17.2.2008 | 21:04
Meira um Stefán Hákon
Eins og ég minnist á áður flugu Stefán Hákon og Lee Ann til Nairobi í lok desember og átti Stefán Hákon að starfa við lækningar á Kenyatta National Hospital (á bráðavaktinni). Mikið óöryggi fylgdi í kjölfar forsetakosninganna þar í landi og tveim vikum eftir að þau komu til Nairobí var þeim sagt að það væri ekki óhætt fyrir þau að vera þarna lengur og voru beðin um að fara. Þau höfðu búið hjá lækni sem starfaði þarna á sjúkrahúsinu og ég býst við að hann hafi ekki þorað að þurfa að bera ábyrgð á velferð þeirra lengur enda mjög alvarlegt ástand þarna. Þau óku suður til Arusha í Tansaníu þar sem þau eru búin að vera síðan og starfað.
Nú fer að styttast í að þau komi heim. Talaði við Stefán Hákon í dag og þau eru komin aftur til Nairobí og gista þar í nótt. Ætla svo að fara á munaðarleysingja hæli þarna fyrir norðan og heimsækja litla stelpu sem Lee Ann hefur verið að senda peninga til og styrkt. Búumst svo við þeim heim á föstudaginn kemur. Miklum áhyggjum létt þegar maður veit af þeim hérna. 'Eg hef reynt að fylgjast með ástandinu í Kenya á www.bbc.co.uk og manni er óskiljanlegt að í fátækra "hverfi" í Nairóbí búa ein milljón manna í kofum og varla hægt að kalla þetta kofa oft bara járnplötur sem hafa verið lagðar saman. Jafnframt stærsta fátækrahverfi í heimi. Sorglegt hvað saklaust fólkið verður fyrir barðinu á ósvífnum stjórnvöldum, fátækt og eymd herjar á og mikið kynþátta hatur. Vitanlega ekkert rafmagn og ekkert rennandi vatn. Bara ryðgaður krani sem allir eiga aðgang að. Hugsa sér hvað við förum illa með vatnið, látum kalda vatnið bara renna og renna eins og það sé engin endir á því.
Bloggar | Breytt 21.2.2008 kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2008 | 20:18
Frábær frásögn
Ingibjörg er snilldar penni segir skemmtilega frá svo graf alvarlegum veikindum þeirra hjóna. Mætti gera úr þessu leikrit sem slægi í gegn. 'Eg vona bara að ykkar góðu læknar finni ráð á og Ingibjörg mín og Haraldur nái fullri heilsu sem allra fyrst. Þú ert svo frábær á svo marga vegu frænka mín. Gangi ykkur allt í haginn.
'Eg veit ekki hvort vantar meira starfsfólk eða pláss eða bæði. Faðir minn sem var hjartveikur lenti í því oftar en einu sinni að þurfa að liggja fram á gangi. Reyndar var rúminu hans ýtt eins langt inn á ganginn eins og hægt var til að sem minnst umferð væri um þar sem hann lá. Mér fannst leitt að vita af honum fram á gangi, en hann tók öllu vel og hældi starfsfólkinu ákaft.
![]() |
Kannar á eigin skinni hvernig kerfið virkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 17. febrúar 2008
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.8.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 33195
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar