sjálfboða vinna

Það er sagt að engin önnur þjóð tekur eins mikin þátt í allskonar sjálfboða vinnu og Bandaríkjamenn enda tækifærin mörg og margbreytileg.  Þegar ég var heima sl. sumar spurði mig einhver hvað ég gerði og svaraði ég að ég ynni sem sjálfboðaliði upp á fæðingardeildinni á sjúkrahúsinu okkar og tæki myndir af nýburum. Viðkomandi varð alveg klumsa að ég skildi vera þarna í hverri viku kauplaus, reyndar oftast aðeins einu sinni í viku. Það eru alstaðar sjálfboðaliðar. Skólarnir þarfnast þeirra, bæði á skrifstofunni, sem hjálp í kennslustofunum og á bókasafninu.  Borgarbókasafnið býður gagnfræðaskólanemum í sjálfboðavinnu yfir sumartímann þar sem þeir geta hjálpað við að flokka bækur og koma þeim fyrir á hillum og eins er bókasafnið með svokallað ‘barna sumarlestrarkeppni’ sem unlingarnir sjá um og gefa þau lesendum smá verðlaun fyrir hverjar 10 bækur sem þau lesa eins og td. miða í sund og verðlaunin verða stærri því meira sem þau lesa. Þetta er eins og maður myndi segja ‘win win situation’ þar sem þetta hvetur börnin til að lesa yfir sumarið og unglingarnir fá að gefa einhvað af sjálfum sér. Þau fá að finna að þau eru að gera einhvað gott fyrir aðra og öðlast sjálfsöryggi og vel líðan  um leið. Reyndar er sjúkrahúsið einnig með sumar program fyrir unglinga 14-17 ára þar sem þau fá að starfa á mörgum sviðum, já kauplaust. Þetta er gríðalega vinsælt og komast færri að en vilja. Síðan er minni hópur valin sem fær að halda starfinu áfram yfir skóla árið. Starfið getur verið mjög misjafnt, allt frá því að fara með blóm inn á sjúkrastofur, setja sjúkraskýrlur aftur á réttan stað eða huga að öldruðum. Venjulega halda þau kyrru fyrir á sömu deildinni.  Dóttir mín sem er 17 ára vinnur td á þeim hluta  á slysavaktinni sem annast aðeins börn. Hún hliðrar að sjúklingunum, sækir einhvað að drekka fyrir þá ef þeir mega drekka eða heldur þeim rólegum með þvi að gefa þeim yngri td. liti og litabók á meðan þeir bíða. Eins fer hún með sjúklinga nyður á rönkendeild ef með þarf. Þegar sjúklingurinn fer af slysadeildinni, hjálpar hún við að sótthreynsa rúmið og skipta á því. Eflaust mikil hjálp fyrir hjúkrunarkonurnar. Þetta gerir hún einu sinni í viku í ca. 2 klst. í senn. Þetta undirbýr hana undir lífið og sýnir henni ‘hina hliðina á lífinu’. ‘Eg held að það sé alls ekki holt fyrir börn að fá allt upp í hendurnar og þurfa aldrei að gera neitt í staðinn. Kanski býður Ísland ekki upp á nógu mörg tækifæri til sjálfboðavinnu. Fólk vill líka fá borgað fyrir allt sem það gerir.  Nýlega las ég skoðunarkönnun og þar kom fram að fólk sem vinnur hverskonar sjálfboða vinnu lifir yfirleitt  lengur og er yfirleitt ánægðra. Já, peningurinn skapar ekki hamingjuna þó að við getum ekki lifað á hans.   

Bloggfærslur 1. desember 2006

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband