varla hefur liktað vel hjá henni

Þetta er mjög sorglegt. Að afþakka umönnun um   þe. þvott og þess háttar er eitt, en hvernig stendur á því að það var ekki skipt um rúmföt hjá konunni? Ekki skeði þetta á nokkrum dögum eða viku. Ef hún greri föst við rúmdýnuna, var þá ekkert lak hjá henni?  Hvernig getur svona skeð? Er legusjúklingum ekki snúið?

 


mbl.is Gréri föst við dýnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Iris

Já þetta er mjög sorglegt mál og án efa geðræn vandamál sem hafa átt hlut í máli. En það er rétt eins og héraðslæknirinn segir að hún hefur verið í fullum rétti að neita aðstoð. Þú spyrð margra spurninga sem ég vill reyna að svara þér þar sem að ég hef reynslu á þessu sviði... :)

Þú spyrð hvort ekki hafi verið skipt um rúmföt en í fréttinni segir:

"Konan hafði legið á hjúkrunarheimilinu í mörg ár og neitaði ávallt að þiggja aðstoð við þvotta og aðra umönnun".

´'Eg geri því ráð fyrir því út frá þessari setningu að hún hafi verið algjörlega ósammvinnuþýð við alla hjálp, þar á meðal þegar að átti að snúa henni eða skipta á rúminu. Það er jú erfitt að hjálpa einhverjum sem ekki vill og sérstaklega ef þeir slá svo til þín þegar að þú reynir að hjálpa (og sumir, þrátt fyrir að vera gamlir geta slegið ANSI SLÆMT ef þeir hitta nú á réttu staðina!). Síðan getur fólk fengið legusár þrátt fyrir að vera snúið í slæmum tilfellum. Þarf líka að vera sérstök loftdýna sem dreyfir þunganum og passa að húðin sé ekki mjög rök. Oftast best að fá fólk upp í stól eitthvað af deginum....(en þetta er nú allt önnur saga sem ég er að byrja hérna :)

Hún getur vel hafa gróið við dýnuna þrátt fyrir að það væri lak ef því var aldrei skipt. Svitinn (jafnvel hægðir og piss sem ekki hefur verið þrifið vel eða jafnvel ekkert þrifið! :S (segir ekkert í fréttinni varðandi það)smígur jú í gegnum þessi þunnu lök og...jaa ég held að þú hljótir að sjá þetta fyrir þér núna?

Svona mál (þar sem fólk neitar hjálp með ýmsa nauðsynlega hjálp) hef ég því miður upplifað oftar en einu sinni en ég hef sem betur fer alltaf getað talað manneskjuna til eða getað alla vega gert einhverja málamiðlun til að fá alla vega það mikilvægasta gert og þá eitthvað annað í næsta skipti þar á eftir það sem ekki var gert síðast.

En núna vitum við jú ekki hvernig þessi manneskja var. Það hefði kannski verið hægt að fá geðtékk á henni og kannski dæma að hún væri ekki fær til að meta hvað væri henni fyrir bestu og einfaldlega neyða hana til að taka hjálp eins og stundum er gert (t.d geðsviði) til að koma í veg fyrir alvarlega aðstöðu eins og þessa. En það er jú alltaf bara síðasta úrræði en mér finnst að það hefði mátt nota það hérna þar sem það má hafa verið augljóst að sjá í hvað stefndi en hvað veit ég...var ekki þar :)

Annað gæti verið að elliheimilið hafi haft fáa starfsmenn, þreytta á slæmum kjörum sem annað hvort ekki hafa haft fyrir því að reyna að komast til botns í vandamálinu eða ekki hafa getað staðið í því (og gefist upp á endanum) að rífast á hverjum degi á meðan að haugur af fleiri verkefnum beið þeirra hjá fólki sem vildi þiggja hjálp. Segi ekki að það sé afsökun en það gæti verið ein af, eða aðalástæðan fyrir að þetta gat gerst.

Það geta verið svo margar ástæður og erfitt að dæma svona mál af bara þessari frásögn. Afsakaðu langt svar en ég vona að þetta svari þínum spurningum um þetta skelfilega sorglega mál.

Iris, 6.11.2008 kl. 17:07

2 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

'Eg þakka bara kærlega fyrir allar upplýsingarnar. Ég veit að þetta er mjög krefjandi starf og þarf alveg sérstakar manneskjur í þetta. Eins er oft ekki auðvelt að eiga við suma sjúklingana. Við sem erum heilbrigð gerum okkur oft ekki grein fyrir hvað skeður innandyra á sumum af þssum stofnunum.  Manni er bara svo óskiljanlegt hvernig svona getur átt sér stað. Ef fólk slær frá sér má þá ekki gefa því einhvað róandi? Svo er það nú annað að eftir að legusár myndast eykst hættan á ígerð og ég tala nú ekki um ef sjúklingurinn liggur í sínu eigin þvagi og saur. Það er svo sárt að hugsa til þess og að slíkt er ekkert einsdæmi.

Tengdafaðir minn var settur á hjúkruanrheimili (í Bandaríkjunum) í stuttan tíma. Þegar beðið var um að baða hann var okkur bara sagt að það væri ekki til mannskapur í það og okkur gefinn þvottaklútur í staðinn og með því verið að segja Do it yourself.   

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 6.11.2008 kl. 17:48

3 Smámynd: Iris

Það var nú lítið Erna :)

Jú það væri eflaust gott að gefa þeim eitthvað til að slaka á en í sumum af þessum erfiðu tilfellum vill fólk ekki taka lyfin sín (Semsagt neitar meðhöndlun) og þá kemur þetta siðferðislega inn í...á maður að lauma lyfjunum þeirra í matinn? Sem ég myndi nú segja að væri ansi gróft.

En í þeim tilfellum þar sem að búið er að taka sjálfræðið af manneskjunni væri hægt að gefa róandi (eins og sjúklingar með geðræn vandamál sem er gefið róandi) (þá meina ég þar sem að sjúklingur hefur áður neitað).

Já þú hefur mjög rétt með ígerðina og það allt. Eg hef séð ansi slæm legusár, m.a á sjúklingi sem hafði það svo slæmt heilsufarslega að allir héldu að hann væri við það að kveðja þennan heim. Þetta var á mínum námsárum og við eyddum MJÖG miklum tíma í að þrífa sárið, skifta og hagræða sjúklingnum og þetta annars agalega sár, sem komið var inn að beini þegar að hann var lagður inn á spítalann, náði að gróa og hann náði sér eins mikið og hægt var að ætlast til af manni í hans aðstöðu. Það var ótrúlegt að sjá hvað hann náði sér.

En mér þykir leitt að heyra með tengdafaðir þinn! Eg helt að þar sem að maður þyrfti að borga þarna í Bandaríkjunum gæti maður krafist betri þjónustu en ella? Það er svakalega "grænseoverskridende" eins og maður segir hérna í Danmörku að biðja ættingja að baða sjúklinga og þá sérstaklega foreldra sína (sem eru margar ástæður fyrir sem ég ætla ekki að fara nánar út í annars lendi ég í ritgerð! :).

En ég verð nú að játa að hvort sem það hefur verið á Islandi, Danmörku, Canada eða Irlandi þar sem ég hef verið hefur maður annað hvort upplifað eða heyrt slæmar sögur frá kollegum eða ættingjum af slæmum aðbúnaði eða slæmri meðferð.

Maður hugsar með hryllingi til eldri áranna og ég skil ekki af hverju það er ekki lagt meira í að hlynna eldri borgurum og sjúkum þar sem að við öll getum við jú orðið sjúk og flest öll náum við jú að verða gömul og veikburða sem þurfum á hjálp að halda.

En nú er von að heilbrigðiskerfið þarna hjá ykkur í USA verði aðeins betra núna þegar að þið fáið betri forseta en hefur verið síðustu 8 árin :)

Iris, 6.11.2008 kl. 18:22

4 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

'Eg held við hefðum öll mjög gott af þvi að heimsækja hjúkrunarheimili og eða vistheimili hvort sem það er fyrir eldri borgara eða þroskahefta. Við færum kannski að gefa því meiri gaum að þarna mætti margt fara betur og "undirbúa" þegar röðin kemur að okkur. 

Gamla fólkið eru foreldrar okkar, ömmur og afar sem hugsuðu um okkur frá blautu barnsbeini, gengu með okkur skælandi smábörnin fram og til baka um dimmar nætur og hlúðu að okkur og því megum við ekki gleyma. En nú er ég komin út í allt aðra sálma.  Stundum er talað um að gamalt fólk sé  skapskirrt og erfitt að eiga við, getur það ekki líka bara verið vegna hræðslu og óöryggis yfir því sem koma skal? Ég held það sé ekkert auðvelt að horfast í augun á þá staðreynd að eftir að komið er inn á stofnun bíður dauðinn við dyrnar.  

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 6.11.2008 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 32810

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband