Við getum öll hjálpast að

Bréfið hér fyrir neðan gengur nú um Internetið og get ég ekki verið meira sammála svo ég ætla að birta það hér á síðunni minni. 'Eg vil bæta við að nú er einnig tími til komin að skerða notkun á krítar og debet kortum. Ekki að eyða umfram það sem við eigum. Ef ekki er peningur í buddunni eigum við sennilega ekki fyrir hlutnum.  

Kæra samstarfsfólk og aðrir Íslendingar!

Þegar illa árar í peningamálum hjá okkur Íslendingum verðum við öll að
leggja okkar að mörkum til að ná jafnvægi aftur. Mikill gjaldeyrisskortur
hrjáir okkur og það sem við getum gert til að hjálpa til við að rétta
skútuna af aftur er að breyta okkar neyslumynstri, draga úr öllum óþarfa og
kaupa íslenskt. Við verðum að byrja á þessu strax og megum engan tíma missa.

Einhver mundi segja að allt sé í raun útlent þó framleitt sé á Íslandi en
það sparar samt að kaupa það sem er framleitt á Íslandi þó hráefnið sé flutt
inn þar sem mun ódýrara er að flytja inn hráefni en fullunna vöru. Einnig
styrkjum við íslenskan iðnað og höldum störfum í landinu.

Stöndum saman og látum ekki einhverja óvildarmenn hlakka yfir óförum okkar
Íslendinga. Kaupum íslenskt, íslenskar bækur, - kjöt,kartöflur -osta og
fisk. Nú er verið að kvetja fólk til að hamstra vörur. Kæri Landi! það er
það vitlausasta sem við gerum. Hvað erum við bættari með að vera með full
búr af mat ef nágrani okkar sveltur? Haldið ró ykkar og eyðið ekki peningum
í vitleysu með hamstri. SPARIÐ, SPARIÐ SPARIÐ!!!

Þessar línur hér á undan sendi ég fyrir helgi til nokkurra vinnufélag í
gamni mínu en hef nú ákveðið að senda þetta til ykkar allra þar sem í ljósi
síðustu atburða tel ég enn brýnna en áður að við öll tökum okkur tak,
stöndum saman og spörum hinn geysi dýrmæta gjaldeyri og styrkjum íslenskt og
íslenskan iðnað. Við munum, ef við stöndum saman, ná að rífa okkur okkur upp
úr þeim öldudal sem við erum stödd í mun fyrr ef við bendum ekki bara á
næsta mann og segja að hann geti sparað en ekki ég.

Kæru vinnufélagar. Endilega sendið svona bréf (ekki þetta bréf endilega) til
allra sem þið þekkið og náum upp stemningu.

Áfram Ísland og Íslendingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Góð pæling

Einar Örn Einarsson, 10.10.2008 kl. 19:40

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Góð pæling þó ég skipti mér ekki af stjórnmálum í USA, þarna koma fram mörg orð sem við sem þjóð og einstakingar getum inbeitt okkur að fylgja eftir.  Nánugakærleikurinn er fyrir ofan alla flokkapólitík og línur.  Góða helgi, mín kæra.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 11.10.2008 kl. 08:21

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Já þetta er góð vakning. Fyrirmyndirnar þurfa að breyta sér. Því eftir höfðinu dansa limirnir.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 11.10.2008 kl. 17:46

4 Smámynd: Heidi Strand

Flott færsla. Hugsaði líka um þetta. : )

Heidi Strand, 11.10.2008 kl. 21:22

5 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Þetta er það sem við verðum að gera, hef verið mikið að hugsa um þetta, og veit að aðrar þjóðir hafa hugsað þannig þegar þurft hefur.   Hættum nú að snobba fyrir erlendum vörum, og veita athygli að því að það er lítill vandi að versla Íslenskt.  ´´

Sólveig Hannesdóttir, 15.10.2008 kl. 19:14

6 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Takk fyrir commentin.

Við erum stolt og dugleg þjóð og við höfum séð erfiðleika áður. Við vinnum okkur upp úr þessu. Hugsum íslenskt.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 16.10.2008 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 32857

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband