Veikindi

Það er alltaf erfitt að horfa upp á börnin okkar lasin og enn erfiðara þegar þau eru langt frá og við getum lítið fyrir þau gert til að þeim líði betur. Ekki bætir úr skák þegar þau eru í heima vist og húka inn á herbergi sem er ekki mikið stærra en kústaskápur.

Dóttirin er búin að vera lasin, magakveisa, mikill höfuðverkur, listarleysi, verkjar í allan kroppinn og mikil þreyta. Hún er búin að vera undir töluverðu álagi, endalaus próf, mikill upplestur og lítill svefn. Við ákváðum að  heimsækja hana sl laugardag (dag Valentínusar) í heimavistina   og fórum með hana út að borða.  Það hýrnaði yfir henni við að sjá mömmu og pabba og litla bróðir sem er nú bara ekkert lítill lengur. Hann var nú heldur óhress með að þurfa að fara með okkur alla þessa leið, en það tekur okkur rétt undir 4klst að aka þessa 386 Km. Leiðin er afskaplega falleg, en eftir að hafa keyrt þetta nokkrum sinnum skil ég vel að hann sé orðin þreyttur á þessu. Við gistum eina nótt og fórum svo aftur heimleiðis fljótlega upp úr hádeginu næsta dag (sunnudag) þar sem enn meiri próflestur lá frammi fyrir henni og tvö próf á mánudaginn. Seint um kvöldið fengum við tölvupóst frá henni að nú væri hún komin með töluverðan hita og hríðskalf og hreinlega að drepast. "mamma komdu og hjúkraðu mér".  Hún fór í fyrra prófið en hafði varla mátt til að ganga á milli húsa svo leiðin lá til skólalæknisins sem tók blóðprufu og þá kom í ljós að hún er með magavírus og "monó"(mononucleosis).  

Það er skrýtið að ég man ekki til þess að hafa heyrt fólk veikjast af monó þegar ég var unglingur og bjó heima (á Íslandi), en utanlands er þetta nokkuð algengt sérstaklega í ungu fólki á gagnfræðaskóla og framhaldsskóla aldri. Nú útskýrðist auðvitað þessi ofsa þreyta. Upp úr hádeginu í gær hringdi hún í mig og bað mig um að koma og sækja sig. Hún er í sjúkrafríi fram yfir helgi og við sjáum til hvað verður eftir það, en hún má ekki stunda neinar íþróttir eða reyna á sig í 6-8 vikur því það er hætta á að miltað stækki og springi við áreynslu.  Ég var rétt komin heim úr vinnu á sjúkrahúsinu og það er ekki að spyrja, ég fór tafarlaust af stað, en verð að viðurkenna að ég sá mikið eftir að hafa ekki skipt um skó áður. Ég er í íþróttaskóm  í vinnunni og að vera í þéttum, innilokuðum skóm frá kl. 7 um morguninn til kl 9 um kvöldið er nóg til að fæturnir mínir æpi. 4 tímar niður eftir, stoppaði ekki meir en hálftíma til að hjálpa henni með dótið út í bíl og setja bensín á bílinn og jú ég keypti mér Pepsí og Taco til að halda mér vakandi á leiðinni til baka og síðan aðrir 4 tímar til baka. Við vorum komnar heim rétt fyrir kl. 9 í gærkveldi. Sem betur fer gat hún sofið smávegis í bílnum.

Ég var sem lurkum lamin í morgun og auðvitað svaf ég yfir mig. Sonurinn sem er venjulega góður með að vakna af sjálfsdáðum kom of seint í skólann. Ekki veit ég afhverju, því ekki var hann með í ferðinni.  Í stað þess að þjóta í fötin og út, fór hann í sturtu eins og venjulega fékk er að borða (þakklát fyrir það) og svo í skólann. Jú það er alltaf gott að vera þrifalegur.  Eins og hann segir, fyrst maður er seinn að annaðborð því ekki fara í sturtu.  Ég er afar þakklát fyrir að vera búin að fá dótturina heim og geta annast hana á meðan hún er svona slöpp, enda sefur hún mikið og hefur lítið úthald þessa dagana, en þetta lagast. Tekur bara sinn tíma.


Bloggfærslur 18. febrúar 2009

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband