7.9.2011 | 11:24
Gott að fá samkeppni
Við flugum heim og til baka með Delta sl. sumar. Okkur hafði hlakkað mikið til að geta flogið með Icelandair frá Washington D.C í staðinn fyrir að þurfa að ferðast til New York til að ná vél heim. En þegar átti að fara að bóka miða hafði fargjaldið hjá Icelandair hækkað mjög mikið á örstuttum tíma þannig og við fórum að skoða aðra kosti. Við vorum svo lánsöm að finna miða á rétt rúma $400 á mann sem var meir en helmingi ódýrari en hjá hinum tveim og auðvitað ótrúlega lágt verð á háannatíma. Þjónustan var frábær, heitur matur, ókeypis bíómyndir og allir með kodda og teppi. Eina sem ég myndi kvarta yfir var aðstaðan hjá þeim út í Keflavík. Þegar við lentum út í Keflavík vorum við látin ganga inn landganginn en síðan sett í rútu og ekið með okkur að vegabréfaskoðuninni. Eins þegar við fórum úr landi var mjög stór hópur af farþegum samansafnaður niðri við hliðin og stóðum þarna í einni kös í lengri tíma mjög lítið af sætum fyrir fólk og get ég bara sárvorkent eldra fólkinu sem þarna var. Mér datt í hug hvort þetta væri gert að ásettu ráði til að bola samkeppnnni í burt, ég vona ekki. Flugið með Delta og þjónustan voru til fyrirmyndar. Ég vona samt að ég nái í hagstæðan miða með Icelandair næsta sumar og þurfi ekki að ferðast til New York til að komast heim.
Delta stefnir á að fljúga áfram til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf sagt að samkeppni er af hinu góða,en ekki samráð sem við köllum/ hefi oft flogið her áður með Delta frá N.Y.og til Flórída og til baka ,þegar ekki var flogið beint/Kveðja
Haraldur Haraldsson, 19.9.2011 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.