Af hverju NY?

Öll samkeppni hlýtur að vera jákvæð og spor í rétta átt en samt hefði ég frekar viljað sjá Delta bjóða upp á ferðir til og frá Baltimore eða Washington D.C. þar sem Iceland Air yfirgáfu okkur hér á höfuðborgar svæðinu. Nú er Iceland Express nýbyrjaðir að fljúga til New Jersey sem er svo að segja í bakgarðinum við New York. Reyndar er mun styttra fyrir okkur að aka til New Jersey þar sem ekki þarf að fara yfir allar tolla brýrnar áleiðis til JFK. Og nú ætlar Delta að bætast í hópinn.

Heyrði ég ekki rétt að ferðamanna straumurinn hafi minkað í ár?  Geta 3 flugfélög haldið uppi ferðum á sama áfangastað? Hvernig væri ef einhver færi að gefa  Virginíufylki gaum.   Virginía á ríkari  sögu að baki en flest fylki í Bandaríkjunum og býr yfir  mikilli náttúru fegurð með Appalatian fjallgarðinn til vesturs og glæsilegri strandlengju til austurs. Í norðurhluta Virginíu má einnig skoða mikla hella og neðanjarðar stöðuvötn.  Ekki má gleyma endalausum tækifærum til að versla, glæsilegum verslunum og afsláttar molum. Við hér í norðurhluta Virginíu  erum ekki nema ca. klukkutíma keyrslu frá höfuðborg Bandaríkjanna, Washington D.C. sem einnig  býður upp á margt skemmtilegt fyrir ferðamanninn


mbl.is Delta Air Lines hefur flug til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Það er einfalt að svara þessu fröken.

Þau flugfélög sem kjós á annað borð að fljúga til bandaríkjanna, frá eins fámennri þjóð og Íslandi, verða að fljúga til NY Kennedy.

Aðalástæðan er sú að enginn flugvöllur í heiminum býður upp á eins mörg tengiflug eins og KJFK (Kennedy intl) Þaðan getur þú flogið nánast hvert sem er í heiminum.

Þó lendingargjöld séu hvað dýrast á KJFK, og hækki farmiða, þá er lang ódýrast að fljúga þangað vegna þess að lang flestir farþegar kjósa að fljúga þangað, einmitt vegna tengi fluganna. Vona að þetta hafi svarað minnsta kosti einhverju. :-)

Takk.

Siggi Lee Lewis, 7.8.2010 kl. 04:26

2 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Hvað meinarðu? Þeir fljúga til Boston. Þeir flugu til Baltimore og hættu því.  Það er td flogið til allra Norðurlandanna og Írlands frá Washington D.C

Í sambandi við tengiflug þá langar mig til að benda á að margir Íslendingar hafa einmitt flogið í gegnum Boston vegna þess að tengiflugið hefur verið auðveldara þaðan sérstaklega á bakaleiðinni.  

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 17.8.2010 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband