4.8.2008 | 03:49
Journey to the Center of the Earth
Í gær Fórum við og sáum Journey to the Center of the Earth sem er byggð eftir samnefndri sögu Jules Verne og skemmtum okkur konunglega. Fyrir okkur sem búum erlendis gleypum við allt sem er íslenskt og gómsætt. Myndin er sýnd í þrívídd (3D). Þetta er hin mesta ævintýramynd reyndar mörg mjög ótrúleg atriði, en þetta var virkilega góð skemmtun og gaman að sjá fallegt íslenskt andlit á breiða tjaldinu. Ég hefði viljað að Anita Briem hefði heilsað á íslensku í byrjun myndarinnar, það hefði verið eðlilegra, en oh well. Fyrri hluti myndarinnar er tekinn upp á Íslandi og ég vildi bara að sá hluti hefði enst lengur. Stórkostlegt að sjá náttúruna í þrívídd á breiða tjaldinu. Mér fannst þetta hin besta fjölskyldu skemmtun. Eins er myndin heilmikil auglýsing fyrir bæði Iceland Air og 66°Norður og hefðu þeir ekki getað gert betur sjálfir. Ég sé að Anita leikur Jane Seymour í "The Storyteller" og hlakka til að sjá myndina.
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.