Ísland í sérstöðu

Við erum heppin að stríð og styrjaldir hafa ekki eyðilagt þessar ómetanlegu upplýsingar eins og hefur hent á mörgum stöðum í heiminum. Íslendingar hafa verið duglegir að halda skrár yfir sitt fólk og að vera lítil eyjarþjóð og lengst til af sama stofni  hefur gert það starf auðveldara.

Ég hef notað Íslendinga bók á netinu mikið og haft mikla ánægju af og hef getað rakið ætt mína til jarla á Írlandi í kringum árið 730.  Í Íslendingabók er aðeins hægt að "opna" síður þeirra sem eru á einhvern hátt skyldmenni.

Skólarnir ættu að notfæra sér þessa auðlind upplýsinga. Hægt er að setja td. nafn landnámsmanns inn og sjá hvernig hægt er að rekja  sjálfan sig að þeirri manneskju. Ég fæ td. ekkert út úr því að setja Leif Eiríksson inn, en ég get rakið slóð mína frá manni til manns til Ingólfs Arnarsonar, Auðar Djúpúðgu, Bólu Hjálmars og til Ketils Flatnefs. Ég held að slíkar upplýsingar gerðu Íslendingasögurnar fyrir skólabörn enn meira spennandi. 

Frábært framtak!!

 


mbl.is Manntalið 1870 komið á netið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Aðeins of fljót að senda þetta af stað. Ætlaði að bæta við Helga "magra" Eyvindsonar sem var giftur Þórunni "hyrnu" Ketilsdóttur. En hvort sem það er Helgi, eða Hjálmar þá er gaman að sjá tenginu frá manni til manns svo langt aftur í tímann og ég held það hljóti að efla áhuga skólabarna á Íslendingasögunum. Er hægt að segja að við Íslendingar séum "montnastir allvel óverðskuldað" ? Við megum vera stolt og eigum það verðskuldað.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 19.6.2008 kl. 18:25

3 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Nú ertu búin að gera mig aldeilis forvitna  . Hver er það úr seðlabankanum sem tengir okkur saman?? 

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 19.6.2008 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband