1.10.2008 | 17:49
Bleikar slaufur og bleikir hárlokkar
Októbermánuður er tileinkaður brjóstkrabbameini og bleikar slaufur eru seldir víða um heim til styrktar krabbameins rannsóknum og til að minna okkur á að fara reglulega í skoðun og láta fylgjast með okkur. Ein snyrtistofan hér í bæ hefur boðið upp á að setja bleikan hárlokk (hair extention) í viðskiptavini fyrir $10 til styrktar krabbameins rannsóknum. Snemma á síðastliðnu ári greindist ég með brjóstkrabbamein. 'Eg tel það hafi bjargað lífi mínu að ég var send í STAFRÆNA RÖNTGENTÆKJA myndatöku. 6 mánuðum áður hafði ég farið í venjulega röntgenmyndatöku og við þá skoðun kom ekkert óeðlilegt fram.Ég var heppin að krabbameinið náðist á byrjunarstigi og var ekki komið á það stig að vera ber eða hnútur heldur krabbameins frumur víðsvegar í brjóstinu. Stafræn röntgentæki "sjá betur" í gegnum þykk brjóst og eru því oft betri sérstaklega fyrir yngri konur. Röntgen tæknirinn sá strax að ekki var allt með feldu. Á meðan ég stóð þarna með brjóstið stíf klemmt sagði hún mér að hún yrði að skoða enn betur í sónar (ómtæki) og sagði mér að ég yrði að leita til skurðlæknis sem allra fyrst. Helst hefði mig langað til að kannast ekkert við að eiga þetta brjóst og flýta mér út og eins langt frá því og hægt væri. Sá var ekki kosturinn. Krabbameinið var á fleiri en einum stað og næst var ég send nokkrum sinnum í MRI og brjóstið "kortalagt" og mælt nákvæm hvar þessar krabbameins frumur voru staðsettar. Eftir tvær skurðaðgerðir til að reyna að fjarlægja krabbameinið var það ráð tekið að fjarlægja brjóstið með þriðju aðgerðinni. Þetta er ekki óalgengt með krabbamein á byrjunarstigi því ekki er um sjáanlegan hnút að ræða og þvi oft erfitt að "sjá" jaðarinn á krabbameins frumunum. Í Bandaríkjunum er talið að ein af hverjum átta konum greinist með brjóst krabba á lífsleiðinni. Búist er við að á árinu 2008 bætist við 182.460 nýjum tilfellum hjá konum og 1.990 hjá körlum. Við megum ekki líta framhjá þeirri staðreynd að karlmenn geta fengið krabbamein í brjóstið.
Smellið á til að sjá bleika lokkinn minn betur.
Á síðastliðnum 25 árum hefur brjóstkrabba tilfellum fjölgað um 30% hjá vestrænum þjóðum sem stafar af auknu eftirliti og greiningu krabbameins á byrjunarstigi. Þar af leiðandi hefur dánartíðni lækkað. Á árunum 2000-2004 fækkaði greindum brjóstkrabbameins tilfellum um 10% í Bandaríkjunum sem má þakka minnkun hormóna notkunar kvenna.
Oft finna konur sjálfar ber í brjósti. Reglan hér í Bandaríkjunum er að konur 40 ára og eldri fari í mammogram (brjóst myndatöku) á hverju ári .
Það er margt sem við getum gert til að minka líkurnar á því að fá krabbamein eins og td. borða hollan mat sérstaklega grænmeti og ávexti, draga úr neyslu á rauðu kjöti, reykja ekki, drekka í hófi og sem minnst, hreyfing og varast að fitna.
Ég spurði föður minn einu sinni hvort hann hafi farið í blöðruhálskrabbameins skoðun. Hann sagði nei, ég hef aldrei verið kallaður. Ég vona svo innilega að fólk haldi ekki að það þurfi að fá boð til að fara í skoðun. Eftir fimmtugs aldur ættu allir karlmenn að fara í blöðruháls skoðun. Hvernig skildi standa á því að kvenfólk er kallað í krabbameinsleitarskoðun (legháls og brjóst) en ég veit ekki til þess að það sé nein skipulögð leitarskoðun hjá karlmönnum? Karlmenn leita síður til læknis en kvenfólk og því mjög mikilvægt að það sé náð til þeirra. Þegar krabbamein næst á byrjunarstig er það mun viðráðanlegri og batahorfur góðar.
Lesandi góður, spurðu móðir þína, systir eða dóttir hvort hún hafi farið í skoðun. Spurðu föður þinn, son eða bróðir hvort hann hafi farið í skoðun.
Lifðu vel.
Hér eru góðar upplýsingar http://www.cancer.gov/cancertopics/types/breast
![]() |
40.000 bleikar slaufur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 2.10.2008 kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 1. október 2008
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar