10.7.2008 | 14:02
Skrítin tilviljun
'Eg er sannfærð um að það er ástæða fyrir því og engin tilviljun hverjir verða á vegi okkar og hverjum við mætum á lífsleiðinni.
Þessi skemmtilega saga var á Good Morning America í morgun. Þegar Nicky var lítil 5 ára hnáta var hún eitt sinn að leika sér ásamt öðrum börnum við stöðuvatn. Allt í einu steig hún fram af brún þar sem vatnið var mikið dýpra og hún missti fótanna. Nicky var ekki synd og byrjaði að sökkva. Skammt frá var Dick Becker á bát og hafði veitt litlu stúlkunni athygli. Án þess að hugsa sig tvisvar um stökk hann út í vatnið og flýtti sér í átt til hennar. Nicky teygði hendurnar upp yfir höfuðið til að hún sæist, en svo sökk hún í gruggugt vatnið. Hefði Dick ekki verið á ferðinni hefði hún eflaust drukknað. 'I gegnum árin hefur Nicky alltaf langað til að þakka þessum manni fyrir sem bjargaði lífi hennar en hún vissi engin deili á honum. Hún hafði samband við Good Morning America og þeir höfðu upp á honum og eftir að rúm 30 ár sem voru liðin frá slysinu fékk Nicky að þakka bjargvætti sínum. Já þetta var voða sætt og lá við að maður táraðist en hérna kemur það undarlega.
Dick Becker og kona hans fluttust til Omaha, Nebraska þar sem Good Morning America hafði upp á honum. Nicky vann á tannlækningastofu og nú kom í ljós að eiginkona Dick´s hafði verið sjúklingur hjá þessum sama tannlækni og Nicky vann hjá. Og öll þessi ár er hann svo að segja beint undir nefinu á henni án þess að hafa nokkra hugmynd um það. Tilviljanirnar geta verið skrítnar.
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.