dagurinn eftir Thanksgiving

Thanksgiving Day kom of fór.  Tilvonandi tengdadóttir mín var með matarboð heima hjá sér og við vorum einhvað um 14 manns hjá henni. Við vorum vitanlega með kalkún eins og vera ber og einnig með svína læri og miklar og góðar kræsingar með. 'Eg kom auðvitað með pumpkin pæið mitt fræga. Uppskriftin er hér á síðunni fyrir ykkur til að prufa. Þegar við komum til hennar stóð sonur minn í eldhúsinu með upprúllaðar ermarnar og var önnum kafin að skera kalkúnin. Hann sem getur ekki smurt sér brauðsneið hérna heima. 'Astin  hlýtur að hafa gripið hann heljartaki. Eftir matinn stóð hann svo yfir vaskinum og þvoði allt upp og gakk algerlega frá eldhúsinu.  'Eg var mjög stolt af honum, en mikið væri gott ef hann fengi svona atorku kast hjá okkur.   Maður var vel saddur í lok dagsins.

Föstudagurinn eftir Thankgiving day er kallaður 'Black Friday' og þá byrjar jólaverzunin formlega með stór útsölum. Af því ég var búin að lofa börnunum mínum að fara að verzla á black friday varð ég að standa við það. Ferðinni var heytið í mikla verzlunarsamstæðu sem heytir Tysons corner mall. 'A leiðinni þangað var ég að undrast yfir því hversu lítil umferðin var en gerði mér svo grein fyrir því að allir voru komnir í verzlanirnar. Við vorum að þvælast upp og nyður í bílageymslunum í ca. 30 mínútur áður en við loksins fengum stæði. Kom seinna fram í fréttunum að fólk hafði lent í slagsmálum yfir hver kom fyrstur að bílastæðunum.  Eins urðu slagsmál við Wall Mart þegar dyrnar opnuðust og fólkið ruddist inn og allir voru að reyna að ná sér í nýjasta Nintendo systemið. Þvílíkt og annað eins. Sumir rifu út nokkur tæki og settu svo í endursölu á e-bay á himinháu verði.  Það fór nú allt friðsamlega fram í Tysons en sjaldan hef ég séð annað eins mann haf. 'Eg eins og flestir aðrir var að vonast til lenda á spott prís. Við fórum inn í American Eagle og keyptum gallabuxur handa stráknum á $50. Ekkert bargain þar. Síðan keyptum  við Puma skó á hann á $70 (ekki heldur á útsölu) og loksins keypti dóttir mín sér 2 boli hjá Delias samtals $36. 'Eg bara þagði og framvísaði plast kortinu mínu. Allt of mikil fyrirhöfn að komast á staðin, leggja bílnum til að  fara út tómhentur.

Veðrið var dásamlegt og hlítt miðað við að það er nóvember. Hefur örugglega hjálpað til að fólk dreif sig út og fór að verzla.  

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband