11.4.2008 | 23:39
Glæsilegt safn
Mikið er um dýrðir þessa dagana í Washington D.C. "The Cherryblossom" hátíðin er í fullum gangi, en hátíðinni lýkur á Sunndaginn. Sól og blíða og vor í lofti og ekki hægt að biðja um betra veður áður en maður fer að kvarta um að nú sé orðið of heitt.
The Newseum í Washington D.C. eða fréttasafnið var formlega opnað snemma í dag. Safnið er við Pennsylvania Ave, ekki langt frá þinghúsinu. Safnið er glæsilegt hátæknisafn alls 250.000 square feet eða um 80.000 fermetrar og 7 hæðir fylltar af frétta efni og fróðleik sem nær yfir nokkur hundruð ár. Hægt er að spreyta sig í fréttamennsku og setjast fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar og lesa "fréttir dagsins" eða fara inn í útsendingar klefa.
Þarf aldeilis að hafa góðan tíma til að fara yfir þvílíkt safn. Hér er vefsíðan ef ykkur langar til að kíkja. www.newseum.org Hlakka mikið til að sjá þetta, en á Amerískan mælikvarða er aðgangurinn dýr eða $20 fyrir fullorðna og $13 fyrir börn 7-12 ára
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 32986
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.