25.5.2008 | 19:06
æ,æ, Indiana Jones
Það er haldið upp á Memorial Day helgina hjá okkur sem er til að heiðra fallna hermenn og þá sem lifa. Memorial Day helgin er einnig boðin fyrir því að sumarið sé að byrja, grillið dregið út, skemmtigarðar og útisundlaugar eru nú opnar og fólk flykkist út á strendurnar þó svo að sjórinn sé enn ískaldur. Andrea mín er ein af þeim og leigði hús út á strönd í viku ásamt vinkonum sínum. Sumar bíómyndirnar eru byrjaðar að flæða inn á markaðinn eins og td. Ironman, Narnia og Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull sem við fórum og sáum í gærkveldi. Mig hlakkaði til að sjá myndina enda hafði ég mjög gaman af fyrri myndunum. Kannski ætlaðist ég til of mikils, en mér fannst myndin allt of óraunhæf og söguþráðurinn óljós. Jæja, nú vitum við það er hægt að lifa af kjarnorku sprengingu með því að troða sér inn í ísskáp eða allavega samkvæmt myndinni að dæma. Þessi krystalls hauskúpa líktist meira plasti heldur en krystal. Leikurinn var bara so,so. Seinni helmingurinn af myndinni af mun skárri heldur en sá fyrri enda hasar og flott "stunt" hjá Shia LaBeouf. 'Eg bjóst samt við betri mynd frá Steven Spielberg og George Lucas.
Svo vildi svo skemmtilega til að ég sá viðtal við Karen Allen í morgun en hún leikur Maryan í myndinni. Hún hefur leikið í fjöldann allan af kvikmyndum eins og Starman, Animal House og Perfect Storm. Hún er ekki eins og margar af þessum stjörnum sem eiga ekkert líf fyrir utan glysið og glanslífið í Hollywood. Hún á vefstofu í Great Barrington í Massachusetts fylki og framleiðir peysur, húfur og fl. undir eigin nafni "Karen Allen Fiber Arts" www.karenallen-fiberarts.com/welcome.php Hún virðist vera "alvöru manneskja" sem fer sinn eigin farveg. 'Eg hafði meiri ánægju að hlusta á viðtalið við hana og svo að skoða prjónavörurnar hennar heldur en að sitja yfir myndinni
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.