26.7.2008 | 00:07
Ekki eru allar nýjungar til hagnaðar
Ég er fljót að viðurkenna að við erum frekar seintæk hérna á heimilinu gagnvart nýjungum sem er nú svolítið fyndið því starf mannsins míns er fólgið í því að stuðla að rannsóknum sem síðan hafa leitt af sér margar nýjungar í heimi tækni og vísinda.
Ég get bent á að allir voru löngu komnir með örbylgju ofna áður en ég fékk mér einn slíkan. Eins og að Amerískri venju er hann risastór með innbyggðri viftu og þetta flikki hangir yfir eldunarplötunni. Til hvers nota ég hann? 'Eg er að gera mér grein fyrir að fyrir utan það að afþýða þunna pakka af frosnu kjöti, nota ég hann mest til að hita upp kaffibollan minn og það stærsta sem í hann fer er poppkornspoki. Ég hef aldrei nokkurn tímann eldað í honum. Get ég verið án hans? HIKLAUST
Börnin mín voru búin að kvarta mikið og kveina yfir því að allir vinirnir væru með farsíma og hvað við værum miklir eftirbátar í öllu. Ég hafði áhyggjur af áhrifum farsíma á börn og hef lesið margar greinar um það efni með misjöfnum útkomum. Fyrir rúmu ári lét ég svo loks til leiðast og fékk síma handa öllum í fjölskyldunni. Símarnir eru mikið öryggi fyrir börnin og gott að maðurinn minn getur nú hringt heim og sagt mér að hann sitji fastur í umferð. Áður fyrr var maturinn oft orðin að óþekkjanlegum uppþornuðum klumpi á pönnunni þegar hann loksins kom heim. Fyrr í vikunni sendi University of Pitsburg Cancer Institute frá sér viðvörun um notkun á farsímum og áhrif þeirra á börn og varaði við að börn ættu að nota þá sem minnst og helst aðeins í neyðartilfellum. Við erum orðin svo háð farsímum. Hvernig komumst við af án þeirra fyrir þeirra tíð? Fólk gengur um masandi, ekur um masandi og meir að segja hefð ég séð fólk masandi á hlaupabrettum. Hvað hefur fólk svona mikið að segja allt í einu?
Svo ég hlaupi aftur í eldhúsið þá hefur það lengi setið á hakanum en loksins lét ég verða af því að endurnýja borðplötuna og fékk mér granít plötu sem ég hef lengi haft augastað á. Ég vissi að granít getur gefið af sér "Radon" en sölumaðurinn taldi mér trú um að það magn væri hverfandi lítið. Borðplatan er auðvitað rosalega falleg en það er svo til öruggt að það sem dettur á plötuna fer í þúsund mola. Skítt með brotin glös, platan er augnayndi. Mér til mikillar hrellingar heyrði ég í fréttunum í dag að verið var að tengja granít eldhúsplötur við lungnakrabba og var átt sérstaklega við granít frá Brasilíu þar sem radon tíðnin væri mjög há í þeim. Sennilega bara best að flytja inn í torfbæ. Nei annars, reykurinn úr eldstæðinu myndi sennilega drepa mann.
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.