17.8.2010 | 14:53
Og hvað ætlar Icelandair að gera?
Nú væri fróðlegt að gera samanburð á farþega fjölda Icelandair og Iceland Express á New York leiðinni. Reyndar flýgur Iceland Express frá New Jersey sem er mun hagstæðara fyrir marga sem búa á Washington D.C/Baltimore svæðinu . Innanlands flug í Bandaríkjunum getur verið mjög hátt og sérstaklega fyrir fjölskyldur. Eftir að Icelandair hætti flugi til Baltimore höfum við neyðst til að aka til New York til að ná flugi heim. New Jersey er því mun hentugra fyrir þá farþega og losnar maður við að fara yfir dýrar tollskyldar brýr. Ég tel það hafi verið mikil mistök fyrir Icelandair að hverfa frá Baltimore og tel að stór hópur farþega sem hefðu annars flogið með þeim hafi fært sig yfir á Iceland Express þó svo að þeir hafi ekki eins gott orð á sér. Verður gaman að sjá hvað skeður eftir að Delta bætist við á þessari leið.
Ég vonast til að sjá Icelandair á Washington D.C svæðinu eða jafnvel á Dulles í Virginíu fylki sem er ekki nema hálftíma akstur frá D.C
Farþegum Iceland Express fjölgar um 35% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.