16.7.2008 | 21:36
flug upplýsingar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2008 | 21:23
Styttist í það
Nú fer að styttast í land fyrir Benedikt Hjartarson og mikið vona ég hans vegna að hann geti klárað sundið. Þetta er nú ekkert smá afrek, geri aðrir betur. Það er gaman að heimsækja heimasíðuna hans og fylgjast með staðsetningu bátsins sem fylgir honum.
http://www.shipais.com/showship.php?mmsi=235040701.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2008 | 18:55
Allir verða að eiga sína sögu

![]() |
Meryl Streep svaf undir tré í London |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2008 | 18:14
Alvöru útsölur fyrir Ameríkufara
Þó að júlí mánuður sé ekki nema rétt hálfnaður eru verslanir farnar að ríma til fyrir haust vörunum með heljar miklum útsölum. Ég skrapp niður í Potomac Mills Mall í gær og þar voru útsölurnar í fullum gangi. Ég er nú ekkert sérlega spennt fyrir miklu búðarápi en mig vantaði sængurgjöf handa dóttur vinkonu minnar svo ég dreif mig inn í The Childrens Place. Biðröðin við kassana sagði sína sögu. Það var búið að lækka verð á barna bolum og stuttbuxum í $1.99. Ég sá rosalega sæta flís treyju sem hafði kostað $16.99 og hafði verið lækkuð niður í $11.99 og enn betra að það stóð á skilti yfir slánni að 50% yrðu tekin af við kassann þannig að mér reiknaðist að ég myndi borga ca $6 fyrir treyjuna svo alsæl með tvo boli og flís treyju undir hendinni hélt ég í átt að kassanum (beið í biðröð fyrst). Stúlkan stimplaði þetta inn og upphæðin var $6.27 Jamm þú lest þetta rétt. Þessi fína flístreyja var komin niður í $1.99 eins og bolirnir. Ég borgaði og fór aftur á stjá til að finna meira. Vinkonan fær þrenn sett af bolum og buxum svo keypti ég æðislegar smábarna gallabuxur, boli og fleiri flís treyjur sem ég ætla að nota í jólagjafir. Mikið rosalega líður manni vel þegar maður veit að maður hefur gert góð kaup. Þetta minnir mig á IKEA auglýsingu sem er í gangi hérna og sýnir konu klyfjaða pokum og pinklum sem er á leiðinni út úr Ikea verslun og er í þeirri trú að starfsmaðurinn hljóti að hafa snuðað sjálfan sig. Hún æðir út kallandi á manninn sinn START THE CAR, START THE CAR!! sem bíður í bílnum eftir kerlu sinni. Helst hefði ég viljað hlaupa yfir bílaplanið hrópandi Start the Car, Start the Car bara því það hefði verið broslegt, en ég er viss um að hefði ég gert það, hefði ég bara verið handtekin fyrir grun um þjófnað
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2008 | 12:51
Þarf hann vegabréf?
Er hann með vegabréfið inn á sér eða kemur hann til Frakklands sem flóttamaður?
Þetta er frábært afrek og ég vona bara að allt gangi honum í hag. 'Eg man vel eftir þegar Eyjólfur sundkappi synti á milli lands og Vestmanneyja. Pabbi tók myndir í þeirri ferð. Ég man eftir mynd af Eyjólfi þar sem hann stendur og nýbúið að bera á hann þykku lagi af floti til að vermda húðina.
![]() |
Nú er gaman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 16. júlí 2008
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar