7.8.2008 | 22:32
uppeldi
Hvað er með þessi börn? Þetta er sko ekki í fyrsta skipti sem unglingur gengur út og lætur ekkert vita af sér. Erum við að kenna börnunum okkar að sýna tillitsleysi? Má ekki leiða lítil börn því það skerðir frelsi þeirra svo þau mega valsa um eins og þeim sýnist, má ekki banna eða segja NEI við íslensk börn því það myndi auðvitað bæla þau niður. Reglur eru hollar fyrir börn en ekki ætlaðar til að hefta frelsi. Ég er svo orðlaus yfir svona hegðun og tillitsleysi gagnvart foreldrum eða forráðamönnum. Svo er það nú annað, 13 ára hefur ekkert við það að gera að vera uppdubbuð eins og 18 ára. Það liggur ekkert á að eldast. Börn eiga að vera börn. Nógur er tíminn.
Lýst eftir 13 ára stúlku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hver segir að það sé eitthvað að uppeldinu þarna? Gæti vel verið að hún hafi farið út frá heimili sínu og verið rænt og þessvegna ekki haft tækifæri til að hringja og segja hvar hún væri stödd. verum ekki of fljóta að fella dóm þegar lítið er vitað um aðstæður. Ég set reyndar spurningamerki við það að hún hvarf á Laugardag og það er ekki lýst eftir henni fyrr en núna.
Elvar (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 08:14
Greyið stelpan er týnd og það fyrsta sem að þú prentar niður er eitthvað helvítis tuð. Ég fyrst og fremst vona bara að hún finnist heil og húfi. Svo finnst mér að mbl.is eigi ekki að leyfa blogg við svona fréttir.
Ingi B. Ingason, 8.8.2008 kl. 08:43
Sæl Erna
Þegar Íslendingar koma heim eftir að hafa búið í Bandaríkjunum þá heyrir maður það oft á mæli þeirra. Það truflar mig ekki neitt. Móðursystir mín býr þarna úti og börnin hennar. Það eru fleiri þættir en hreimurinn sem maður heyrir, það eru líka viðhorf. Þegar ég las bloggið þitt, þá hugsaði ég mér:" Skyldi Erna hafa búið í Bandaríkjunum í einhver ár, sennilega aldrei unnið úti, verið heima og horft á sjónvarpið. Svo skoða ég síðuna þína og þá sé ég að þetta stemmir allt saman nema að þú býrð úti. Fyrir okkur sem höfum unnið með börnum og unglingum við lestum allt annað út úr blogginu þínu en reynslumikla, víðsýna móður.
1. Erum við að kenna börnunum okkar að sýna tillitsleysi? Ábending: Hvað veist þú um aðstæður þessarar stúlku? þekkir þú til foreldra hennar? Þekki sjálfur mörg dæmi um að eitt barna frá mjög góðum heimilum fer út af sporinu. Er það þá uppeldisleysi eða verið sé að kenna börnunum tillitsleysi? Ert þú í blogginu þínu að sína einhverjum sérstaka tillitsemi? Mér finnst vera of mikið af grjótkastaratón í þessu bloggi þínu, en kærleika og í því fellst tillitsleysið.
2. . Má ekki banna eða segja NEI við íslensk börn því það myndi auðvitað bæla þau niður. Ábending: Það vill svo til að ég hef umgengist börn og unglinga frá mörgum þjóðum. Það hefur verið ákveðinn skortur á aga í íslensku samfélagi. Ræddi við Jón Geir yfirlögreglumann í Reykjavík, og hann tjáði mér að mikil breyting til góðs hefði orði á Reykjavíkursvæðinu undanfarin 5 ár. Alhæfingar eins og þessar finnum við oft hjá þeim sem koma frá Bandaríkjunum. Í USA er forseti sem heitir Bush. Yfirleitt þegar menn heyra frá honum hér í Evrópu þá hrista menn höfuðið. Hef stundum heyrt, eru Bandaríkjamenn allir svona heimskir? Auðvitað vita menn svarið, að svo sé ekki, en þegar menn bjóða upp á svona einfaldar lausnir eins og þú gerir í þessu bloggi þínu, þá met ég það fyrst og fremst sem reynsluleysi og þá staðreynd að margir Bandaríkjamenn einfalda myndina um of. Barnauppeldi er ekki eins og einfaldasta stærðfræði þar sem 1+1 eru 2. A.m.k. þarf flóknari stærðfræði en þetta.
Erna við getum talsvert lært frá Bandaríkjamönnum, en þeir geta líka af okkur. Það er mjög erfitt fyrir mig að kenna bandarískum foreldrum að ala upp börn sín, þar sem ég þekki aðstæður illa. Það sama finnst mér um viðhorf þín til íslenskra uppalanda. Þau eru byggð á afar veikum grunni.
