Virginia Tech.

Öll kennsla var felld niður í Virginia Tech í dag.  Í dag er eitt ár liðið frá því að ungur geðbilaður maður gekk berserksgang og drap 32 nemendur og kennara.  Fyrir ári síðan fórum við til að skoða skólann þessa örlagaríku helgi með Andreu en hún hafði sótt um og fékk inngöngu í skólann. Við ásamt öðrum foreldum  fórum í skoðunarferð um skólann og var sagt að við ein af byggingunum sem við áttum að fá að skoða væri lokuð vegna sprengi hótanna. Við kipptum okkur ekki upp við það og hugsuðum bara sem svo að þetta væri bara einhver að gera at. Okkur leið vel og þó svo að Andrea yrði ansi langt frá okkur (nær 4 tíma keyrsla frá Norðurhluta Virginíu þar sem við búum) fannst okkur hún í góðum höndum enda afbragðs skóli.

Við fórum heim og morguninn eftir setti ég  fyrstu ávísunina í póstinn. 'Eg var varla komin aftur inn þegar ég heyri í sjónvarpsfréttunum að 2 nemendur hafi verið skotnir til bana í heimavistinni. Fyrst var haldið að þetta væri staðbundið, kannski einhver ástarþríhyrningur. Síðan fóru að berast fréttir  af fleiri nemendum höfðu verið skotnir til bana og fjölmargir særðir í kennslustofu. 'Eg get ekki lýst hvernig mér leið nýbúin að þiggja inngöngu fyrir dóttur mína aðeins 17 ára og í fyrsta skipti í heimavist. 

art.vt.community.candles.gi.jpg Hugvekja

Það var sambland gleði og dapurleika sl. haust þegar við fórum með hana í Va. Tech og skildum við hana.  Gleði fyrir hennar hönd að byrja nýtt og spennandi líf og nám í jarðfræði sem á hug hennar allan.  Atburðirnir frá sl apríl rista djúpt og hafa haft mikil áhrif á nemendahópinn (27,000). 'Eg verð líka að segja að skólin hefur staðið sig vel í að aðstoða nemendur og hjálpa þeim að finna öryggi innan skólans. Andrea mín hringdi í morgun og sagði hafa verið að koma frá minningar athöfn þar sem fylkisstjórinn í Virginíu, Tim Kaine flutti mjög áhrifamikla ræðu. 'Eg efa ekki að mörg tár hafi fallið.  

DSC05990

Nú er skólaárið senn á enda (8 maí) og mikið lifandis ósköp verður gott að fá hana Andreu mína aftur heim, þó svo það verði aðeins yfir sumarið.  

 101_0012minnisvarði um fallna nemendur og kennara.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 32986

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband