27.3.2008 | 15:46
Hún Ellen er frábær
Mér finnst stelpan alveg frábær (nýorðin 50!) . Alltaf létt í lund enda lítur hún út fyrir að vera 30 og einkvað. Hún er líka mikill dýravinur og "græn". Það sem aðskilur hana frá hinum er að hún er með viðtalsþætti í léttum tón og er ekki að reyna að takast á við einhverjum deilumálum. Mér finnst Oprah Winfrey hafi misst töfrana og reynir að koma með einhverja "sjokk þætti" til að ná athygli áhorfandans. Ellen tjúttar bara í sætið sitt og við erum öll hugnumin Samt gaman þegar hann Dr. OZ heimsækir Opru. Dr.Phil byrjaði sinn sjónvarps feril fyrst sem einn af lögfræðingum hennar Opru og síðan sem nokkuð reglulegur gestur í þáttunum hennar. Þættirnir hans eru orðnir allt of miklir sjokk þættir og mér finnst hann oft fara niðurlægjandi með fólk. Hann er orðin allt of valda mikill og lítur stór á sig eins og hún Oprah já og ég get líka bætt henni Mörthu Stewart við þann lista. Frægðin stígur sumum til höfuðs.
Ekki vert að eiða tíma í að horfa á The View. Mér hefur alltaf leiðst hún Barbara Walters sem er ein af þessum sem heldur að hún viti allt. Whopy Goldberg er allt of gróf fyrir minn smekk. Það hlýtur að vera gaman að vera í návist Ellenar. Hún er alger perla, gáskafull frískleg og skemmtileg og hverjum hefði dottið í hug að stelpan er orðin fimmtug. 'Eg segi bara VÁ! og vona að hún haldi áfram að koma inn í stofu til mín.
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 32986
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Okkur vantar alveg þessa þætti hér heima. Mér finnst hún hins vegar skemmtilegur karakter og alltaf gaman að sjá hana, þegar sýnd eru brot af einhverju úr þáttunum hennar.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 29.3.2008 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.