Mannanöfn

Ég var að lesa ágætan pistil eftir Ólínu Þorvarðardóttur um val á mannanöfnum. Þar sem ég hef búið erlendis meirihluta ævinnar og alið börn mín upp erlendis hef ég reynt að velja nöfn sem fara vel og verða þeim ekki til ama  bæði heima (já, heima verður alltaf á Íslandi) og eins hér erlendis. Vil taka það fram að öll þrjú börnin mín eru skýrð heima (í Dómkirkjunni) og eins eru þau öll íslenskir ríkisborgarar. Elsti sonurinn heitir Stefán Hákon, síðan kemur Andrea Birgit og þegar yngsta barnið fæddist árið 1992 vorum við búin að velja Erik Wilhelm sem var ekki tekið þegjandi frá Mannanafnanefnd. Nefndin fór fram á að ég breytti nafninu í Eiríkur Vilhjálmur. Til að byrja með er Erik notað á öllum hinum Norðurlöndunum og mjög norrænt. Wilhelm er fjölskyldunafn tengda móður minnar svo það var óhæft að breyta því þó svo að Vilhjálmur sé fallegt  og gott nafn.   Nefndin fer fram á að nöfn sem valin eru séu ekki viðkomanda til ama sem ég gat ekki séð að svo væri í mínu tilfelli. Við stóðum í töluverðu stappi um þetta en nöfnin voru síðan samþykkt.  'A þessum tíma var uppi mikil umræða um mannanöfn og man ég ekki betur en fólk hafi sagt sig úr mannanafna nefnd vegna mikillar óánægju meðal fólks.

Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson frá Arnarvatni gáfu út góða bók sem ber nafnið NÖFN ÍSLENDINGA. Þar koma fram hin undarlegustu nöfn sem ég get ekki ímyndað mér annað en að gætu valdið vesalings börnunum sálarkvölum að þurfa að bera þvílík nöfn.  Hvernig er velöldinni er hægt að setja út á Erik þegar leift er að skýra barnið sitt Emerentíana, Elspa, Embla, Efemia, Ljótur, Lofthæna (já það er virkilega nafn), Loðinn, Marsibil, Skólastíka, Skarlotta, Sörli, Manasína, Frúgit, og lengi má telja hin furðulegustu nöfn. 'Eg get bent á mun betri nöfn sem við notum á  hunda og hesta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 32986

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband