Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.

Hjartað einfaldlega sökk þegar ég las þessa frétt. Hér í USA kallast þetta brown tick eða deer tick. Þau eru mun minni en venjuleg "dog"  tick og erfiðara að sjá þau. Þau leita á heita staði á líkamanum, td. handakrika, nára, milli leggjanna, bak við eyrun eða hvar sem er. Oft skilja þau eftir sig roða sem líkist "bullseye" eða skotmarki en það er alls ekki alltaf. Ég var í brúðkaupi sl. vor sem var haldið út á túni. Tveim dögum seinna fann ég Tick við hnésbótina. Þessi kvikindi bora hausnum undir húðina og sjúga blóð úr líkamanum. Það þarf að fjarlægja þessi kvikindi með mikilli gætni þannig að hausinn á þeim verið ekki eftir undir húðinni og valdi sýkingu. Best að draga þau út varlega með  pinnsettu. Nokkrum dögum seinna fór ég að taka eftir mikilli þreytu og verkjum í beinum og liðum. Ég greindist með Lyme sjúkdóminn. Var sett á sterkan sýklalyfja kúr í 21 dag. Það er næstum hálft ár síðan þessi ósköp dundu yfir og enn þjáist ég að ofþreytu og slappleika. Ef ekki er leitað til læknis, getur Lyme valdið lömun og skaðað taugakerfið. Jafnvel valdið dauða.  

Það er mjög mikilvægt að grandskoða lítil börn og láta eldri börn fara vel yfir líkamann sinn td. í baði  sérstaklega þegar þau eru búin að vera úti í náttúrunni. Fylgist vel með húsdýrum.

www.underourskin.com


mbl.is Skógarmítill landlægur hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Jahérna þetta er nú alveg svakalegt að lenda í þessu. Ég hef aldrei heyrt um þetta fyrr og gaman væri að vita hvar þetta dýr heldur sig aðalega hér á íslandi. kveðja til þín

, 12.11.2009 kl. 19:26

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Heil og sæl Erna ,gaman að heyra frá þér ,þó á þennan hátt sé,ekki gott að lenda svona i þessu,hefi bara ekki heyrt þetta fyrr með þetta pöddudyr,og gott ef þú kemst yfir þetta alveg/verðum i sambandi/ kær kveðja/ Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 12.11.2009 kl. 20:59

3 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Takk fyrir Halli minn.

Nei ekki gaman að lenda í þessu. Ekki datt mér í hug að þetta kvikindi skriði upp fótleggin á mér þarna þar sem ég sat uppáklædd í brúðkaupi. Sem betur fer eru ekki allir skógarmítlar sýktir af veirunni sem veldur Lyme sjúkdómnum, en fjarlægja þarf kvikindin eins fljótt og hægt er og vera viss um að ganga frá þeim.  Einhvernstaðar las ég að skógarmítlar höfðu fundist inn í flugvél. Fólk ber þetta með sér án þess að vita af.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 12.11.2009 kl. 21:26

4 Smámynd: Anna Ragnhildur

Yngsta dóttir mín fékk svona tick við naflann þegar við vorum í evrópu, hún var 4 ára, og mörgum árum seinna fékk hún heilahimnubólgu og var á margra vikna fúkkalyfjadrip. Þarna hafði boriliosis dvalið án þess að brjótast út fyrr en á gelgjuskeiði, og þá með menangetish (heilahimnubólgu). Andstyggilegt að þetta er komið hingað. Erfitt að segja hvar þær halda sig, en þjóðin þarf kennslustund núna.

Anna Ragnhildur, 12.11.2009 kl. 21:55

5 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þetta er viðbjóður og sárt að heyra að þessi kvikindi séu komin heim. Þjáist dóttir þín ekkert af þreytu eða liðagigt Anna? Liðagigt er algengur fylgikvilli. Ég vona að hún hafi náð sér að fullu eftir heilahimnubólguna. Sjálf er ég alltaf þreytt. Þar sem ég bý erlendis hef ég oft heyrt talað um Lyme sjúkdóminn og vissi af hættunni sem stafar af þessum ticks. Því miður sá ég bara ekki kvikindið straks en það er sagt að ef maður nær að fjarlægja það innan sólahrings ætti maður að vera nokkurnveginn úr hættu gagnvart smiti

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 12.11.2009 kl. 22:09

6 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Ég ætlaði að bæta við að ef að grunur leikur um, þá er hægt að greyna með blóðprufu hvort maður hafi smitast af Lyme eða ekki. Þegar ég var send í blóð prufu greindist ég ekki bara með Lyme, heldu líka Rocky Mountain Spotted Fever sem greindist áður fyrr oftar í ticks sem halda sér nær Klettafjöllunum. Svo er nú ekki lengur. Lyme sjúkdómurinn var first uppgötvaður við bæinn Lyme í Connecticut, USA og dregur því nafnið þaðan.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 12.11.2009 kl. 22:26

7 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Ég sé að þér hefur tekist að tengja inn á fréttina. Ég tek undir þetta, ég þoli ekki "útlenskar" pöddur á Íslandi og er sátt við að hafa bara bitmý.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 12.11.2009 kl. 23:46

8 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

'Olöf, þú mátt nú ekki gleyma gamla góða járnsmiðnum. Mýbitið má nú allveg hverfa mín vegna. Þessi skógarmítill getur bara verið stórhættulegur þótt lítill sé.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 13.11.2009 kl. 00:25

9 identicon

Ég hef eitthvað heyrt um þennan lime, skelfilegt að þetta sé komið hingað.  Endalaus þreyta getur gert útaf við mann, ég er ennþá að díla við þetta og ennþá í rannsóknum, búið að taka tvö ár núna.  Ég er að spá í að opna bloggið mitt aftur en það vefst svo fyrir mér að koma því í sama horf og það var. 

Maddý (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 32771

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband