Færsluflokkur: Bloggar

Dorrit lét sig hverfa

og hverjum er svo sem ekki sama. Efnislaus frétt og kannski enn efnislausara að vera að blogga um þetta, hmmm. Ég er samt að undrast yfir hvers vegna hún lét sjá sig til að byrja með. Var það til að styðja foreldra sína eða bara til að geta gert smá "networking" fyrir sjálfa sig og þegar engin spennandi gestur var á staðnum  lét hún sig hverfa. Hversu oft höfum við ekki öll verið í boði, engan þekkt og staðið vandræðaleg með glasið í hendinni? Já glas í hendi reddar öllu við svona aðstæður. Alltaf hægt að daðra svolítið við glasið. Hún hefði geta snúið þessu upp í "hit partý" Svo var kannski aldrei ætlunin að staldra við eða að hún fékk bara magapínu og varð að fara heim.


mbl.is Dorrit staldraði stutt við í veislu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saltkjöt, nammi namm

Í morgun var saumaklúbbur hjá okkur íslensku konunum sem búa hérna á Washington D.C svæðinu. Við komum saman einu sinni í mánuði sem er alltaf tilhlökkunarefni og oft eini tíminn fyrir okkur til að viðhalda íslenskunni. Við byrjum morguninn með kaffi og einhverju gómsætu. Síðan er borin fram hádegisverður og í dag fengum við girnilegt saltkjöt með rófum og kartöflum og baunasúpu. Það er ekki oft að maður fær íslenskt saltkjöt og því fannst mér ég þurfa að borða nógu hægt til að geta notið hvers einast  bita. Margt sem maður saknar af skerinu og við erum svo dæmalaust lánsöm að vera fædd í eins frábæru landi og Ísland er.


Kirkjan eða eiginkonan

Þessi saga vakti óneytanlega athygli mína. Maður nokkur að nafni Johnny Harsh í Oshkosh Wisconsin er kapteinn í Hjálpræðishernum og hefur starfað með honum í 14 ár og ætti því að vera nokkuð fróður um reglur kirkju safnaðarins. Eiginkona Johnny var einnig foringi í Hjálpræðishernum en hún dó fyrr á árinu. Fljótlega kynntist Johnny annarri konu bæði fallegri að innan sem utan eins og hann segir sjálfur og ráðgerði að giftast henni nk. júní þar til Hjálpræðisherinn greip í taumana. Á heimasíðu Salvation Army kemur mjög greinilega fram að "must marry another Salvation Army officer or leave his or her officer status."  Sem sagt Johny missir stöðu sína og starf ef hann giftist útfyrir söfnuðinn. Það er víst eins gott að huga að ýmsu áður en maður fer að skuldbinda sig. Mörg okkar standa í þeirri trú að Hjálpræðisherinn sé aðeins góðgerðarstofnun en er í rauninni rótgróið kirkju samfélag  stofnað 1865. Má lesa meir um þetta hér

Obama $8 virði

'Eg fékk þennan $8 seðil í hendurnar fyrir stuttu. Skildi upphæðin standa fyrir árin sem Obama mun sitja við völd, þe. tvö tímabil ? Ég held ég láti nú samt ekki reyna á það að fá seðlinum skipt þó svo að hann sé mjög "ekta" að sjá.

 Obama Dollars

 


Er þetta Victoria´s secret?

ljúf brjóst, ha

 image00111

Kíktu betur,

 

 betur,

 

ah,

 

 

 

 

 

 image00222

 


Ekki byrja allir lífið jafnt.

Eins og mér er vant fór ég upp á spítala í gær og tók myndir af nýburunum sem voru að fara heim og gekk síðan inn á herbergi til mæðranna sem áttu að fara heim í dag og leiðbeindi þeim með hvaða eyðublöð ættu að vera tilbúin fyrir morguninn. Ég veitti því athygli að í einu herberginu sat "vinkona" í stól við hlið rúm móðurinnar. "Vinkonan" var klædd þykkum svörtum jakka með loðkraga og var búin að breiða teppi yfir sig næstum upp að herðum.  Snemma í morgun þegar ég gekk inn í sama herbergi til að sækja barnið og undirbúa fyrir myndatöku sat vinkonan enn í stólnum og virtist ekki hafa hreyft sig nema að nú lá teppið aðeins yfir fótleggjunum og skein í lögregluskjöld á hægra brjóstinu.  Mér varð ljóst að móðirin var undir gæzlu lögreglu. Hún bað mig um að bíða með myndatökuna því fötin sem barnið átti að klæðast voru á leiðinni. Henni var mikið í mun um að fá að klæða barnið sitt sjálf heldur en að láta okkur klæða það. Ég skildi að þetta var sennilega í eina skiptið sem hún fékk að klæða drenginn sinn. Ég dró að fara aftur inn til hennar til að gefa henni meiri tíma með barninu. Síðan bað hún um hvort hægt væri að reyna að hafa augun opin því hana langaði til að geta horft í augun á honum. Guð veit hvað við reyndum að vekja barnið en hann var algerlega "out". Búin að fá volga mjólk og svaf vært. Væri svo ekkert hissa á því að það væru eftirstöðvar af eiturlyfjum í barninu. Barnið var síðan sótt af eldri svertingja hjónum svo það var augljóst að hann var sendur í fóstur (þar sem móðirin var hvít og hjónin gátu því ekki verið amman og afinn)og móðirin var leidd út í kuldann í lögreglufylgd og sennilega beint í steininn.  Eina sem hún hafði í fórum sínum voru minningarnar og myndirnar af barninu sem ég gaf henni. Þetta var einkvað svo trist og átakanlegt. Móðirin hálfgerður aumingi og lítil framtíð fyrir barnið. Börn sem eru send í fóstur ganga oft á milli heimila þar til þau eru nógu gömul til að sleppa þeim lausum á götuna. Börn sem engin vill.  Ég bað móðurina að fara vel með sig og óskaði henni velgengis.

ojbarasta

Gott mál að styrkja lamaða og fatlaða en hverslags smekkleysa er þetta í fólkinu. Jeminn einasti, hvað kemur Grýla jólunum við?
mbl.is Grýla prýðir Óslóartréð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög gott graskerapæ (Pumpkin pæ)

í tilefni dagsins á morgun, set ég þetta inn aftur. Prufið og látið mig vita hvað ykkur finnst. Happy Thanksgiving.

3/4 bolli smjör

2 bollar hveiti

1/4 tesk. salt

2/3 bolli púður sykur

1/2 bolli smátt saxaðar Pecans eða walnuts

5-6 matsk. kalt vatn

1 3/4 bolli eða 15 oz dós af pumkin

1/2 bolli sykur

2 tesk. pumkin pie krydd*

1/4 tesk. salt

3 egg

1/4 bolli  sýrður rjómi

1 bolli matreiðslu rjómi

1 tesk. vanilludropar

1) fyrir pie skelina, létt bræðið smjörið við miðlungs hita. Passið að hita það ekki of mikið því það á eftir að dekkjast meðan það kólnar. Setjið til hliðar og látið kólna.

2) blandið saman hveiti, 1/4 tesk. salti í miðlungsstórri skál. Bætið við smjörinu og blandið saman þar til það líkist grófri milsnu.

3) Til að gera mylsnuna sem fer yfir pæið,  takið  3/4 bolla af milsnunni og bætið við helmingnum af púðursykrinum og hnetunum.  Geymið.

4) blandið 1 matskeið af kalda vatninu saman við það sem eftir var af mylsnunni. Varlega blandið saman með gafli og bætið við restinni af vatninu varlega saman við þar til myndast hefur kúla.

5) Setjið hveiti á borðflöt og fletjið deigið út þar til það er ca. 30cm í þvermál og setjið í kringlótt eldfast fat sem er ca. 23cm. Jafnið kantana upp við barmin.

6) Hitið ofnin að 190 gráðum. 'I stórri skál, bætið saman  pumkin, sykri, 1/3 bolla af púðursykrinum sem eftir er, pumkin pie kriddinu og 1/4 tesk. af salti. Bætið við eggjunum og sýrðum rjóma. Blandið saman með gafli þar til létt blandað. Bætið við matreiðslu rjómanum og vanilludropunum.

7) varlega hellið hrærunni í pæ skelina. Til að varast að röndin brenni ekki er gott að setja þunna ræmu af álpappír meðfram röndinni. Bakist í 35 minútur. Takið álpappírinn af og stráið hnetumylsnuna yfir pæið og bakið í 20 mínútur til viðbótar eða þar til pinna sem stungið er í pæið kemur út hreynn. Látið kólna.

* til að gera heimatilbúið pumpkin krydd, blandið saman 1 tesk. kanil, 1/2 tesk. engifer, 1/4 tesk. múskat og 1/8 tesk af allspice.


Þakkagjörðardagur

Á morgun fimmtudag er haldið upp á Thanksgiving Day eða þakkagjörðardaginn hér í Bandaríkjunum. Fleiri ferðast um þessa helgi heldur en á nokkurm öðrum tíma á árinu. Það er til siðs að bera fram kalkún með öllu tilheyrandi eins og sætum kartöflum (sweet potatos), maís, grænar baunir (aflangar), cranberry sultu og heimabökuðu maísbrauði. Ekki má gleyma graskerapæi (pumpkinpæ) epplapæ, peacanpæ og cranberrypæ. Eftir matinn er oft setið yfir amerískum fótbolta Gasp 

Ég er með uppskrift að frábæru graskerapæi í uppskriftunum mínum. 'Eg ætla að reyna að vera dugleg og bæta freirum við.

Graves Mountain                          100_0872 

 Haustlegt í Virginíu                          Hér er íkorni að gæða sér á  graskeri 

                                                        fyrir framan dyrnar hjá mér.             


Laufsuga

Ég bý í gamalgróinu hverfi sem var áður skóglendi. Þegar byggingar framkvæmdir hófust fyrir næstum 40 árum var reynt að fjarlægja aðeins þau tré sem með þurfti og húsunum síðan "plantað" inn á milli. Þetta gefur hverfinu mikinn sjarma enda eru tréin stór og tignarleg. Þau skýla húsunum fyrir sterkri sumarsólinni og gera það að verkum að við þurfum ekki að nota loftkælinguna eins mikið. Bílnum mínum legg ég í innkeyrslunni í skugga trjánna og er alveg ótrúlegt hversu svalt og gott hitastigið helst í honum. Það er fátt sem mér þykir verra en að þurfa að fara inn í bullandi heitan bíl í mikilli hitasvækju. Eins mynda trén mikið skjól gegn vindum enda alltaf blíða í garðinum mínum.

Á haustin skarta þau glæsilegri litadýrð sem á engan líka. Laufin taka að falla til jarðar í þúsundatali þar til þau mynda þykkt teppi yfir jörðinni. Vinnan við að hreinsa garðinn á vorin getur verið "bakbrjótandi" og fyllt fleiri fleiri ruslapoka. Það er ekki leyfilegt að henda grasi, laufi né trjágreinum í ruslið því þetta verður allt að fara í sérstaka stóra þykka bréf poka og allt er sent í endurvinnslu. 100_0903      100_0898      100_0899       100_0905

'A haustin á meðan laufin falla af trjánum býður bærinn upp á sérstaka laufsugu þjónustu. Húseigendur raka laufunum saman og  þau eru sett út við vegakantinn. 'A nokkurra vikna fresti fram að jólum kemur laufsugan og hreinsar laufhaugana upp. Sugan mylur laufið niður og þetta er geymt í haug þar til það verður aftur að mold með tímanum. Á vorin býður bærinn  fólki upp á að koma og sækja ókeypis mold sem hefur verið unnin úr því efni sem kom úr görðum íbúanna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 32852

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband