Trú og glaðlyndi

Námumönnunum sem nýlega var bjargað upp úr koparnámunni í Síli (Chile)voru nýlega spurðir að því hvað hélt þeim gangandi og svarið var Trúin og glaðlyndi.
Ég held að það sé stórt skref aftur á bak að stöðva heimsóknir presta á leikskóla og aðrar stofnannir þar sem ung börn eru. Þetta er sá tími sem börnin eru að þroskast og þurfa á jákvæðum skilaboðum að halda sem þau hafa sem veganesti í gegnum lífið.
mbl.is „Vonin bjargar mannslífum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Persónulega finnst mér allt í lagi að þeir sem sjá eitthvað sérlega uppbyggjandi í kristinni trú sjái um að innræta börnunum það heima hjá sér, rétt eins og fylgjendur annarra trúarbragða hafa þurft að gera hingað til sem hér eftir.

Hér er trúfrelsi, auk þess sem ólöglegt er að mismuna fólki eftir trúarskoðunum. Slík mismunum viðgengst í skólum í dag, þar sem börnum foreldra sem ekki eru kristnir (eða vilja bara leyfa börnunum að gera upp hug sinn seinna) er annað hvort kippt út og þau látin gera eitthvað annað, ellegar þau þurfa að sitja undir áróðri sem gengur þvert á það sem þeim er kennt heima.

Er ekki eðlilegra að börnin fái sjálf að taka upplýsta afstöðu til trúarbragða þegar þau hafa fræðst um þau? Að kenna þriggja ára gömlu barni að "tala við Jesú"er ekki fræðsla, heldur trúboð. Yrðir þú ánægð ef þitt barn kæmi heim með þau skilaboð að góði maðurinn sem kom í leikskólann í dag hafi sagt því að Allah væri besti vinur þess og að það ætti að tala sem oftast við hann? Eða ef það vri nýbúið að læra frá vinalega satanistaklerkinum að Jesú hafi verið óttalegur asni og að Lúsifer sé besti vinur barnanna? 

Ef þér væri ekki sama, ættirðu að geta skilið hvers vegna fólk sem aðhyllist önnur trúarbrögð eða engin vill ekki að þeirra börn þurfi að sitja undir bænahaldi og trúboði eða vera aðskilin frá hópnum

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 18.10.2010 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband