8.1.2008 | 21:44
Jól og áramót
Þá erum við komin aftur til baka. Flugum til Amsterdam rétt fyrir jólin. Aldrei komið á Shiphol flugvöll sem okkur fannst aldeilis ævintýri. Þarna var jólatré sem ferðaðist um gangana, nam svo staðar og án fyrirvara opnaðist það og gamansamur Sveinki skaut upp kollinum og hrópaði einkvað óskiljanlegt. Mörgum brá mikið og var gaman að horfa á viðbrögð fólks við þessu athæfi Sveinka. Sumri hrökkluðust til baka og aðrir stukku til hliðar og voru mjög broslegir að sjá. Það er svo gaman að sjá þegar aðrir verða fyrir barðinu á smá hrekkjum. Skoða myndir hér til hliðar. Svo var annar jólasveinn sem ferðaðist um á mjög fínum sleða og hrópaði "Merry Christmas". Eins voru þarna trúðar og fl. Mikið af ágætum verslunum að lá við að maður gleymdi að við vorum enn á flugvellinum.
'Okum svo til Þýskalands og vorum hjá móður systur hans Gernots og öðrum ættingjum og vinum yfir jólin. Fórum á tvær Guðþjónustur, eina Lúterska og hina Kaþólska. Fengum góðan mat allan tíman, en mér varð starsýnt þegar pulsur voru bornar fram á Aðfangadags kvöld með kartöflusalati. Mér var sagt að þetta væri bara siður í þessu héraði. Alls ekki að þetta væri neitt peningaleysi eða neitt slíkt. Við Íslendingar erum svo góðu vön, hangikjöt, lambalæri eða hryggur, svínahryggur, kalkún og ekki má gleyma rjúpunni. Hver stórrétturinn á eftir öðrum í 3 daga í röð og oft margrétta og húsmóðirin uppgefin eftir jólahátíðina. 'Eg var spurð að því hvort þetta hafi ekki verið einhverjar sérstakar "jólapulsur" en ég sá nú enga skotthúfu á þeim og þær litu ósköp venjulega út í mínum augum. Öllu má venjast og það ríkti mikil stemmning og gleði við borðið. Vorum í þýskalandi í eina frábæra viku með yndislegum vinum og ættingjum. Var reyndar ansi kalt eða 7 stiga frost, alltaf mjög skýjað og oft mikil þoka á kvöldin. Sem sagt mjög grátt veður. Heldur kýs ég skammdegið fram yfir þokuna.
Þann 27 des vorum við í heimsókn hjá honum Wolfgang sem býr rétt fyrir sunnan Bon. Stoppuðum ekki lengi hjá honum þvjí við ætluðum að vera komin til Amsterdam seinna um kvöldið. Eftir að vera búin að kveðja og keyra í 1 1/2 tíma í mikilli umferð áleiðis til Amsterdam tökum við eftir að vetrar úlpan hans Gernots hefur gleymst hjá Wolfgang. Það hefði ekki verið neitt mál að kaupa nýja úlpu, en seðlaveskið hans var í úlpunni og öll skilríki svo við neyddumst að snúa aftur við og sækja úlpuna. Þetta var smá óvæntur útúrdúr, en við fengum að sjá Wolfgang aftur . Komum svo til Amsterdam rétt fyrir miðnætti.
Það eru rúmlega 20 ár síðan ég var síðast í Amsterdam og fannst borgin hreint út sagt frábær. Var þar reyndar að sumarlagi þegar allt var í blóma og maður skokkaði léttfættur um með Stefán Hákon í kerrunni. 'Eg var búin að tala svo mikið um þessa frábæru borg og langaði mikið til að sýna Andreu og Erik alla þessa skemmtilegu staði. Til að byrja með var skítkallt og gjóstur og við vorum alltaf fegin að komast einhvernstaðar inn. Svo var bara þvílíkt mannhaf allstaðar og biðraðir. Það var gaman að ganga um á útimarkaðnum þrátt fyrir kuldann, heimsækja Reichs safnið og fara í bátsferð um síkin.
Daginn eftir flugum við heim. Heim er alltaf til 'Islands í mínum hug. Það má segja að við vorum bara heppin að geta lennt því daginn eftir kom Tommy frá USA og rétt eftir að hann lenti fengu ekki fleiri vélar að lenda út í Keflavík vegna vonskuveðurs. Við vorum heima í eina viku og ekki er hægt að segja að veðrið hafi leikið við okkur en því betur tóku vinir og ættingjar á móti okkur. Við fórum í Bláa Lónið á Gamlársdag í éljagangi og roki. Það var nokkuð sérstakt að vera ofan í vel volgu vatninu með ísköld élom berjandi á vangann. Seinna um kvöldið reyndum við að kíkja inn hjá sem flestum og síðan var leiðinni haldið upp á hæðina við veðurstofuna í klikkuðu roki og þar stóðum við og kvöddum líðandi ár og fögnuðum nýju ári í flugelda skothríð. Engu hægt að líkja við gamlárskvöld á 'Islandi. Þetta var heil mikið upplifelsi fyrir Tommy. Næstu fjórum dögunum var varið í að heimsækja ættingja og vini og auðvitað að skreppa í útsölumarkaðin hjá 66 Gráðum Norður og kaupa flíspeysur á allt liðið. Okkur fanst að Tommy yrði að fá að sjá Gullfoss og Geysi svo við brunuðum af stað. Var alveg undrandi á hversu margir voru við Geysi því ekki var veðrið upp á marga fiska. Þegar upp að Gullfossi var komið var komið hávaða rok. Við lögðum bílnum við efri bílastæðin og ríghéldum okkur svo í glerhálum tröppunum. Fegin að ég var ekki með littla krakka með mér í þessum látum í veðrinu. Lá við að maður þyrfti að binda sandpoka við rassin á sér til að fjúka ekki út í veður og vind. Tommy var uppnumin af landi og þjóð, veðri og vindum. Við vorum búin að lofa honum Norðurljósum, en það verður að bíða betri tíma.
Kvöldið áður en við fórum af landi brott fékk ég bráðskemmtilega heimsókn frá æskuvinkonum úr Miðbæjarbarnaskólanum. Frábært að eiga svona traustar vinkonur. Hugsa sér að hafa haldið sambandinu gangandi í 40 ár.
'Eg vil þakka ykkur öllum fyrir frábærar móttökur
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.