Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.

Hjartað einfaldlega sökk þegar ég las þessa frétt. Hér í USA kallast þetta brown tick eða deer tick. Þau eru mun minni en venjuleg "dog"  tick og erfiðara að sjá þau. Þau leita á heita staði á líkamanum, td. handakrika, nára, milli leggjanna, bak við eyrun eða hvar sem er. Oft skilja þau eftir sig roða sem líkist "bullseye" eða skotmarki en það er alls ekki alltaf. Ég var í brúðkaupi sl. vor sem var haldið út á túni. Tveim dögum seinna fann ég Tick við hnésbótina. Þessi kvikindi bora hausnum undir húðina og sjúga blóð úr líkamanum. Það þarf að fjarlægja þessi kvikindi með mikilli gætni þannig að hausinn á þeim verið ekki eftir undir húðinni og valdi sýkingu. Best að draga þau út varlega með  pinnsettu. Nokkrum dögum seinna fór ég að taka eftir mikilli þreytu og verkjum í beinum og liðum. Ég greindist með Lyme sjúkdóminn. Var sett á sterkan sýklalyfja kúr í 21 dag. Það er næstum hálft ár síðan þessi ósköp dundu yfir og enn þjáist ég að ofþreytu og slappleika. Ef ekki er leitað til læknis, getur Lyme valdið lömun og skaðað taugakerfið. Jafnvel valdið dauða.  

Það er mjög mikilvægt að grandskoða lítil börn og láta eldri börn fara vel yfir líkamann sinn td. í baði  sérstaklega þegar þau eru búin að vera úti í náttúrunni. Fylgist vel með húsdýrum.

www.underourskin.com


mbl.is Skógarmítill landlægur hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Nóv. 2009
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 33196

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband