Meira um mannanöfn

Fyrst ég var að skrifa um afkáraleg mannanöfn langar mig aðeins að bæta við það sem ég skrifaði áður.

Þegar ég var barn og unglingur vann ég verslun föður míns, versluninni Sport.  Auk þess að selja sport og útilegu varning tókum við tjöld og vindsængur til viðgerðar. Einu sinni kom inn maður með vindsæng sem hann sagði leka og þurfti að bæta. Nafn mannsins var tekið niður og merkt vindsænginni. Ég hélt ég yrði ekki eldri þegar aumingja maðurinn kvaðst heita Bótólfur. Þarna stóð ég frammi fyrir manninum og reyndi af öllum mætti að halda mér saman, og láta eins og ekkert væri en þetta fannst okkur mjög fyndið.

'I "Nöfn Íslendinga" eftir Guðrúnu Kvaran og Sigurð Jónsson frá Arnarvatni segir að Bótófur sé sjaldgæft nafn en kemur fyrir í Landnámu. Það er þekkt í Noregi og Danmörku frá 12.öld og þar er það Bodulf. Bötwolf var enskur dýrlingur. Og viti menn, Bótólfsmessa er 17 júní.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 32986

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband