Meira um Stefán Hákon

Eins og ég minnist á áður flugu Stefán Hákon og Lee Ann til Nairobi í lok desember og átti Stefán Hákon að starfa við lækningar á Kenyatta National Hospital  (á bráðavaktinni). Mikið óöryggi fylgdi í kjölfar forsetakosninganna þar í landi og tveim vikum eftir að þau komu til Nairobí var þeim sagt að það væri ekki óhætt fyrir þau að vera þarna lengur og voru beðin um að fara.  Þau höfðu búið hjá lækni sem starfaði þarna á sjúkrahúsinu og ég býst við að  hann hafi ekki þorað að þurfa að bera ábyrgð á velferð þeirra lengur enda mjög alvarlegt ástand þarna. Þau óku suður til Arusha í Tansaníu þar sem þau eru búin að vera síðan og starfað. 

Nú fer að styttast í að þau komi heim. Talaði við Stefán Hákon í dag og þau eru komin aftur til Nairobí og gista þar í nótt. Ætla svo að fara á munaðarleysingja hæli þarna fyrir norðan og heimsækja litla stelpu sem Lee Ann hefur verið að senda peninga til og styrkt.  Búumst svo við þeim heim á föstudaginn kemur. Miklum áhyggjum létt þegar maður veit af þeim hérna. 'Eg hef reynt að fylgjast með ástandinu í Kenya á  www.bbc.co.uk og manni er óskiljanlegt að í fátækra "hverfi" í Nairóbí búa ein milljón manna í kofum og varla hægt að kalla þetta kofa oft bara járnplötur sem hafa verið lagðar saman.  Jafnframt stærsta fátækrahverfi í heimi. Sorglegt hvað saklaust fólkið verður fyrir barðinu á ósvífnum stjórnvöldum, fátækt og eymd herjar á og mikið kynþátta hatur. Vitanlega ekkert rafmagn og ekkert rennandi vatn. Bara ryðgaður  krani sem allir eiga aðgang að. Hugsa sér hvað við förum illa með vatnið, látum kalda vatnið bara renna og renna eins og það sé engin endir á því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband