20.1.2008 | 18:03
Richard Knerr látin
Það má láta nærri að hvert barn í okkar vestræna heimi hafi einhvern tíman átt eitt eða fleiri af Richard Knerrs uppfinningum.
Richard Knerr ásamt vini sínum, Arthur Melin stofnuðu fyrirtæki sitt Wham-O í bílskúrnum heima hjá sér. 'Arið 1958 sló framleiðsla á húla hringnum vinsæla met. Innan við ár höfðu vinirnir selt 40 milljón húla hringi og innan við tvö ár náði salan 100 milljón húla hringa. Ekkert annað leikfang hafði nokkurn tíman náð slíkri vinsæld.
Vinirnir seldu einnig hin sívinsæla Frisbee disk, Super Ball, Slip ´N Slide vatns rennuna, Silly String og Limbo leikinn.
Richard lést á heimili sínu í Arcadia, Kaliforníu 82 ára að aldri af völdum fylgikvilla eftir að hafa fengið heilablóðfall.
Bloggar | Breytt 21.1.2008 kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2008 | 17:24
INNFLYTJENDA VANDAMÁL
'Eg bið ykkur um að lesa pistilinn hér fyrir neðan sem ég fékk frá kennara í suðurhluta Kaliforníu fylkis. Hann er óþýddur. Þegar ég byrjaði að benda vinum og ættingjum heima á Íslandi á vandamálin sem við glímum við hérna í Bandaríkjunum fékk ég oft að heyra "þetta er þarna, ekki hérna". Látið ykkur ekki detta í hug að þetta eigi ekki við ykkur. 'I fyrrasumar var ég við Geysi og ætlaði að kaupa smávegið til að borða í sjoppunni þar. Eins og vera bar pantaði ég á mínu máli, íslensku. Afgreiðslustúlkan skildi mig ekki og bað mig um að tala á ensku. Var að versla í Bónus og fann ekki það sem mig vantaði og leitaði ráða hjá starfsmanni sem var sennilega pólskur og skildi mig ekki. Móðir mín þjáðist af Alzheimer sjúkdóm og var vistmaður á Droplaugarstöðum. Þó svo að allar starfstúlkurnar hafi verið elskulegar við hana finnst mér ekki ná nokkurri átt að hafa starfsfólk sem ekki getur tjáð sig á íslensku á slíkri stofnun. Sérstaklega á stað þar sem margir vistmennirnir eiga sjálfir erfitt með að tjá sig. Gamla fólkið okkar á mikið betur skilið. Það á ekki að þurfa að eiða síðustu árunum inn á stofnun í þögn því engin skilur það.
'Agangur ólöglegra innflytjenda hér í Bandaríkjunum er orðið mikið hitamál enda mikið vandamálið sem erfitt er að leysa. Til að byrja með lokaði fólk augunum eða þorðu ekki að láta til sín kveða. Mér þykir virkilega vænt um mitt land og þjóð. Við erum svo fámenn og fljót að breytast ef ekkert er við hafst til að halda okkur sem 'Islendingum. Hugsum um framtíð barnanna okkar.
"As you listen to the news about the student protests over illegal immigration, there are some things that you should be aware of:I am in charge of the English-as-a-second-language department at a large southern Californiahigh school which is designated a Title 1 school, meaning that its students average lower socioeconomic and income levels.Title 1 schools are on the free breakfast and free lunch program. When I say free breakfast, I'm not talking a glass of milk and roll -- but a full breakfast and cereal bar with fruits and juices that would make a Marriott proud. The waste of this food is monumental, with trays and trays of it being dumped in the trash uneaten. (OUR TAX DOLLARS AT WORK)I estimate that well over 50% of these students are obese or at least moderately overweight. About 75% or more DO have cell phones. The school also provides day care centers for theunwed teenage pregnant girls (some as young as 13) so they can attend class without the inconvenience of having to of arrange for babysitters or having family watch their kids. (OUR TAX DOLLARS AT WORK) I was ordered to spend $700,000 on my department or risk losing funding for the upcoming year even though there was little need for anything; my budget was already substantial. I ended up buying new computers for the computer learning center, half of which, one month later, have been carved with graffiti by the appreciative students who obviously feel humbled and grateful to have a free education in America . (OUR TAX DOLLARS AT WORK) I have had to intervene several times for young and substitute teachers whose classes consist of many illegal immigrant students here in the country less then 3 months who raised so much hell with the female teachers, calling them "Putas" whores and throwing things that the teachers were in tears. Free medical, free education, free food, day care etc., etc, etc. Is it any wonder they feel entitled to not only be in this country but to demand rights, privileges and entitlements ?To those who want to point out how much these illegal immigrants contribute to our society because they LIKE their gardener and housekeeper and they like to pay less for tomatoes: spend some time in the real world of illegal immigration and see the TRUE costs. Higher insurance, medical facilities closing , higher medical costs, more crime, lower standards of education in our schools, overcrowding, new diseases etc., etc, etc . For me, I'll pay more for tomatoes. We need to wake up.The guest worker program will be a disaster because we won'to have the guts to enforce it. Does anyone in their right mind really think they will voluntarily leave and return? It does, however, have everything to do with culture: A third-world culture that does not value education , that accepts children getting pregnant and dropping out of school by 15 and that refuses to assimilate , and an American culture that has become so weak and worried about " politically correctness " that we don'to have the will to do anything about it. If this makes your blood boil, as it did mine, forward this to everyone you know. CHEAP LABOR? Isn'to that what the whole immigration issue is about?Business doesn'to want to pay a decent wage. Consumers don'to want expensive produce. Government will tell you Americans don'to want the jobs. But the bottom line is cheap labor. The phrase "cheap labor" is a myth , a farce, and a lie. There is no such thing as "cheap labor." Take, for example, an illegal alien with a wife and five children. He takes a job for $5.00 or 6.00/hour. At that wage, with six dependents, he pays no income tax, yet at the end of the year, if he files an Income Tax Return, he gets an "earned income credit" of up to $3,200 free. He qualifies for Section 8 housing and subsidized rent . He qualifies forfood stamps. He qualifies for free (no deductible, no co-pay) health care. His children get free breakfasts and lunches at school.He requires bilingual teachers and books. Hequalifies for relief from high energy bills. If they are or become, aged, blind or disabled, they qualify for SSI.Once qualified for SSI they can qualify for Medicare. All of this is at (our) taxpayer's expense . He doesn'to worry about car insurance, life insurance, or homeowners insurance. Taxpayers provide Spanish language signs, bulletins and printed material.He and his family receive the equivalent of $20.00 to $30.00/hour in benefits. Working Americans are lucky to have $5.00 or $6.00/hour left after paying their bills and his. The American taxpayers also pay for increased crime, graffiti and trash clean-up. Cheap labor? YEAH RIGHT! Wake up people! THESE ARE THE QUESTIONS WE SHOULD BE ADDRESSING TO THE PRESIDENTIAL CANDIDATES FOR EITHER PARTY. 'AND WHEN THEY LIE TO US AND DON'T DO AS THEY SAY, WE SHOULD REPL ACE THEM AT ONCE!' THIS HAS GOT TO BE PASSED ALONG TO AS MANY AS POSSIBLE OR WE WILL ALL GO DOWN THE DRAIN BECAUSE A FEW DON'T CARE.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2008 | 21:44
Jól og áramót
Þá erum við komin aftur til baka. Flugum til Amsterdam rétt fyrir jólin. Aldrei komið á Shiphol flugvöll sem okkur fannst aldeilis ævintýri. Þarna var jólatré sem ferðaðist um gangana, nam svo staðar og án fyrirvara opnaðist það og gamansamur Sveinki skaut upp kollinum og hrópaði einkvað óskiljanlegt. Mörgum brá mikið og var gaman að horfa á viðbrögð fólks við þessu athæfi Sveinka. Sumri hrökkluðust til baka og aðrir stukku til hliðar og voru mjög broslegir að sjá. Það er svo gaman að sjá þegar aðrir verða fyrir barðinu á smá hrekkjum. Skoða myndir hér til hliðar. Svo var annar jólasveinn sem ferðaðist um á mjög fínum sleða og hrópaði "Merry Christmas". Eins voru þarna trúðar og fl. Mikið af ágætum verslunum að lá við að maður gleymdi að við vorum enn á flugvellinum.
'Okum svo til Þýskalands og vorum hjá móður systur hans Gernots og öðrum ættingjum og vinum yfir jólin. Fórum á tvær Guðþjónustur, eina Lúterska og hina Kaþólska. Fengum góðan mat allan tíman, en mér varð starsýnt þegar pulsur voru bornar fram á Aðfangadags kvöld með kartöflusalati. Mér var sagt að þetta væri bara siður í þessu héraði. Alls ekki að þetta væri neitt peningaleysi eða neitt slíkt. Við Íslendingar erum svo góðu vön, hangikjöt, lambalæri eða hryggur, svínahryggur, kalkún og ekki má gleyma rjúpunni. Hver stórrétturinn á eftir öðrum í 3 daga í röð og oft margrétta og húsmóðirin uppgefin eftir jólahátíðina. 'Eg var spurð að því hvort þetta hafi ekki verið einhverjar sérstakar "jólapulsur" en ég sá nú enga skotthúfu á þeim og þær litu ósköp venjulega út í mínum augum. Öllu má venjast og það ríkti mikil stemmning og gleði við borðið. Vorum í þýskalandi í eina frábæra viku með yndislegum vinum og ættingjum. Var reyndar ansi kalt eða 7 stiga frost, alltaf mjög skýjað og oft mikil þoka á kvöldin. Sem sagt mjög grátt veður. Heldur kýs ég skammdegið fram yfir þokuna.
Þann 27 des vorum við í heimsókn hjá honum Wolfgang sem býr rétt fyrir sunnan Bon. Stoppuðum ekki lengi hjá honum þvjí við ætluðum að vera komin til Amsterdam seinna um kvöldið. Eftir að vera búin að kveðja og keyra í 1 1/2 tíma í mikilli umferð áleiðis til Amsterdam tökum við eftir að vetrar úlpan hans Gernots hefur gleymst hjá Wolfgang. Það hefði ekki verið neitt mál að kaupa nýja úlpu, en seðlaveskið hans var í úlpunni og öll skilríki svo við neyddumst að snúa aftur við og sækja úlpuna. Þetta var smá óvæntur útúrdúr, en við fengum að sjá Wolfgang aftur . Komum svo til Amsterdam rétt fyrir miðnætti.
Það eru rúmlega 20 ár síðan ég var síðast í Amsterdam og fannst borgin hreint út sagt frábær. Var þar reyndar að sumarlagi þegar allt var í blóma og maður skokkaði léttfættur um með Stefán Hákon í kerrunni. 'Eg var búin að tala svo mikið um þessa frábæru borg og langaði mikið til að sýna Andreu og Erik alla þessa skemmtilegu staði. Til að byrja með var skítkallt og gjóstur og við vorum alltaf fegin að komast einhvernstaðar inn. Svo var bara þvílíkt mannhaf allstaðar og biðraðir. Það var gaman að ganga um á útimarkaðnum þrátt fyrir kuldann, heimsækja Reichs safnið og fara í bátsferð um síkin.
Daginn eftir flugum við heim. Heim er alltaf til 'Islands í mínum hug. Það má segja að við vorum bara heppin að geta lennt því daginn eftir kom Tommy frá USA og rétt eftir að hann lenti fengu ekki fleiri vélar að lenda út í Keflavík vegna vonskuveðurs. Við vorum heima í eina viku og ekki er hægt að segja að veðrið hafi leikið við okkur en því betur tóku vinir og ættingjar á móti okkur. Við fórum í Bláa Lónið á Gamlársdag í éljagangi og roki. Það var nokkuð sérstakt að vera ofan í vel volgu vatninu með ísköld élom berjandi á vangann. Seinna um kvöldið reyndum við að kíkja inn hjá sem flestum og síðan var leiðinni haldið upp á hæðina við veðurstofuna í klikkuðu roki og þar stóðum við og kvöddum líðandi ár og fögnuðum nýju ári í flugelda skothríð. Engu hægt að líkja við gamlárskvöld á 'Islandi. Þetta var heil mikið upplifelsi fyrir Tommy. Næstu fjórum dögunum var varið í að heimsækja ættingja og vini og auðvitað að skreppa í útsölumarkaðin hjá 66 Gráðum Norður og kaupa flíspeysur á allt liðið. Okkur fanst að Tommy yrði að fá að sjá Gullfoss og Geysi svo við brunuðum af stað. Var alveg undrandi á hversu margir voru við Geysi því ekki var veðrið upp á marga fiska. Þegar upp að Gullfossi var komið var komið hávaða rok. Við lögðum bílnum við efri bílastæðin og ríghéldum okkur svo í glerhálum tröppunum. Fegin að ég var ekki með littla krakka með mér í þessum látum í veðrinu. Lá við að maður þyrfti að binda sandpoka við rassin á sér til að fjúka ekki út í veður og vind. Tommy var uppnumin af landi og þjóð, veðri og vindum. Við vorum búin að lofa honum Norðurljósum, en það verður að bíða betri tíma.
Kvöldið áður en við fórum af landi brott fékk ég bráðskemmtilega heimsókn frá æskuvinkonum úr Miðbæjarbarnaskólanum. Frábært að eiga svona traustar vinkonur. Hugsa sér að hafa haldið sambandinu gangandi í 40 ár.
'Eg vil þakka ykkur öllum fyrir frábærar móttökur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2008 | 16:37
Stefán Hákon komin til Nairobi
Eins og þið vitið flest er hann Stefán Hákon minn og Lee Ann ný komin til Nairobi, Kenya og verða þar næstu tvo mánuðina. Stefán Hákon mun starfa við lækningar á Kenyatta National Hospital (á bráðavaktinni) og Lee Ann starfar með Kenya Evangelical Lutheran Church þar sem þörfin er mest. 'Atti að starfa með börnum sem eru 'sniffarar' en hefur verið í búðum flóttamanna við að dreifa mat.
'Eg veit að Stefáni langar mikið til að komast í samband við Íslendinga sem starfa þarna annaðhvort í gegnum kirkjuna eða við lækningar. Þið megið hafa samband við þau í gegnum blogg siðuna þeirra http://www.mychurch.org/member/83576/pastor-lee-ann eða hafa samband við mig og ég kem skilaboðunum áfram ernahp@gmail.com BBC fréttastofan er með góðan fréttavef um það sem er að ske þarna. http://news.bbc.co.uk/2/hi/africa/default.stm
Við biðjum öll fyrir lausn á málunum sem hið fyrsta og að friður og réttlæti megi ríkja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.8.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 33195
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar