13.12.2007 | 22:38
Landamæra gæsla
Fyrir um það bil 20 árum lá leið mín með eiginmanni mínum og foreldrum mínum að Niagara fossunum. Þar sem þeir sjást mun betur frá Kanada ókum við yfir Regnboga brúna í átt til Kanada. Fyrst var farið framhjá Bandaríska landamæraverðinum og síðan komum við að Kanadíska landamæraverðinum við hinn enda brúarinnar. Við sýndum vegabréfin okkar og eftir nokkrar almennar spurningar eins og hvar búið þið var ég beðin um ''græna kortið'' þe. innflytjenda kortið mitt þar sem ég bý í Bandaríkjunum. 'Eg hafði fjarlægt það úr seðlaveskinu mínu þar sem óprúttin náungi hafði stolið úr handtöskum samstarfs kvenna minna á kaffistofu vinnustaðar míns og ég gleymt að setja það aftur í fyrir ferðina.
Sá kanadíski var mjög hvass og hótaði að setja mig beint á næsta flug til Íslands. Sagði að fyrst ég væri ekki með Bandarískt innflytjenda skilríki kæmist ég ekki til baka. 'Eg var mjög miður mín út af þessum ósköpum. Mamma og pabbi í heimsókn og nú átti að senda mig heim. 'Eg reyndi að sanna stöðu mína og sýndi þeim Bandarískt ökuskírteini mitt og skilríki frá hernum sem sennilega reddaði mér. Hann ætlaði ekki að hleypa mér inn í Kanada. Eftir mikið þóf og leiðindi ákvað hann að ganga með mér yfir brúna til Bandaríkjanna og skila mér þar. 'Eg fékk ekki að fara inn í bílinn okkar og aka yfir. 'Eg var eins og afbrotamaður leidd yfir alla brúna. 'Eg var skömmuð og niðurlægð, en ég fékk að koma aftur inn í Bandaríkin á þeim skilríkjum sem ég framvísaði.
Hefði þetta skeð í dag hefði ég sennilega hlotið sömu örlög og Erla 'Osk Arnardóttir. Eftir 9 september atburðina er allt orðið mikið strangara og liggur við að manni finnist mannskapurinn vera orðin taugaveiklaður.
'A hverju ári koma þúsundir manna ólöglega inn í landið, flestir ''undir ratarinn'' í gegnum Mexíkönsku landamærin. Þetta er orðið mjög mikið og dýrt vandamál fyrir okkur skattgreiðendur á svo mörgum sviðum.
'Eg bý í Mananssas VA og hjá okkur eru margir barnaskólarnir komnir í 50% innflytjendur, flestir ólöglegir frá El Salvador, Guatimala, Mexíkó og Nicargua. Flestir eru algerlega ómenntaðir og ólæsir á sínu eigin móðurmáli. Það er ekki hægt að ætlast til að þessir sömu foreldrar geti hjálpað börnunum sínum með heimavinnuna þar sem þeir sjálfir eru margir ólæsir. Katólska kirkjan hefur sett á laggirnar ókeypis ensku nám fyrir foreldrana og þar sem ég starfa á fæðingardeildinni hér í bæ hef ég notfært mér að senda bæklinga heim með nýjum mæðrum til að benda þeim á ensku kennsluna.
Aðsóknin hefur verið léleg. Þeim finnst þeir ekki þurfa að læra ensku. Þessu fólki hefur aukist ótrúlega á undanförnum árum og skólarnir hafa ekki við að taka á móti börnum þar sem þeir geta ekki meinað þeim fræðslu og hafa þurft að setja upp 3-4 stór hjólhýsi sem hafa verið notuð sem auka kenslustofur. Þetta hefur einnig skapað mikið álag á kennarana með hátt í 40 börn í hverjum bekk. Skiljanlega hefur þetta haft mjög slæm áhrif á kennsluna sem mín börn fá. Það er eins og að stíga inn í annan heim að koma inn á heilsugæsluna hér í Manassas. Hún er yfirfull af ungum mæðrum með hópa af ungum börnum. Flestir frá Mið Ameríku þjóðunum eru katólikkar og þar með eru getnaðarvarnir úr sögunni. Eins notfæra þeir sér að eiga börnin í Bandaríkjunum í þeirri vona að gerast löglegir þar sem barnið verður bandarískur þegn. Þetta ástand er orðið svo mikið og óviðráðanlegt því það var ekki tekið nógu hart á þessu til að byrja með.
Margir fyrrverandi íbúar Manassas hafa hreinlega flúið frá Manassas vegna ágangs þessa fólks. Til að byrja með var mikill uppgangur í nýbyggingum en þar sem markaðurinn hérna er orðin svo slæmur hefur verið sett stopp á allar nýbyggingar. Flest húsin sem eru til sölu í kringum mig hafa setið á markaðunum í allt að eitt og hálft ár og þyki ég vera í mjög góðu hverfi.
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Erna. Þakka þér fyrir frábæran pistill. Ég vona að stjórnendur þessa lands lesi pistilinn. Þeir halda að fólk eins og múslimar sem hingað flytja ætli að aðlaðast öllu hér en það er eins og við vitum báðar vitleysa. Ég sé hvernig yfirgangurinn er í innflytjendum frá El Salvador, Guatimala, Mexíkó og Nicargua í Manassas. Enn og aftur takk fyrir að segja okkur hvernig lífið er í Manassas.
Ég vona að þið fáið almennilegan forseta.
Guð gefi þér og fjölskyldu þinni gleðileg jól og farsælt um ókomin ár.
Kær kveðja. Rósa Aðalsteinsdóttir Vopnafirði
Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.