Hreinlæti á hótelum

Eftir að hafa séð frétta klippu um hreinlæti eða betur sagt óþrifnað hjá hótel starfsfólki langar mig ekki mikið til að drekka úr glösunum sem eru inn á herbergi.

Þar eru sýndar herbergis þernur að "þrífa" glösin í skítugum vaskinum og jafnvel með gúmmí hanska sem var nýbúin að vera í klóinu.

Fréttamenn földu myndavélar bæði á Holliday Inn og eins á Embassy Suites sem eru bæði mjög viðurkend hótel.  Og við sem héldum að Kaninn væri svo þrifalegur.  

 http://www.bestviral.com/video/6629/dont_ever_drink_from_hotel_glasses

Annars var ég á ferðalagi um hringveginn í fyrra sumar. Morguninn sem við fórum frá  Foss hótelinu okkar var ég að hlaða dóti í bílinn og tók eftir hjólbörum fullum af hreinum handklæðum og þvottapokum fyrir framan bygginguna. Þegar ég koma aftur að svolítið seinna var búið að setja búnkann á forstofugólfið rétt við innganginn þar sem allir ganga um á sítugum skóm. 'Eg hélt að svona gæti ekki skeð heima á Íslandi.


ritun sjúkraskráa

Þetta er mjög algengt hér í Bandaríkjunum að heimavinnandi mæður taki að sér ritun sjúkraskráa. Þær eru vitanlega með þjálfun sem sjúkraskráar ritarar.  Sparar pláss og peninga og skapar vinnu fyrir mæður með yngri börn sem annars ættu erfitt með að vera úti vinnandi.

Einnig nota stórfyrirtæki sér þessa aðstöðu og leifa starfsmönnum sínum að vinna heiman frá. Minkar umferð og streitu við að aka langar leiðar til og frá vinnustað.


mbl.is Sjúkraskrár ritaðar úti í bæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landamæra gæsla

Fyrir um það bil 20 árum lá leið mín með eiginmanni mínum og foreldrum mínum að Niagara fossunum. Þar sem þeir sjást mun betur frá Kanada ókum við yfir Regnboga brúna í átt til Kanada. Fyrst var farið framhjá Bandaríska landamæraverðinum og síðan komum við að Kanadíska landamæraverðinum við hinn enda brúarinnar. Við sýndum vegabréfin okkar og eftir nokkrar almennar spurningar eins og hvar búið þið var ég beðin um ''græna kortið'' þe. innflytjenda kortið mitt þar sem ég bý í Bandaríkjunum. 'Eg hafði fjarlægt það úr seðlaveskinu mínu þar sem óprúttin náungi hafði stolið úr handtöskum samstarfs kvenna minna á kaffistofu vinnustaðar míns og ég gleymt að setja það aftur í fyrir ferðina.
Sá kanadíski var mjög hvass og hótaði að setja mig beint á næsta flug til Íslands. Sagði að fyrst ég væri ekki með Bandarískt innflytjenda skilríki kæmist ég ekki til baka. 'Eg var mjög miður mín út af þessum ósköpum. Mamma og pabbi í heimsókn og nú átti að senda mig heim. 'Eg reyndi að sanna stöðu mína og sýndi þeim Bandarískt ökuskírteini mitt og skilríki frá hernum sem sennilega reddaði mér. Hann ætlaði ekki að hleypa mér inn í Kanada. Eftir mikið þóf og leiðindi ákvað hann að ganga með mér yfir brúna til Bandaríkjanna og skila mér þar. 'Eg fékk ekki að fara inn í bílinn okkar og aka yfir. 'Eg var eins og afbrotamaður leidd yfir alla brúna. 'Eg var skömmuð og niðurlægð, en ég fékk að koma aftur  inn í Bandaríkin á þeim skilríkjum sem ég framvísaði. 
Hefði þetta skeð í dag hefði ég sennilega hlotið sömu örlög og Erla 'Osk Arnardóttir. Eftir 9 september atburðina er allt orðið mikið strangara og liggur við að manni finnist mannskapurinn vera orðin taugaveiklaður.
'A hverju ári koma þúsundir manna ólöglega inn í landið, flestir ''undir ratarinn'' í gegnum Mexíkönsku landamærin. Þetta er orðið mjög mikið og dýrt vandamál fyrir okkur skattgreiðendur á svo mörgum sviðum.
'Eg bý í Mananssas VA og hjá okkur eru margir barnaskólarnir komnir í 50% innflytjendur, flestir ólöglegir frá El Salvador, Guatimala, Mexíkó og Nicargua. Flestir eru algerlega ómenntaðir og ólæsir á sínu eigin móðurmáli. Það er ekki hægt að ætlast til að þessir sömu foreldrar geti hjálpað börnunum sínum með heimavinnuna þar sem þeir sjálfir eru margir ólæsir. Katólska kirkjan hefur sett á laggirnar ókeypis ensku nám fyrir foreldrana og þar sem ég starfa á fæðingardeildinni hér í bæ hef ég notfært mér að senda bæklinga heim með nýjum mæðrum til að benda þeim á ensku kennsluna. 
Aðsóknin hefur verið léleg. Þeim finnst þeir ekki þurfa að læra ensku. Þessu fólki hefur aukist ótrúlega á undanförnum árum og skólarnir hafa ekki við að taka á móti börnum þar sem þeir geta ekki meinað þeim fræðslu og hafa þurft að setja upp 3-4 stór hjólhýsi sem hafa verið notuð sem auka kenslustofur. Þetta hefur einnig skapað mikið álag á kennarana með hátt í 40 börn í hverjum bekk. Skiljanlega hefur þetta haft mjög slæm áhrif á kennsluna sem mín börn fá.  Það er eins og að stíga inn í annan heim að koma inn á heilsugæsluna hér í Manassas. Hún er yfirfull af ungum mæðrum með hópa af ungum börnum. Flestir frá Mið Ameríku þjóðunum eru katólikkar og þar með eru getnaðarvarnir úr sögunni. Eins notfæra þeir sér að eiga börnin í Bandaríkjunum í þeirri vona að gerast löglegir þar sem barnið verður bandarískur þegn.  Þetta ástand er orðið svo mikið og óviðráðanlegt því það var ekki tekið nógu hart á þessu til að byrja með.
Margir fyrrverandi íbúar Manassas hafa hreinlega flúið frá Manassas vegna ágangs þessa fólks. Til að byrja með var mikill uppgangur í nýbyggingum en þar sem markaðurinn hérna er orðin svo slæmur hefur verið sett stopp á allar nýbyggingar. Flest húsin sem eru til sölu  í kringum mig hafa setið á  markaðunum í allt að eitt og hálft ár og þyki ég vera í mjög góðu hverfi.

Bush bull

 

Ekki er öll vitleysan eins vitlaus og  Bush Bandaríkjanna forseti  á örugglega met á þessu sviði. Karl greyið, hvernig í veröldinni álpaðist hann í þessa stöðu? Ekkert undarlegt þó hann biðji til Guðs daglega. Einhverra hluta vegna virðist það ekki hafa mikil áhrif.

'I gærkveldi sá ég hluta af sjónvarpsfrétt frétt á Fox 5 held það hafi verið einhvað á þá leið að 'Íslendingur þóttist vera forseti 'Íslands og hafi verið að reyna að komast á fund með honum Bush.

Síðan fór ég á myfoxdc til að grennslast eftir þessu því jú þetta vakti athygli mína. Get ekki fundið fréttina en í staðinn fann ég aðra enn betri.

Bush var nefnilega á blaðamanna fundi og hafði sett upp tollfrjálst símanúmer til að fræða fólk um ráðstafanir hans um að breyta lögum sem myndu frysta sveigjanleg fasteignalán (freeze adjustable mortgage rate).

Númerið sem hann las upp var bein lína til Karen Pulaski. Sú góða kona er ekki aðeins þingforseti (Speaker of the House), heldur rekur hún einnig Kristilega stofnun the Freedom Christian Academy í Ponder Texas, og leiðbeinir foreldrum sem kjósa að kenna börnunum sínum heima í staðin fyrir að senda þau í skóla sem væri efni í aðgra grein. Merkilegt en satt, en  börnum sem eru ''home schooled'' gengur yfirleitt betur heldur en hinum.

Aumingja Pulaski hafði ekki við að svara símtölum frá reiðum íbúðarlánatökum og varð að aftengja símann í lokin.

'Eg ætla að reyna að senda ykkur slóð á þessa frétt um símaatið hjá honum Bush

http://www.myfoxdc.com/myfox/pages/Home/Detail;jsessionid=3B0C8A32290022F4EB0F8FDF84B1EFAA?contentId=5148622&version=4&locale=EN-US&layoutCode=TSTY&pageId=1.1.1&sflg=1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
 
 
 
 

 


Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Des. 2007
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 33195

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband