Sástu góða mynd um Jólin?

Það eru margar góðar bíómyndir í kvikmyndahúsunum þessa dagana, allavegana hérna úti. The Curious Case of Benjamin Button (Brad Pitt og Cate Blancett í aðalhlutverkum) er sennilega besta verk sem Brad Pitt hefur skila. Myndin er um dreng sem fæðist með hrörnunarsjúkdóm og lýtur út eins og gamalmenni en yngist upp með árunum. Mér var sagt að myndin hafi verið mjög góð, en því miður var ég hrikalega þreytt þegar ég sá myndina og átti erfitt með að halda mér vakandi og naut því myndarinnar ekki sem skyldi.  Held ég hafi meir að segja dottað á kafla. Svolítð neiðarlegt að það sé ekki hægt að fara með frúna í bíó eftir kl. 9

Slumdog Millionaire er einnig mjög góð mynd og er um útigangs börn í Mombei, á Indlandi og illa meðferð á þeim. Þegar aðalpersónan í myndinni vex upp tekur hann þátt í spurningar þættinum "Who Wants To Be A Millionaire?" í von um að æskuást hans sjái sig á skjánum og þau nái sambandi.  Myndin er mjög áhrifamikil og þó svo að endirinn sé góður leið mér illa eftir að hafa  horft á hana.

Mér fanst ég verða að sjá einhverja létta mynd eftir þetta, helst kómedíu svo ég  sá Marley and Me (Jennifer Aniston og Owen Wilson í aðalhlutverkum). Myndin er um ungt par sem fær sér Labrador hvolp (Marley) sem er algerlega óviðráðanlegur. Fljótlega bætast börn inn í fjölskyldu myndina og heimilislífið er oft vægast sagt í hershöndum. Marley  eldist og deyr í lok myndarinnar og allir sem hafa átt gæludýr vita hversu erfitt er að missa gæludýr. 'Eg held ég geti sagt að í lok myndarinnar gengu flestir út hálf skælandi og með tissue í hendinni. Ágætis mynd, en úff alger tearjerker í lokin. Seven Pounds með Will Smith er sögð vera góð mynd sem ég hefði ekkert á móti að sjá enda Will Smith frábær leikari. Hinsvegar hef ég heyrt að Yes Man með Jim Carry sé of kjánaleg og vitlaus til að eyða pening eða tíma í.

Mynd sem mig langar til að sjá er Revolusionary Road með Leonardo DeCaprio og Kate Winslett sem kemur út seinna í Janúar. Myndin lofar góðu og er jafnvel talað um Oskarsverlaun.             


Bloggfærslur 4. janúar 2009

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband