Alvöru útsölur fyrir Ameríkufara

Þó að júlí mánuður sé ekki nema rétt hálfnaður eru verslanir farnar að ríma til fyrir haust vörunum með heljar miklum útsölum. Ég skrapp niður í Potomac Mills Mall í gær og þar voru útsölurnar í fullum gangi. Ég er nú ekkert sérlega spennt fyrir miklu búðarápi en mig vantaði sængurgjöf handa dóttur vinkonu minnar svo ég dreif mig inn í The Childrens Place. Biðröðin við kassana sagði sína sögu. Það var búið að lækka verð á barna bolum  og stuttbuxum í $1.99. Ég sá rosalega sæta flís treyju sem hafði kostað $16.99 og hafði verið lækkuð niður í $11.99 og enn betra að það stóð á skilti  yfir slánni að 50% yrðu tekin af við kassann þannig að mér reiknaðist að ég myndi borga ca $6 fyrir treyjuna  svo alsæl með tvo boli og flís treyju undir hendinni hélt ég í átt að kassanum (beið í biðröð fyrst). Stúlkan stimplaði þetta inn og upphæðin var $6.27 Jamm þú lest þetta rétt. Þessi fína flístreyja var komin niður í $1.99 eins og bolirnir. Ég borgaði og fór aftur á stjá til að finna meira. Vinkonan fær þrenn sett af bolum og buxum svo keypti ég æðislegar smábarna gallabuxur, boli og fleiri flís treyjur sem ég ætla að nota í jólagjafir. Mikið rosalega líður manni vel þegar maður veit að maður hefur gert góð kaup. Þetta minnir mig á IKEA auglýsingu sem er í gangi  hérna og sýnir konu klyfjaða pokum og pinklum sem er á leiðinni út úr Ikea verslun og er í þeirri trú að starfsmaðurinn hljóti að hafa snuðað sjálfan sig. Hún æðir út kallandi á manninn sinn START THE CAR, START THE CAR!! sem bíður í bílnum eftir kerlu sinni. Helst hefði ég viljað hlaupa yfir bílaplanið hrópandi Start the Car, Start the Car bara því það hefði verið broslegt, en ég er viss um að hefði ég gert það, hefði ég  bara verið handtekin fyrir grun um þjófnað Crying

 

 

 

 


Þarf hann vegabréf?

Er hann með vegabréfið inn á sér eða kemur hann til Frakklands sem flóttamaður? Grin

Þetta er frábært afrek og ég vona bara að allt gangi honum í hag. 'Eg man vel eftir þegar Eyjólfur sundkappi synti á milli lands og Vestmanneyja. Pabbi tók myndir í þeirri ferð. Ég man eftir mynd af Eyjólfi þar sem hann stendur og nýbúið að bera á hann þykku lagi af floti til að vermda húðina.


mbl.is „Nú er gaman“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að keppa fyrir hönd Júpíters??

winnerMiss Venezuela nýkrýnd Miss Universe.

Var að horfa á keppnina um Miss Universe (ungfrú Alheim) í gærkveldi. Hef aldrei skilið þann titil því ég vissi ekki til að það væru keppendur frá Mars, Júpíter eða annarsstaðar úr himingeimnum. Eins gott að hafa varann á því ekki má mismuna hinum ef líf skildi vera einhvernestaðar annarstaðar. Tók eftir því að það var enginn keppandi hvorki frá Íslandi né Svíþjóð. Kannski þær hafi verið að keppa á Júpíter??  W00t Við fáum ekki að sjá Miss World keppnina því hún er ekki í eigu Donalds Trumps. 'O já, sonur hans Donalds sat í dómnefnd. Sennilega hefur pabbi gamli verið að vonast til að stráksi næði sér í fallega stúlku

Ungfrú USA endurtók  bossa ferð en var fljót að fætur og  klappaði fyrir sjálfri sér Smile  Sú sem keppti fyrir USA í fyrra rann einnig til að gólfinu og beint á bossann svo það fyrsta sem spurt var í morgun var hvort þetta gæti verið samsæri. 'Eg segi nú bara give me a break. Stúlku kindin var auðsjáanlega óörugg á háu skónum sínum sem flæktust í síða fallega kjólnum hennar. Hún var kölluð fram tvisvar  áður en hún steig á sviðið og datt svo þegar að hún birtist.  Hvað skildu vera mörg ár í það að  stúlka  frá ólíkum kynstofni keppi fyrir hönd Íslands eins og virðist vera með stúlkuna frá Danmörku? Falleg stúlka, en ekki get ég sagt að hún hafi verið mjög norræn  að sjá.


Kaninn var duglegur við að bjarga

Nú hefði komið sér vel að hafa eina þyrlu til taks eins og Kaninn notaði á meðan þeir voru á landinu. Ekki ófáir sem þeir björguðu fyrir okkur á meðan þeir dvöldu á landinu.
mbl.is Gátu ekki sótt veikan mann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slysagildra

'Eg held að það hljóti að minka slysahættuna ef hámarkshraðinn á svæðinu á milli Kjalarness og Hafnarfjalls yrði lækkaður. Það er auðvelt að missa stjórn á bíl (eða mótorhjóli) sem ferðast um á fleygiferð  í þessum skörpu vinkviðum sem oft eru þarna og oft þarf nú ekki háan hraða til. images Mætti gjarnan ráðleggja fólki að aka hægar um svæðið. Mikil vindtæmd getur myndast við framúrakstur (eða við mótakstur) stórrar rútu eða trukks og síðan kemur mikill vindskellur á viðkomanda sem hlýtur að vera stórhættulegt sérstaklega fyrir hjólafólk. Akið varlega og sýnið hjólafólki sérstaka aðgætni.  

'Eg sá athyglisverða grein frá Nordic Road and Transport Research um hættuna á þessum kafla. Hér er greinin. http://www.nordicroads.com/website/images/TrafficSafety-Iceland-IMG-01.jpg&imgrefurl=http://www.nordicroads.com/website/index.asp%3FpageID%3D103&h=342&w=345&sz=88&hl=en&start=6&sig2=tGAc4Xg91MgXbktc1tw9XQ&tbnid=Xm17ryP2D-wI2M:&tbnh=119&tbnw=120&ei=vPF5SIOVIpOsebDr1FQ&prev=/images%3Fq%3DHafnarfjall%26gbv%3D2%26hl%3Den%26sa%3DG


mbl.is Fauk af bifhjóli undir Hafnarfjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítin tilviljun

'Eg er sannfærð um að það er ástæða fyrir því og engin tilviljun hverjir verða á vegi okkar og hverjum við mætum á lífsleiðinni.

Þessi skemmtilega saga var á Good Morning America í morgun. Þegar Nicky var lítil 5 ára hnáta var hún eitt sinn að leika sér ásamt öðrum börnum við stöðuvatn. Allt í einu steig hún fram af brún þar sem vatnið var mikið dýpra og hún missti fótanna.  Nicky var ekki synd og byrjaði að sökkva. Skammt frá var Dick Becker á bát og hafði veitt litlu stúlkunni athygli. Án þess að hugsa sig  tvisvar um stökk hann út í vatnið og flýtti sér í átt til hennar. Nicky teygði hendurnar upp yfir höfuðið til að hún sæist, en svo sökk hún í gruggugt vatnið. Hefði Dick ekki verið á ferðinni hefði hún eflaust drukknað.  'I gegnum árin hefur Nicky alltaf langað til að þakka þessum manni fyrir sem bjargaði lífi hennar en hún vissi engin deili á honum. Hún hafði samband við Good Morning America og þeir höfðu upp á honum og eftir að rúm 30 ár sem voru liðin frá slysinu fékk Nicky  að þakka bjargvætti sínum. Já þetta var voða sætt og lá við að  maður táraðist en hérna kemur það undarlega.

Dick Becker og kona hans  fluttust til Omaha, Nebraska þar sem Good Morning America hafði upp á honum. Nicky vann á tannlækningastofu og nú kom í ljós að eiginkona Dick´s hafði verið sjúklingur hjá þessum sama tannlækni og Nicky vann hjá. Og öll þessi ár er hann svo að segja beint undir nefinu á henni án þess að hafa nokkra hugmynd um það.  Tilviljanirnar geta verið skrítnar.


rassfita á bílinn

Þetta líst mér á. Ætli ég geti farið og látið dæla fitu úr rasskinnunum og lærunum og sett á bílinn minn?  LoL
mbl.is Fita endurnýtt sem eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Götudans

Mikið er gaman að horfa á hann George Sampson. George er aðeins 13 ára frá Manchester og vann Britain´s Got Talent í ár.

 


hott hott á hesti....

Skildi þetta vera það sem koma skal.  Starfsfólkið hjá Leonard tannlækni  sem er flest mikið hestafólk segist vera búið að fá nóg af háu bensínverði og til að vekja athygli á þessu ákvað að ríða til vinnu í Everett, í Washington fylki. Leifi var fengið og síðan héldu þau til vinnu í hópferð 10 starfsmenn á hestum og 2 á hjóli.
mbl.is Ferðavenjur breytast lítið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Júlí 2008
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband