frá Arusha with Love

Þá er stóri dagurinn að renna upp. Stefán minn  og Lee Ann lenda seinnipartinn á morgun út á Dulles flugvellinum eftir tveggja mánaða dvöl fyrst í Kenía og síðan í Tansaníu. Ósköp held ég að þau verði fegin að geta þvegið af sér ferðarikið og komist í hreint rúm og hvílt sig.  Þau náðu því að heimsækja litlu stúlkuna sem Lee Ann er búin að vera að styrkja í Kenía. 'Eg veit að hún Lee Ann hefði ekki verið í rónni án þess að heimsækja barnið. Hún slær ekki slöku við daman því hún ætlar að prédika strax á sunnudaginn og síðan ætla þau bæði að halda fyrirlestur um ferðina. Verður gaman að heyra um starf þeirra í Kenía og Tansaníu. Við báðum Stefán Hákon um að kaupa bók og koma með handa okkur. Hann sagði okkur að í fyrsta lagi hafi hann aðeins séð 3 bókaverslanir í Arusha og þær seldu einungis námsbækur. Kannski hann komi með námsbók handa okkur. Mér skilst að enska sé notuð í Kenía, en aftur á móti voru þau bæði að læra Svahílí á meðan þau voru í Arusha í Tansaniu.  Til skemmtunar kallaði Stefán sig "Mimi Muzungu Morani"sem þýðir hvíti  stríðsmaðurinn sem kom Tansaníu mönnum til að brosa því hann er nú ekki svo stríðsmannalegur að sjá.

Annars er veðurspáin alls ekki góð fyrir morgundaginn hérna á austurströnd Bandaríkjanna. Búist við snjókomu í nótt og í fyrramálið sem breytist síðan í ísregn. Má búast við lokun skóla víða og seinkun á flugi. Veðrið ætti samt ekki að hafa áhrif á þau þar sem þau fljúga bara beint inn. Minnir að þau fljúgi í gegnum Amsterdam.


Lest eða Monorail

'Eg hef oft undrast yfir því hversvegna við höfum ekki lagt meiri áherslu á að leggja rafmagns lest eða jafnvel "Monorail" sérstaklega á milli Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Keflavíkur. Við erum mun betur í stakk búin heldur en flestar aðrar þjóðir með alla þessa ódýru og hreinu orku sem við búum yfir.  'Eg vona bara að þessi umræða detti ekki niður
mbl.is Vilja láta skoða möguleika á lestarsamgöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. febrúar 2008

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 33195

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband