir þegar verið er að flytja fólk inn í landið. Þó ég telji mig hafa ágætt vald á enskunni verð ég aldrei eins og innfæddur og því lengur sem ég er í burtu að heiman (Íslandi) minkar valdið á íslenskri tungu þannig að maður er eiginlega hvorki fugl né fisur.

Þegar við fluttum hingað fyrir 19 árum þóttu barna og unglinga skólarnir hérna einir af þeim bestu í Bandaríkjunum. Elsti sonur okkar var þá að byrja í þriðja bekk og ég tók sérstaklega eftir Hversu skapandi námið var. Sem dæmi heimsótti rithöfundur bekkinn og ræddi við börnin um starf sitt og framgang útgáfu bóka. Börnin voru síðan látin skrifa sína eigin bók sem kennarinn síðan gormaði eða setti plast kjöl á. Börnin ljómuðu af þessu framlagi sínu og mamman í mér var nú heldur betur hreykin af litla rithöfundinum sínum.

Þetta er því miður ekki hægt að gera lengur því svo mikill tími fer í að hjálpa erlendum nemendum sem fá ekki hjálp heiman frá vegna tungumála erfiðleika. Ég sé mikinn mun á náminu sem tvö yngri börnin mín hafa fengið og nú snýst námið nær eingöngu um að undirbúa bekkinn undir próf og eins finnst okkur  námsefnið meira útþynnt til að koma þessum erlendu nemendum í gegn því ekki liti það vel út fyrir skólann ef helmingurinn væri nær falli.

Sömuleiðis Sólveig mín, bloggvináttan er gagnkvæm og ég þakka allar heimsóknirnar. Sendi þér innilegar óskir um Gleðileg Jól og gæfuríkt komandi ár. Þjóðin okkar þarf að taka margar erfiðar ákvarðanir á næstunni og ég  vona að þær verði gerðar með skinsemi og hugrekki og að við seljum ekki sálina.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 23.12.2008 kl. 03:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband