29.4.2008 | 15:04
Versti hvirfilbylur í sögu Virginíu
Sl. sunnudag lentum við í ansi leiðinlegu veðri eftir að hafa skilað henni Andreu aftur til Va.Tech eftir smá helgarfrí. Seinna heyrðum við að hvirfilbylur hafi snert jörðu í suðu-austur hluta Virginíu nálægt Norfolk. Það er ekki oft að maður les um hvirfilbyl í Virginíu og ef svo er eru þeir yfirleitt litlir og valda mjög staðbundnum skaða. Svo var aldeilis ekki sagan í gær, fyrst var talið að 3 hvirfilbyljir (skýstrókar) hafi stungið sér niður í suð-austur hluta Virginíu en sú tala er nú komin í 6. Líkurnar á hvirfilbyl í Virginíu eru hverfandi litlar svo þetta er mjög óvanalegt og frétta myndirnar af svæðinu hreint lamandi. Óveðrið skall á rétt um það leiti þegar börn voru á leið heim úr skóla og fólk á leið heim frá vinnu. Bærinn Suffolk varð fyrir mestu skemmdunum og hreint ótrúlegt að engin lét lífið í þessum ósköpum. Yfir 200 manns slösuðust, fjöldi húsa gereyðilögðust og fjöldin allur missti allar eigur sínar og þúsundir sitja eftir án rafmagns þvi í eldri hverfum eru rafmagnslínur yfirleitt ofan jarðar. Hvirfilbylurinn sem skall á Suffolk skildi eftir sig 10 mílna langan farveg í átt að Norfolk. Það er talið að hann hafi verið F3 eða jafnvel F4 en hvirfilvindar eru mældir á Fujita skala allt frá F0 -F5 Vinhraðinn í F3 er allt að 206 mílur á klst. og færast misjafnlega hratt áfram svo þið getið rétt ímyndað ykkur uslann sem þeir geta ollið. Vindhraðinn í F5 er allt að 260 mílna hraða. Hér er meira um óveðrið. http://video.nbc4.com/player/?id=245678
'Eg verð að bæta því við að ekki er hægt að bera sama íslenskt steinhús og amerískt hús. Hvernig skyldi íslenskt steinhús standa svona vinhraða af sér?
Hvirfilbylur olli miklu tjóni í Virginíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 32986
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.