Skrítin tilviljun

'Eg er sannfærð um að það er ástæða fyrir því og engin tilviljun hverjir verða á vegi okkar og hverjum við mætum á lífsleiðinni.

Þessi skemmtilega saga var á Good Morning America í morgun. Þegar Nicky var lítil 5 ára hnáta var hún eitt sinn að leika sér ásamt öðrum börnum við stöðuvatn. Allt í einu steig hún fram af brún þar sem vatnið var mikið dýpra og hún missti fótanna.  Nicky var ekki synd og byrjaði að sökkva. Skammt frá var Dick Becker á bát og hafði veitt litlu stúlkunni athygli. Án þess að hugsa sig  tvisvar um stökk hann út í vatnið og flýtti sér í átt til hennar. Nicky teygði hendurnar upp yfir höfuðið til að hún sæist, en svo sökk hún í gruggugt vatnið. Hefði Dick ekki verið á ferðinni hefði hún eflaust drukknað.  'I gegnum árin hefur Nicky alltaf langað til að þakka þessum manni fyrir sem bjargaði lífi hennar en hún vissi engin deili á honum. Hún hafði samband við Good Morning America og þeir höfðu upp á honum og eftir að rúm 30 ár sem voru liðin frá slysinu fékk Nicky  að þakka bjargvætti sínum. Já þetta var voða sætt og lá við að  maður táraðist en hérna kemur það undarlega.

Dick Becker og kona hans  fluttust til Omaha, Nebraska þar sem Good Morning America hafði upp á honum. Nicky vann á tannlækningastofu og nú kom í ljós að eiginkona Dick´s hafði verið sjúklingur hjá þessum sama tannlækni og Nicky vann hjá. Og öll þessi ár er hann svo að segja beint undir nefinu á henni án þess að hafa nokkra hugmynd um það.  Tilviljanirnar geta verið skrítnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband