20.6.2008 | 20:44
Stuðningur fyrir konur með brjóstkrabba
Snemma á sl. ári greindist ég með brjóstkrabbamein og eftir nokkrar tilraunir til að bjarga brjóstinu var sú ákvörðun tekin að taka það af. Reyndar var það ekki tekið af, heldur allat holað út og fyllt aftur með aðgerð sem heytir DIEP flap sem er tiltölulega ný. Sjá færslu frá 14 febrúar 2008, Dagur Valentínusar.
Fyrir stuttu tók ég þátt í þjálfunar námskeiði hjá Reach for Recovery. Reach for Recovery er styrktarfélag sem leiðbeinir konum sem fengið hafa brjóst krabbamein. Við erum allar sjálfboðaliðar sem hafa átt við brjóst krabbamein að stríða og réttum út hjálpar hönd þegar ný bætist í hópinn. Eftir greiningu er þeim boðið að fá hjálp frá okkur og þá er reynt að velja ráðgjafa í sem mesta samræmi við viðkomanda. Það er mörgum konum mikið áfall eftir að þær greinast með brjóstkrabba og að geta sest niður með kynsystur sem sjálf hefur gengið í gegnum það sem blasir við getur verið ómetanleg hjálp. Við gefum ekki læknis ráð, en við gefum þeim upplýsingar (bæklinga), baráttu kjark og góð ráð. Oft kemur það fyrir að ég fer með viðkomanda til læknisins henni til styrktar (hér eru vegalengdirnar mikið lengri en heima á Íslandi). Fyrir sumar er nóg að hafa bara einhvern sem hlustar. Við getum veitt þeim aðstoð við hvernig þær eigi að snúa sér í að fá hárkollur, gervibrjóst, góð krem sem gott er að nota á meðan þær gangast undir geislameðferð og svo framvegis. Þegar ég var á þjálfunar námskeiðinu hjá Reach for Recovery, frétti ég af öðru svipuðu námskeiði sem kallast SOS (Survivors Offering Suport) og er haldið á vegum Georgetown University Hospital sem er jafnframt þar sem ég fór í allar mínar meðferðir hér í Washington D.C. Ég ákvað að skella mér á námskeiðið og eins og með allt á Georgetown var ég heilluð upp úr skónum yfir því hvernig þeir stóðu að þessu. Þátttakendurnir voru ca. 20-25 konur, ekki fórnarlömb krabbameins heldur uppistandandi baráttukonur sem komist hafa í snertingu við brjóst krabbamein. Denise O´Neill stofnaði SOS eftir að hún hafði sjálf greinst með brjóst krabbamein og fann þá þörf að geta rætt við konu sem gengið hafði í gegnum það sama. Starf okkar hjá SOS er að miklu leiti það sama og hjá Reach for Recovery, en megin munurinn er sá að Georgetown býður SOS þátttakendum að koma á lærdómsríka fræðslu fundi um brjóst krabbamein og nýjustu lækningar meðferðir. Á kynningarfundinum var aðalræðumaður kvöldsins Dr. Shawna Willey sem er jafnframt skurðlæknirinn minn. Dr. Willey er yfirlæknir á brjóstskurðardeild Lombardi krabbameins deildarinnar á Georgetown University Hospital. Hún hefur einnig nýlega tekið við stöðu formanns The American Society of Breast Surgeons Ég veit að hún er gífurlega upptekin, en lætur sjúklinginn aldrei finna það og þarna var hún og gaf okkur hátt á annan tíma tal um yfirlit á ýmsum tegundum brjóstkrabba og hvernig við eigum að koma fram við nýgreinda sjúklinga. Seinna um kvöldið fengum við góða fræðslu um eitla starfsemi og þær hættur sem geta fylgt þegar eitlar eru fjarlægðir og hvað hægt er að gera til að reyna að sporna við eitlabólgu. Mér fannst ég ganga á skýjum eftir kvöldið. Það var svo frábært að sjá þann skilning og áhuga hjá læknunum á Georgetown um að fræða okkur og leiðbeina okkur með að leiðbeina stallsystrum okkar sem eru að byrja flókna krabbameins göngu. Nú vinn ég að því að koma á svipaðri þjónustu við litla sjúkrahúsið í bænum mínum. Mikið vildi ég að íslenskar konur gætu notið þjónustu af þessu tagi. 'Eg held að það sé mikil þörf á hjálparstarfsemi sem þessari sem tengir konur saman því við fáum styrk frá hvor annarri og það er ómetanlegt að hafa kynsystur sem skilur hvað við erum að ganga í gegnum sem okkur er óhætt að spyrja úr spjörunum.
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.