Sigurður Þorsteinsson, 8.8.2008 kl. 09:23
Sæl aftur Erna. Vil hvetja þig endilega að halda áfram að blogga. Hins vegar þurfum við að gæta vel að því að við búum í mismunadi umhverfi og eigum mismuandi reynsluheim.
Sigurður Þorsteinsson, 8.8.2008 kl. 09:26
Sæl Erna, það er svo óréttlátt að kenna uppeldi alltaf um þegar börn strjúka að heiman, vissulega geta heimilisaðstæður stundum átt sök en alls ekki alltaf. Börn og unglingar geta tekið uppá ótrúlegustu hlutum. Það er svo ríkt í okkur að dæma alltaf strax, þú talar um að við getum ekki sagt nei við börnin okkar, í mörgum tilvikum er það akkúrat þetta nei sem við segjum sem ýtir þeim útí að gera það sem við byðjum þau um að gera ekki. Endilega staldraðu við áður en þú dæmir svona mál, þetta er langt í frá að vera alltaf uppeldi. (Ég þekki samt ekki til þarna, en ástæður geta verið svo margar)
Heiða (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 11:23
Vá Erna, þú dæmir stelpuna út frá því að hún er máluð á myndinni?
Ég vorkenni börnunum þínum ef þau lenda í erfiðleikum í lífinu. Það væri ekki gott að sækjast í stuðning hjá þér.
Stríða (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 11:55
Vil endilega benda Inga á að ef þú lítur á dagsetninguna þá sérðu að þessar línur voru skrifaðar EFTIR að telpan fannst. Ef um mannrán hefði verið um að ræða og sem betur fer skeður það ekki á Íslandi, þá er mjög mikilvægt að koma upplýsingum á framfæri straks fyrsta sólahringinn. Guð sé lof að svo var ekki. Stelpan er heil á húfi og það er fyrir öllu.
Hvort sem okkur líkar betur eða verr, berum við ábyrgð á börnunum okkar og gerðum þeirra. Börnin hafa okkur sem fyrirmynd og læra af okkur. Ég hef þá skoðun að það er engin ásæða fyrir unga krakka að vera valsandi um langt fram á nótt eins og er í mörgum tilfellum.
Mínum börnum er engin vorkunn og það vita allir sem til mín þekkja. Öll bráðmyndaleg og efnileg börn. Það er langt frá því að ég sé að dæma stelpuna fyrir að vera málaða á myndinni, en mér finnst að börn eigi að fá að vera börn og að það liggur ekkert á að "þroskast". Þroskinn kemur jú innan frá og allt tekur sinn tíma. Margar af mínum vinkonum (heima) hafa áhyggjur af dætrum sínum og segja allt of mikinn þrýsting settan á þær í sambandi við klæðaburð og andlitsfarða.
Sigurður, ef þú last höfundar upplýsingarnar mínar þá getur þú séð að ég hef unnið allt mitt líf og mest með börn. Síðastliðin ár á sjúkrahúsi. Mér finnst það undarlegt að notfæra sér þetta tækifæri til að bendla Bandaríkjunum og Bush inn í þessi skrif.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 8.8.2008 kl. 15:04
Sigurður Þorsteinsson; Góð og eftirtektarverð athugasemd frá þér. Ég get vel tekið undir flest það sem þú tjáir þig um í athugasemd þinni. Merkilegt nokk, þá var ég einu sinni táningur og óstýrilátur. Ég á fjöldan allan af afkomendum núna sem eru og hafa verið allaveganna. Stelpur eiga það til að gista hjá hvorri annarri á þessum unga táningaaldri og jafnvel að dvelja einhverja daga - ég tala nú ekki um eins og Verslunarmannahelgina. Foreldrar treysta því oft að dóttirin sé í góðu yfirlæti hjá einhverri vinkonunni. Það getur hlaupið snuðra á þráðinn milli þeirra. Dóttirin fer þá til einhverrar annarrar vinkonu og lætur ekki vita (af hugsunarleysi?). Ég held að taugaveiklunin hjá fólki (þá helst konum, það eru flestar konur sem tjá sig nú og með upphrópunarmerkjum (!)) sé ástæðulaus. Áður en símavæðingin varð svona eins og hún er orðin og daglegt eftirlit (jafnvel oft á dag) með börnum sínum sé óheppilegt. Ég man þegar ég fór í sveit, þá var ekkert samband haft við mig í nokkrar vikur, en ég fékk bréf í pósti og skrifaði sjálfur eitt til tvö. Krakkarnir fóru í Vatnaskóg eða Vindáshlíð og fengu frið fyrir foreldrunum.
Börn og unglingar gera ekki það sem þeim er sagt að gera, þau gera það sem haft er fyrir þeim. Gott uppeldi er að sýna afkomendum sem ennþá búa í foreldrahúsum, traust. Sama er með virðinguna, ef við sýnum þeim ekki virðingu, þá syna þau ekki virðingu til baka.
Ameríkönum af vestrænum þjóðum sérstaklega, er mjög tamt að æpa á barni/unglinginn sinn sem mótmælir og vill rökræða: "Don't you talk back to me!!" ("Vert þú ekki að svara mér góðurinn!!").
Annars eru Ameríkanar dálitlir "Talíbanar" í sér sjálfir og fordómarnir hjá þeim með endemum. "Börn eiga að vera börn!" Ég helda að hún Erna H., hafi eitthvað smitast of langri útivist þar.
Kær kveðja, Björn bóndi JSigurbjörn Friðriksson, 8.8.2008 kl. 15:37
Varðandi ljósmyndina af ungu stúlkunni, svona falleg og förðuð eins og krakkarnir mínir gerðu á þessum aldrei þegar allt þurfti að prófa. Ég held að einhvert ykkar fengi fyrir hjartað ef þið sæðuð nokkrar myndir af mér frá hippatímabilinu. Allavega fékk pabbi það, en mamma skellihló. Að vísu baðaði ég mig daglega (sundlaugarnar), þótt það hefði ekki verið til siðs hjá "alvöru" hippum.
Kær kveðja, Björn bóndiïJð<Sigurbjörn Friðriksson, 8.8.2008 kl. 15:43
Sæll Björn bóndi og þakka þér fyrir ábendingarnar. Svo ég vitni í þín eigin orð "Gott uppeldi er að sýna afkomendum sem ennþá búa í foreldrahúsum, traust. Sama er með virðinguna, ef við sýnum þeim ekki virðingu, þá syna þau ekki virðingu til baka".Þetta á auðvitað við bæði börn og foreldra. Viti menn, ég var jú líka einu sinni unglingur og gisti hjá vinkonum og þess háttar en manni fannst bara sjálfsagt að láta vita af sér. 'Eg held að flest okkar yrðum ekkert of hress ef makinn tæki upp á því að láta ekki sjá sig í nokkra daga án þess að tala við kóng eða prest.
Það er langt frá því að ég sé einkvað striks með uppeldið og börnin mín fara sínu fram en allt er byggt á trúnaði og trausti og virðingu gagnvart öðrum.
Í lokin þá er farðinn þinn hreint geggjaður og þú auðvitað með milljón dollara tennur sem allir ættu að öfunda þig af.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 8.8.2008 kl. 16:39
Ef að þú skrifaðir þessa færslu þína eftir að stelpan fannst, af hverju skrifaru þá þessa færslu við þessa frétt??? Það er hvergi tekið fram í þessari frétt að stúlkan sé fundin. Af hverju setur þú færsluna ekki við fréttina um að hún sé fundin (sem að ég by the way vissi ekki þar sem að ég var ekki búinn að sjá fréttina sem segir að hún sé fundin) ???
Ingi B. Ingason, 8.8.2008 kl. 19:58
Einfaldlega vegna þess að það var ekki hægt að blogga við fréttina sem kom á eftir um að stúlkan væri komin í leitirnar. Þú getur séð það á tíma setningunni. Það má segja að ég hefð mátt taka það fram til að halda öllu á hreinu.
Það sem ég er að reyna að benda á er að við erum að gefa börnunum okkar frelsi sem mér finnst oft misnotað. Ég get rétt ímyndað mér þá skelfingu sem þessir foreldrar hljóta að hafa þurft að ganga í gegnum. Maður lætur sig ekki bara hverfa í nokkra daga án þess að hafa samband við foreldra eða forráðamenn sína.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 8.8.2008 kl. 22:19
Ég verð að segja að Erna er ekki sú eina sem dæmir of fljótt. Get ekki betur séð en að flestir séu búnir að setja bæði Ernu og börnin hennar í ákveðinn hóp, án þess að þekkja nokkuð til. Öll lífsreynsla þroskar fólk. Það sem hefur haft mest áhrif á mig er að eignast börn og læra að setja aðra en sjálfa mig í forgang, og að búa erlendis og sjá hvernig aðrir líta á hlutina og sjá þannig að það sem maður ólst upp við er ekki endilega það eina rétta. Eftir að hafa alið upp börn í Svíþjóð og reyna að búa með þau á Islandi í 2 ár, get ég vel skilið afstöðu Ernu. Mér finnst íslensk börn og táningar hafa of mikil fjárráð, þau eru ekki háð foreldrum sínum fjárhagslega nema til 12 ára aldurs vegna eigin vinnuframlags. Þau hafa því oft meiri fjárráð en þau hafa þroska til. Þar af leiðandi er erftitt fyrir foreldra að setja mörk. Mér finnst almennt krakkar á Íslandi ver upp aldir en ég hef kynnst hér í Svíþjóð. Það sýnir sig líka í almennu lífi á Íslandi. Íslendingar kunna ekki að fara eftir lögum og reglum. Ef við erum ósammála einhverju, finnst okkur sjálfsagt að fara eftir eigin áliti. Við getum bara kíkt á hvernig stjórnmálamennirnir okkar haga sér, nú og náttúrulega umferðarmenninguna. Skólinn gefur skít í að fara eftir lögum ef þeir eru ósammála, samanber trúleysi í skólum og krakkarnir læra að lögin eru ekki svo mikilvæg.
Ásta Kristín Norrman, 9.8.2008 kl. 17:52
Erna H; Takk fyrir komplimentið með farðann og tennurnar. Samt vildir þú ekki sjá mig þegar ég er búinn að taka farðann af og taka út úr mér tennurnar, allavega ekki í dimmu húsasundi rétt eftir miðnætti, hávetur og slydda einhversstaðar!!!!!
Ásta Kristín Norrman; "Trúleysi í skólum" ??? Börnin gera það sem haft er fyrir þeim, fyrst og fremst á heimilum. Ert þú að gefa í skyn að þau eigi að læra að trúa í skólum? Hvaða og hvers trú á þá að kenna þar í landi trúfrelsinsins?
Kær kveðja, Björn bóndiïJð
Sigurbjörn Friðriksson, 9.8.2008 kl. 20:09
Þakka þér fyrir 'Asta. Þú hittir naglann á höfuðið með unglingana. Við höfum búið og ferðast víðsvegar með börnunum okkar við ólíkar aðstæður og eins og þú veist víkkar það og skerpir sjónarsvið okkar. Við settum tvö yngri börnin í skóla heima og stóð til að flytja alfarið heim en það bara gekk ekki upp. Börnunum féll ekki við þetta agaleysi í skólanum og yfirleitt hversu mikill yfirgangur var í krökkunum. Svo einhver heljarmikil umræða skapist ekki þá má ekki misskilja agaleysi. 'Eg er ekki að meina að einhver þurfi að standa yfir þeim með svipu en þarna gengu börnin inn og út úr skólastofunni í tíma og ótíma og kennarinn lét það algerlega afskiptalaust. Í eitt skipti spurði strákur son minn í miðjum tíma hvort hann vildi koma með sér út í sjoppu og fá sér pulsu. Sum einfaldlega tóka saman dótið sitt og fóru bara heim áður en skóladagurinn var liðinn. Það var hvað eftir annað gripið framm í fyrir kennaranum sem myndi ekki líðast annarstaðar. Sama með fjáræði íslenskra barna sem virðist ótakmarkað. Þegar börnin mín fá peningagjöf er hluti af fjárhæðinni settur inn á bankareikning og þeim kennt að spara, leggja pening til hliðar til að kaupa bíl seinna eða fyrir háskólagöngu því ólíkt og á Íslandi er háskólanám mjög dýrt í Bandaríkjunum. Vitanlega eru mörg Íslensk heimili til fyrirmyndar þar sem börnum er kennt að virða eignir annarra og koma vel fram. Ég á samt sem áður mjög erfitt með að skilja hvernig 13 ára getur leift sér að vera að heiman í marga daga án þess að láta foreldra vita af sér.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 10.8.2008 kl. 01:39
Sæll Björn Bóndi og fyrirgefðu hvað ég svar þér seint, en ég var búin að biðja um að athugasemdir væru vaktaðar, en það gerðist ekki. Hvað um það, þá er kristin trúboðun í skólum Íslands. Veit ekki hvort það er í öllum, en trúboðun á alls ekki að finnast samkvæmt lögum. Eg kvartaði undan þessu þegar ég bjó heima og átti langt samtal við skólastjóra Lækjarskóla í Hafnarfirði, en það virtist ekki áhugi fyrir að fylgja lögunum. Við fluttum í lítinn bæ í Svíþjóð, þar sem þetta var líka þegar við komum. Ég kvartaði og fékk afsökunarbeðni heim og málið lagað um leið. Viðbrögðin voru mjög misjöfn. Nú voru sennilega báðir skólastjórarnir kristnir. Á Íslandi var og er reynt að finna leiðir framhjá lögunum, en í Svíþjóð samþykktu þeir lögin um leið.
Erna! Dætur mínar kvörtuðu líka yfir þessum látum í tímum. Þær þurftu að hlusta vel og einbeita sér vegna málsins, en það var miklum erfiðleikum bundið vegna látanna í tímum.
Ásta Kristín Norrman, 13.8.2008 kl. 06:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.