23.10.2008 | 16:25
Spurning um að missa brjóstið
Í gærkveldi fór ég á upplýsingafundi um brjóstkrabbamein sem haldinn var á sjúkrahúsinu hér í bæ. Þarna voru samankomnir brjóst skurðlæknar, krabbameinslæknar, lyfjalæknar, næringarefnafræðingar og fleiri sem sátu fyrir svörum.
Á tímabili var reynt eins og hægt var að reyna að "bjarga" brjóstinu með því að reyna að fjarlægja aðeins krabbann í því og senda sjúklinginn síðan í geisla meðferð eða lyfja meðferð. Það er athyglisvert að nú er að koma fram að konur sem greinast með krabbamein í brjósti virðast vera betur settar með að láta fjarlægja brjóstið eða jafnvel bæði brjóstin heldur en að láta fjarlægja aðeins krabbameinið. Hættan á að krabbinn taki sig upp aftur minkar til muna við þetta. Eins eru tengsli á milli brjóst krabbameins og krabbamein í eggjastokkum og því farnast konum mun betur eftir að eggjastokkar hafa verið fjarlægðir.
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef bæði heyrt og lesið um þetta, þe að fjarlægja brjóstið alveg sé árangursríkara. Mig minnir að það hafi ævinlega verið gert á níunda áratugnum, allvega oftar. En undanfarið hef ég orðið vör við þá leið að fjarlægt hafi verið eingöngu meinið, en fer það ekki soldið eftir því hvers kyns krabbameinið er, eins og þú veist, hafa þau mismunandi batahorfur.
Frá mínum bæjardyrum séð, mundi ég láta taka brjóst alveg, en það er bara mín persónulega skoðun. Tengsl á milli eggjastokka og brjósta í krabbameinsmyndunum, eru þekkt, en sem betur fer koma alltaf nýjar og nýjar umræður um þetta, það er svo gott ef umræður eru opnar um, ja, ég verð að segja flesta hluti.
Kærar kveðjur.
Sólveig Hannesdóttir, 24.10.2008 kl. 19:58
Þegar ég greindist með krabbamein í brjósti í fyrra vor var krabbameinið sem betur fer á byrjunar stigi en vegna þess að það var frekar útbreitt og erfitt að ná því öllu út (fór í tvær aðgerðir til að fjarlægja aðeins krabbann)var tekin sú ákvörðun að fara aftur í aðgerð og fjarlægja allt brjóstið. Ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun. Þekki nokkrar konur sem hafa látið fjarlægja bæði brjóstin eftir að krabbamein fannst í öðru brjóstinu.
Mér finnst svolítið "drastic" að láta fjarlægja báða eggjastokkana en samt fer konum fjölgandi í þeim hóp. Ég myndi samt íhuga þá ákvörðun vel vegna þess að við það að fjarlægja eggjastokkana eykst hættan á að fá beinþynningu.
Það hafa orðið svo miklar breytingar á frá því að ömmur okkar og jafnvel mæður voru að greinast með krabbamein í brjósti. Þá mátti varla minnast á þetta og var jafnvel litið á sem dauðadóm. Með aukinni fræðslu og eftirliti hafa bata horfurnar aukist til muna.Ég tel einnig að með aukinni fræðslu minkar hræðslan við þennan sjúkdóm. Það er svo sannarlega rétt hjá þér Sólveig að það er svo mikilvægt að ræða um hlutina.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 24.10.2008 kl. 22:45
Sæl aftur. Ég þekki 3 konur sem hafa farið í total brjóstfjarlægingu, fengu síðar silicon brjóst, þær eru mjög ánægðar með það, og þær aðgerðir gengu vel, það eru örugglega 20 ár síðan, en voru þá uppúr fertugu.
Voru eggjastokkar fjarlægðir í USA?
Það er mikið inngrip að þurfa þess, og ábyggilega töluvert stór pakki andlega einnig. Þetta með fræðsluna og samstöðuna er ábyggilega gríðarlegt atriði. Hvernig er því háttað í henni Ameríku.
Sólveig Hannesdóttir, 26.10.2008 kl. 16:19
Nei ég hef reyndar ekki látið fjarlægja eggjastokkana en verð að viðurkenna að ég hef hugsað um það. Eins og ég nefndi áður eykst hætta á beinþynningu eftir að misssa eggjastokkana og einnig hef ég heyrt að það geti haft áhrif á og aukið minnisleysi svo það er ekki allt til góða þó krabbameins líkurnar minki.´
Þegar ég fór í mína aðgerð fyrir rúmu ári var allt hreinsað innan úr brjóstinu og gerð á mér aðgerð sem heitir DIEP FLAP sem er tiltölulega nýlega farið að gera og í fyrra var aðeins eitt sjúkrahús hérna á Washington D.C svæðinu sem gerði þessa aðgerð. Læknirinn minn Dr.Nahabedian starfaði áður á Johns Hopkins sem er eitt virtasta sjúkrahús í Bandaríkjunum og kom til Georgetown til að kenna þeim þessa nýju aðferð. Þú getur lesið meir um þetta á netinu.
Sjálf var ég ekki spennt fyrir því að fá Silicon fyllingu og fyrst mér bauðst Diep Flap ákvað ég að taka áhættuna á því enda mikið meiri aðgerð. Áður fyrr vildi Silicon oft verða mjög hart en þetta hefur allt breyst og nú eru þessar fyllingar orðnar mikið eðlilegri viðkomu.
Það er mjög mikið rætt um brjóst krabbamein í fjölmiðlunum og stundum finnst manni alveg nóg komið. Læknarnir mínir hafa verið mjög duglegir við að gefa mér allskonar bæklinga og lesefni um brjóstkrabbamein og eins bent mér á það sem mér stendur til boða í sambandi við lækningu og meðferð. Eftir meðferð er manni boðið á upplýsinga fundi þar sem læknar sitja fyrir svörum þannig að manni finnist ekki að manni sé bara sleppt eftir meðferð og hafi engan til að tala við. Sjálf þar ég að vera í eftirliti á 6 mánaða fresti svo það er mjög vel fylgst með mér.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 27.10.2008 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.