Gleðilegt ár

Ég bjó í sama húsinu við Fjólugötu frá því ég var 7 ára gömul og þar til ég gifti mig og flutti að heiman eða í samtals 15 ár. Fjólugatan er yndisleg gata að búa við og nágrannar okkar voru allir gott fólk.  Fullorðna fólkið heilsaðist en fór síðan sína leið. Pabbi tók ofan fyrir frúnum og bauð góðan daginn. Ég man ekki til þess að fólk staldraði við út á gangstétt til að spjalla um daginn og veginn né að börnum hafi verið yfirleitt heilsað  þegar við mættum fullorðna fólkinu.  Fólk var sennilega meira samansaumað í þá daga. Auðvitað áttum við systkinin okkar vini og suma held ég enn sambandi við eftir 32 ára búsetu erlendis.

Tölvuvæðing og Internetið hefur breytt samskiptum manna. Internetið gerir það auðvelt að vera í stöðugu sambandi við vini okkar með tölvupósti og á Facebook. Við bloggum um skoðanir okkar af frjálsum vilja, setjum inn færslur hjá fólki sem við vitum engin deili á og tökum við kommentum frá bloggurum og bloggvinum, sumum sem við höfum aldrei séð, allt bara sjálfsagður hlutur og kannski vegna þess að við getum varið okkur á bak við skerm.  

Hverjum dytti í hug að taka allt í einu upp á því að ganga upp að blá ókunnugri manneskju í Bankastrætinu og gefa viðkomanda álit sitt á hinu eða þessu. Einkvað smá skrýtinn þessi, myndi maður hugsa.

Það er einmitt þetta sem er svo heillandi við bloggið, það tengir okkur saman því við erum öll "systkini" í augum Guðs. Við getum hughreyst hvort annað og sent góða og jákvæða strauma. Við þurfum öll á því að halda. 'Eg hef áður skrifað um vísindamanninn Randy Paush sem dó fyrr á árinu. Þegar hann var barn kvartaði hann yfir fótbolta þjálfaranum sem honum fannst vera of afskiptasamur og stundum dómharður. Randy benti á að þegar fólk hættir að "skipta sér að" hættir að leiðbeina eða krítesera er það í rauninni merki um áhugaleysi gagnvart viðkomanda. Haldið því áfram að blogga og verið góð við hvort annað. Þakka allar heimsóknirnar á árinu og kommentin.

Ég óska ykkur öllum gott og gæfuríkt komandi ár.  Wizard

 

!!GLEÐILEGT ÁR !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Sem barni var Fjólugatan ævintýri líkust. Kom oft í hvíta húsið á horninu með torfþakinu, alltaf fannst mér vera sól á Fjólugötunni. Kærar kveðjur til þín, og takk fyrir þennan pistil. Gleðilegt ár.

Sólveig Hannesdóttir, 31.12.2008 kl. 17:02

2 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

jahá, þú hefur lag á að gera mig forvitna.  Ekki ert þú Ásta sem bjóst á horninu á Sóleyjargötunni og Njarðargötunni? Ég hef á tilfinningunni að þú veist að Hvíta húsið á horninu með torfþakinu byggði afi minn Jóhann Kristjánsson byggingarmeistari og þar bjuggu afi og amma og síðan við. Fjólugatan var yndisleg garðarnir draumaparadís fyrir okkur börnin og svæðið allt í kring.

Gleðilegt ár kæra vinkona

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 31.12.2008 kl. 17:48

3 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Ég sá þessar götur í einhverju sérstökum ljóma, kannske vegna þess að þær voru svo miklu ofar mínu húsnæði. En ég verð að hugsa töluvert aftur í tímann hvað það var, og hvaða fólk það var sem dró mig þangað, það var eitthvað mjög gott fólk, ég ætla að rifja það upp.

   Ég er svo sannarlega sammála þér með bloggið, það fær mig alla vega til að rifja upp ótrúlegustu hluti, ég er búin að mæta mörgum manninum og konunni hér á blogginu, og sem fær mig til að hræra upp í mínum annars vanmáttuga heila.

Sólveig Hannesdóttir, 2.1.2009 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband