fallegt en kólnandi

Það þarf ekki mikið til að veðrið verði að aðal umræðuefninu í Bandaríkjunum. Eins og má búast við á þessum árstíma fer hitastigið fallandi. Hitinn hér var um frostmark í morgun, hlýrra heima á Íslandi heldur en hérna samkvæmt Al Roker. Mikil tilhlökkun hjá sumum á höfuðborgarsvæðinu því snjókorn heyrðist í veðurspánni. Blessað kornið hefur ekki látið sjá sig en aftur á móti hringdi dóttirin sem er í VA.Tech (fjögurra tíma keyrsla fyrir sunnan okkur) seint í gærkveldi og sagði að þar væri um 3sm snjór eða nóg til að gera snjóbolta enda voru nemendurnir úti í snjókasti. Ameríkanar eiga það til að gera mikið veður út af veðrinu og velta sér upp úr veðurspánni dag eftir dag sem síðan verður oft að engu. Það sem þeir kalla "snowstorm" kemur okkur bara til að brosa út í kantinn.

Kuldinn getur verið mikið vandamál fyrir marga og á Washington D.C. svæðinu einu er talið að um 12.000 manns séu heimilisllausir þar af 3.000 börn. Ástæðurnar geta verið margar, en oft á vanheilsa á geði, heilsuskortur, skortur á menntun og atvinnuleysi stóran hlut í þessu skelfilega ástandi. Síðan er það gamla fólkið sem á ekki aur til að kynda húsakynnin sín. Það er svo margt sem við Íslendingar eigum að vera þakklát fyrir, hlutir sem okkur finnst bara sjálfsagðir. Jú ég missti öll hlutabréfin mín sem var fjandi skítt og ég missti heilmikið úr sjóð 9 en ég þarf ekki að sitja með teppi yfir mér inn í pappakassa á nóttinni eða á járn grind á gangstéttinni þar sem útblásturinn af nærliggjandi húsum blæs út í formi gufu. Ég þarf ekki að gefa börnin mín í burtu af því ég á ekki pening til að fæða þau og klæða. Nei ég er vel sett eins og svo margir aðrir Íslendingar. Við erum bara svo góðu vön.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

 kvitt,Góð gein og segir margt/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 18.11.2008 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 32810

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband