3.10.2008 | 03:55
Go Sarah go!
Það var eins og við manninn mælt. Gefið henni lausan tauminn og hún mun blómstra. Sarah Palin kom mörgum á óvart í kappræðunum í kvöld. Hún stóð sig frábærlega vel og einfaldlega stal senunni. Joe Biden kom ágætlega út en fór þó fljótlega í varnarstöðu. Sarah var hlíleg og brosmild og mjög alþýðuleg og aðgengileg. Hún byrjaði á því að segja Joe Biden hversu ánægjulegt það væri að kynnast honum og spurði hann hvort hún mætti kalla hann Joe. Hún sýndi fótfestu, svaraði spurningum skilmerkilega og sýndi að hún býr yfir reynslu og skilningi. Ég held ég megi segja að allir fjölmiðlarnir hérna úti hrósuðu henni fyrir mjög góða frammistöðu. Ég held að allar tölur og skoðanakannanir hljóti að snúast eftir kvöldið.
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Biden stóð sig betur en Palin. Hann sigraði þessar kappræður, engin spurning.
Páll Geir Bjarnason, 3.10.2008 kl. 05:10
Ekki fylgdist ég með þessum kappræðum en óneitanlega fer þetta að verða spennandi.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 3.10.2008 kl. 08:17
Æi ekki ertu að segja mér að það séu til Íslendingar sem styðja þennan geðsjúkling. Hún er verri en Bush þessi kona.
Stebbi (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 10:12
Mér finnst líka frekar fyndið að þú segir hana búa yfir reynslu og skilningi.
Stebbi (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 10:14
Ég hef gaman af Söru
Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 10:53
Sammála þer Erna hún kom sá og sigraði/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 3.10.2008 kl. 12:03
Sammála ykkur Mel og Halli. Eins og sumir myndu segja "she rocks"
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 3.10.2008 kl. 14:08
Mér líst vel á Söru.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 8.10.2008 kl. 20:55
Já Sarah er frábær og hún nær vel til fólks. Mér finnst fjölmiðlarnir hafa verið mjög ósanngjarnir gagnvart henni. Ég vildi bara að McCain væri meira spennandi, en ég held hann sé mun traustari maður heldur en Obama. Ég er mjög hrædd um að ef Obama kemst að í Hvíta Húsinu að það eigi eftir að verða miklar skattahækkanir hér ytra. Obama kveðst ætla að lækka skattana en talk is cheep. McCain hefur reynsluna af að vera stríðsfangi og ég treysti honum mikið betur fyrir ungu mönnunum hérna. Held hann myndi gera allt til að koma í veg fyrir að senda fleiri unga menn og konur í stríð.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 8.10.2008 kl. 22:02
Gaman að heyra þetta, ekki finnst mér ólíklegt að hún steli senunni. Kv. vestur um haf.
Sólveig Hannesdóttir, 15.10.2008 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.