Íslenskir fossar í New York

Ef þú ert á leiðinni til New York máttu ekki láta þetta fara fram hjá þér. Fossarnir í New York eru á allra manna vörum. Í morgun þegar ég var að hofa á "Good Morning America" heyrði ég allt í einu nafnið Ólafur Elíasson og við það sperrti ég  upp eyrun og athygli minni var náð. Ólafur er fæddur í Danmörku en alin upp á Íslandi og í Danmörku. Hann hefur sett upp 4 risa fossa á East River í New York borg í samráði við the Public Art Fund og New York borg. Fossarnir eru frá 90-120 feta háir, sá hæsti álíka hár og Frelsis styttan.  Fossarnir eru allir á East River, einn við hafnarbakka 35 (pier35) á neðrihluta Manhattan, sá næsti er undir Brooklyn brúnni, einn á milli pier 4 og 5 í Brooklyn og síðan einn á Governors Island. Fossarnir verða enn glæsilegri á kvöldin því þeir verða baðaðir ljósi.

Sam Champion sem er veðurfræðingurinn hjá Good Morning America sagðist vera heillaður af fossum. Það væri aldeilis gaman að bjóða honum heim til Íslands og fá hann í "fossaferð" i kynningarskyni. Sam var á East River í morgun með beina útsendingu á meðan á þættinum stóð. Hann hafði viðtal við Ólaf Elíasson og Michael Bloomberg borgastjóra New York borgar sem var yfirsighrifin af verkefninu. Ólafur sagðist  hafa sótt hugmyndina af fossunum í Skógafoss. Kostnaður við uppsetningu  fossanna nemur $15 milljón og kemur úr einkasjóðum en sagt er að fossarnir eigi eftir að skila af sér $50 milljónum í auknum ferðamanna straumi. Sýningin sem opnaði í dag stendur til 13 október 2008

Fyrir neðan er góð grein úr New York Times. http://www.nytimes.com/2008/06/02/arts/design/02wate.html?_r=1&oref=slogin  

Brooklyn water fallsEins er fróðlegt að fara inn á www.nycwaterfalls.com og smella á "did you know" og www.nycwaterfalls.org


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband