Montin af stráknum.

Yngri sonur minn tók þátt í spurningarkeppni gagnfræðaskólanna hérna á Washington D.C svæðinu fyrir stuttu. Hann leiddi liðið í annað sæti. Eigum að mæta við hátíðlega athöfn upp í skóla annað kvöld þar sem börnin verða heiðruð. Hann var einnig einn af þrem frá skólanum okkar sem var valin til að taka þátt í sjónvarpsþættinum "It´s Academic". Þátturinn er búin að vera í gangi í 48 ár undir stjórn Mac McGarry. Sl. laugardag ókum við niður á NBC sjónvarpsstöðina í upptöku. Ég hef aldrei áður lagt leið mína í sjónvarpssal og fannst þetta auðvitað allt mjög spennandi. Við þurftum að bíða í dágóða stund þar sem verið var að taka upp annan þátt þegar við komum. Okkur var sagt að upptöku salurinn sem við vorum í er sá sami og notaður er við upptöku þáttarins "Meet the Press" sem Tim Russer heitinn sá um. Það fór meiri tími í undirbúning heldur en sjálfa upptökuna á spurningarþættinum. Ekki aðeins þátttakendurnir sem undirbúa þurfti, heldur einnig áhorfendur. Sviðstjórinn sagði okkur með handapati hvenær við ættum að klappa prúðlega, með ákafa og svo auðvitað með ofsahrifningu í lokin. Svolítið broslegt.  Þættinum verður síðan sjónvarpað laugardagsmorguninn 28 mars. 

100_1079                     100_1104 

Fyrir ykkur sem ekki þekkið til, þá er Erik minn sá í hvítu skyrtunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Innilegar hamingjuóskir til ykkar allra, ég á dóttur sem var alltaf sigurvegari í mælskukeppnum menntaskólans, sumir eru það bara.   Athyglisvert að ykkur hefur verð kennt að klappa á réttum stöðum!!!!! Mikið er það gott að það er kennt einhversstaðar.   Ég fór í leikhús um daginn, og fann að þetta var allt að klikka í þeim málum.  Ég gat ekki sjálf klappað þar sem barnabörnunum mínum fannst amma eitthvað hallærisleg með því...................

Sólveig Hannesdóttir, 6.2.2009 kl. 20:00

2 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Vel af sér vikið hjó dóttur þinni.  Í sambandi við klappið þá langar mig til að segja að við förum oft á sinfóníutónleika þar sem hann Erik minn leikur á fiðlu með sinfóníuhljómsveit bæjarins okkar.  Það kemur  fyrir að þegar tónverk eru spiluð sem eru í mörgum þáttum að fólk tekur upp á því að klappa inn á milli þátta. Áttar sig ekki á að á meðan stjórnandinn heldur sprotanum uppi á ekki að klappa.  Annars um að gera að klappa og láta ánægju sína í ljós. Það örvar líka bara leikarana. Lítið gaman að leika fyrir hálfshugar áhorfenda sal. Mér finnst ungt fólk spéhrætt við að klappa

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 6.2.2009 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband