Palin-Clinton 2012 ?

Það hefur ekki borið mikið á Hillary Clinton eftir að hún féll frá sem forsetaefni Demókrata. Þó svo að Hillary Clinton hafi lýst stuðningi sínum við Barrack Obama og beðið aðdáendur sína um að styðja Obama í forsetakosningunum hefur hún sjálf legið lágt.

Væri það kannski henni til gæfu ef Obama  yrði ekki fyrir valinu að setjasð að í Hvíta Húsinu? Joe Biden er ekki vinsæll meðal kjósenda og á örugglega ekki eftir að gefa aftur kost á sér árið 2012 enda er karlinn orðinn lúinn.  Fylgi McCain hefur aftur á móti stór aukist með vali hans á Sarah Palin. Hann hefur yngst upp með þessa göfugu frú sér við hlið. Ég tel að almenningur beri meira traust til McCains sérstaklega eins og hvernig þetta ófremdar efnahags ástand er í dag. Obama mun hækka skattana, það gera Demókratar alltaf og eins og ástandið er í dag hefur almenningur ekki bolmagn til þess að þola hærri skatta. Nauðungar uppboð orðið daglegt brauð, vinnumissir og almenningur með verulegar áhyggjur af ástandinu.  

2012 verður spennandi ár í forseta kosningunum þar sem miklar líkur eru á að Hillary Clinton og Sarah Palin verða uppistandandi frambjóðendur flokka sinna í forseta kosningunum. art_palin_evan


mbl.is „Stjórn Palin og McCains"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

>Obama mun hækka skattana, það gera Demókratar alltaf og eins og ástandið er í dag hefur almenningur ekki bolmagn til þess að þola hærri skatta.

Samkvæmt plani Obama myndu 95% Bandaríkjamanna myndu borga lægri skatta ekki hærri.

Þegar þú segir "almenningur" áttu e.t.v. við þá sem þéna yfir $20.000 eða 2 milljónir kr. á mánuði þar sem það eru þeir sem myndu sjá skatta sína hækka.

Arnþór Snær (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 18:31

2 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Obama hefur sagt að hann ætli að hækka skatta. 'Eg veit ekki hvernig þér dettur í hug að almenningur þéni yfir $20.000 á mánuði.  Það er langt frá því. Við sjáum hvað hann hefur að segja í kappræðunum.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 24.9.2008 kl. 20:20

3 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Það er misdýrt að framfleyta fjölskyldu í Bandaríkjunum og er mjög breytilegt eftir í hvaða landshluta þú býrð. Obama hefur sagt að hann ætli að hækka skattana hjá öllum sem eru með $70.000 á ári  sem hann telur teljast til ríkidæmis. Það er varla hægt að framfleyta fjögurra manna fjölskyldu á þessum launum. Eftir skatta, afborgun af húsi, hita (já mörg heimili eru enn með olíukyndingu) og ég tala nú ekki um ef skólagjöld eru tekin inn í verður lítið eftir til að lifa af. 

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 24.9.2008 kl. 21:09

4 identicon

Ég sagði ekki að almenningur þénaði yfir $20.000 á mánuði, heldur að þeir sem þénuðu yfir $20.000 á mánuði væru þeir sem myndu sjá skatta sína hækka samkvæmt plani Obama.

Restin, eða stærstur hluti Bandaríkjamanna ("almenningur") munu sjá skatta sína lækka.

Þú getur reiknað út tiltekin dæmi hér http://www.alchemytoday.com/obamataxcut/ eða lesið nánar um þetta á vef Tax Policy Center sem er óflokksbundið félag sem greinir og veitir innsýn inn í skattamál stjórnsýslunar og í þessu tilviki frambjóðenda: http://www.taxpolicycenter.org/taxtopics/election_issues_matrix.cfm

Hvaðan fékkstu þessa tölu $70.000?

Arnþór Snær (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 23:49

5 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Get ekki séð neinar verulegar skattalækkanir nema kannski hjá þeim í lægsta launa hópnum og þá kannski um einhverja hundrað kalla undir stjórn Obama.

http://www.american.com/archive/2008/august-08-08/the-folly-of-obama2019s-tax-plan

 Hér er smá klausa úr

http://www.donkeydish.com/2008/02/john-mccain-100-years-in-iraq-comment/

Taxes would definately go up and not just for the supposed rich but for the middle class as well, what people do not seem to understand is that anybody making over $70,000 is considered rich to the Democrats, I make about $58,000 a year and have benefited from both Bush tax cuts and want them made"  Eins hefur þessi tala verið mikið rædd í útvarpsþáttum.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 25.9.2008 kl. 01:21

6 identicon

Sæl og blessuð aftur

Ég tók smá snúning á þessum tölum fyrir nokkrum vikum og gat þá ekki betur séð en að það væru ekki hækkanir nema að þú þénaðir yfir 20.000 dollara á mánuði eða 250.000 á ári.

Skattastefna getur verið margslungin og eins og pólitíkin er núna, þá getur verið að báðir aðilar segi hvað sem er. Í augnablikinu treysti ég þeim betur sem eru sagðir vera hlutlausir sbr. Tax Policy Centerl en t.d. american.com / American Institute Enterprise sem eru sagðir vera félag íhaldsmanna. Við spyrjum þó að leikslokum.

Hér er myndræn samantekt á þessu frá Washington Post. Íhaldsmenn hafa stundum kallað WP litaða af frjálslyndi, en þessar tölur koma heim og saman við það sem TPC segja.

-Arnþór Snær

Arnþór Snær (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband