19.6.2008 | 14:22
Ísland í sérstöðu
Við erum heppin að stríð og styrjaldir hafa ekki eyðilagt þessar ómetanlegu upplýsingar eins og hefur hent á mörgum stöðum í heiminum. Íslendingar hafa verið duglegir að halda skrár yfir sitt fólk og að vera lítil eyjarþjóð og lengst til af sama stofni hefur gert það starf auðveldara.
Ég hef notað Íslendinga bók á netinu mikið og haft mikla ánægju af og hef getað rakið ætt mína til jarla á Írlandi í kringum árið 730. Í Íslendingabók er aðeins hægt að "opna" síður þeirra sem eru á einhvern hátt skyldmenni.
Skólarnir ættu að notfæra sér þessa auðlind upplýsinga. Hægt er að setja td. nafn landnámsmanns inn og sjá hvernig hægt er að rekja sjálfan sig að þeirri manneskju. Ég fæ td. ekkert út úr því að setja Leif Eiríksson inn, en ég get rakið slóð mína frá manni til manns til Ingólfs Arnarsonar, Auðar Djúpúðgu, Bólu Hjálmars og til Ketils Flatnefs. Ég held að slíkar upplýsingar gerðu Íslendingasögurnar fyrir skólabörn enn meira spennandi.
Frábært framtak!!
![]() |
Manntalið 1870 komið á netið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 19. júní 2008
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar