27.10.2008 | 16:22
Kynferðisáreitni kennara
Þegar dóttir mín var í sjötta bekk (11 ára) ákvað hún að fara í inntöku prufu í skóla hljómsveitina okkar. Allt gekk mjög vel. Kennarinn var mjög hrifin af hversu létt hún fór með flautuna (sem hún hafði aldrei spilað á) og sagði að hún ætti endilega að læra að spila á Horn í staðinn því hún hefði mikla hæfileika og flautan væri of auðveld fyrir hana. Mr. J eins og við skulum kalla þennan kennara fór að sýna henni mikinn áhuga og virtist vilja allt fyrir hana gera, stundum of mikið. Fyrsta árið leið og næsta ár (7. bekk) er hún með annan kennara Mr. D sem okkur líkaði frábærlega við. Henni er boðið að spila með US Navy Band sem er mjög mikill heiður. 'Eg vildi svo óska að hún hefði getað haldið áfram með Mr. D en í 8. bekk lendir hún aftur hjá fyrsta kennaranum, Mr. J Mr. J fer að verða mjög ágengur og vill að hún verði eftir í skólanum að loknum skóla degi til að æfa. Verð að taka það fram að það var ekki bara hún heldur hópur að krökkum þarna. Svo fer dóttir mín að kvarta yfir honum en getur ekki komið orðunum að því hvað það sé nema að henni líður ekki vel í návist þessa manns. Börnin mín spiluðu öll fótbolta eins og börn Mr. J og við sáum hann oft á fótboltavellinum. Reyndar voru þarna einir 15 leikvellir svo þetta var mjög stórt svæði en alltaf kom þessi maður til okkar og spurði hvernig gengi og svo fram eftir götunum. Manninum mínum fannst Mr.J sérstakur kennari og frábært hvað hann sýndi mikinn áhuga á börnunum. Mér stóð ekki á sama með þennan mann. Hann var sífellt að hæla henni, ekki bara fyrir árangur með skólahljómsveitinni heldur reyndi hann að taka hana afsíðis til að segja henni hversu fallegt hár hún hafði og hversu vel það klæddi hana að vera í pilsi og þess háttar. Auðvitað er ekki hægt að kæra fólk fyrir að gefa öðrum hól, en ég talaði við skrifstofuna og lét þau vita hversu illa henni leið í návist hans. Hún heldur áfram í skólahljómsveitinni í 9. bekk nema að þegar hann fer að tala um að hann ætli að mæta á nemenda sýningu sem ballett skólinn hennar hélt árlega (ekki tengdur gagnfræðaskólanum) kom svo mikill óhugur í hana að hún hætti í skólahljómsveitinni. Ég hefði svo gjarnan viljað að hún spilaði áfram, en það var bara ekki hægt á meðan þessi maður var þarna. Þessi maður tók ánægjuna algerlega frá henni að vera með í hljómsveitinni. Ég veit um fjöldann allan af börnum sem hættu vegna þess hvernig hann hagaði sér. Mr. J reyndi allt hvað hann gat til að fá hana aftur í hljómsveitina og vildi fá að vita hvort hún myndi koma aftur ef hann segði henni að hann væri að hætta að kenna. Hann hringdi meir að segja hingað heim til að reyna að fá okkur til að tala hana til.
Það sem skeður síðan er að dóttir mín útskrifast úr 12 bekk og byrjar í háskólanámi. Sl Febrúar er 15 ára dóttir Mr. J með "sleep over" heima hjá sér og segir vinkonan að hún hafi vaknað við það að Mr. J er komin inn í svefnherbergi til hennar og með höndina á rassinum á henni. Foreldrar telpunnar kæra atvikið og þegar þetta fer í blöðin fer allt af stað og strax komnar 6 kærur um óviðeigandi hegðun gagnvart ungum stúlkum (12 -13 ára) inn á heimilinu hans. Síðan kemur fram að hann hafði víst fyrst verið kennari í Michigan fylki og var ákærður fyrir kynferðislegt ofbeldi gagnvart ungum stúlkum árið 1982. Þegar hann svo sótti um stöðu hérna í Virginíu laug hann á sakavottorði, en nú á að dæma hann 15 desember og vonandi fær hann aldrei að koma nálægt skólum aftur.
Ég er mjög fegin að ég hlustaði á dóttir mína og var búin að tilkynna hegðun kennarans til skóla yfirvalda áður en þetta kom á yfirborðið. Þegar börnunum okkar líður illa erum við skild til að hlusta á þau. Börnunum okkar má aldrei finnast að þau hafi engan til að snúa sér til. Það er mikill óhugur í okkur öllum yfir því að þessi maður er búin að vera í skólanum okkar sem vel virtur og velliðin kennari í yfir 20 ár.
Slóð inn á fréttina http://fredericksburg.com/News/FLS/2008/102008/10162008/418318
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ein þumalfingursregla sem mér var sögð þegar ég var að vinna að fyrsta blaðinu fyrir Kvennaathvarfið í Reykjavík var einmitt að trúa alltaf börnum, þau færu sjaldan með fleipur. Mér finnst það góð regla og gott að þú fylgdir henni, þótt þú hafir sjálfsagt ekki heyrt hana á þessum tíma frekar en ég.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.10.2008 kl. 00:23
Sæl Anna mín. Ég held nú að þetta hafi bara alltaf verið sjálfsagður hlutur að trúa og treysta börnunum okkar. Við kennum þeim að trúa og treysta okkur þannig að þau mega vænta þess sama af okkur. Börn eru mjög næm og finna fljótt inn á fólk.
Segð þú mér, þekkir þú Önnu Magneu Hreinsdóttur? Hún starfaði fyrir kvennaathvarfið en veit ekki hvort hún gerir það enn. 'Atti heima á Smáragötunni sem barn og því nágranni minn.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 28.10.2008 kl. 01:26
Þú segir hér mikla raunasögu, þvlíkur horror sem þessi maður er. Ekkert getur fyrirgefið slík voðaverk sem þessi. Hugur minn er hjá öllum þeim sem lentu í manninum. Enginn veit hver skaðinn verður endanlega. Ég vona að dóttir þín nái að vinna sig út úr sinni hræðilegu reynslu og þið öll.
Við Íslendingar ættum að taka fjölmiðla ykkar til fyrirmyndar þegar kemur að myndibritingu. Mér finnst það geti skipt sköpum ef myndir af ódæðismanninum er birt.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 28.10.2008 kl. 02:39
Sæl og blessuð Guðrún Jóna.
Sem betur fer kom þessi maður aldrei við dóttir mína þó svo að hann hafi kennt henni, en nógu illa leið henni í návist hans. Það er tekið mjög hart á svona málum hérna úti, ekki bara að mynd sé birt af þessum mönnum (og stundum eru þetta konur) heldur er þessu fólki gert skilt að gera vart við sig þegar það flytur inn í íbúðarhverfi. Einnig er vefsíða sem sýnir hvar þetta fólk býr (eftir að það er búið að afplána fangelsisvist) þannig að hægt sé að vara börn við. Því miður hafði þessi maður brotið af sér í Michigan fylki og flutt hingað og logið þegar hann sótti um starf í skólanum okkar.
Á Halloween sem er núna á föstudaginn (börn ganga á milli húsa grímuklædd og sníkja sælgæti) er þessum mönnum gert skilt að tilkynna sig til lögreglunnar á meðan börnin eru úti um kvöldið.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 28.10.2008 kl. 03:05
Aðgát skal höfð og svo frmv.en þetta eru sem betur fer undantekingar,en í svona málum ber að tilkynna strax til lögæslu/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 28.10.2008 kl. 16:02
Já sem betur fer Halli minn. Við megum líka passa okkur á því að verða ekki að þannig þjóðfélagi að ekki megi sína blíðu nema að verða óréttlætislega dæmdur. Fyrir nokkru sá ég sjónvarpsþátt þar sem sviðsett var að tvær litlar stelpur voru látnar vera "Týndar" við fjölfarna götu í stórborg. Það sem var athyglisvert var að karlmenn stoppuðu mun síður til að hjálpa þeim og þegar þeir voru spurðir hvers vegna þeir réttu ekki hjálpar hönd sögðu flestir að þeir voru hræddir við að vera með ókunnugt barn og verða síðan kennt um eitthvað misjafnt. Má ekki gera aumingja mennina okkar að grýlum.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 28.10.2008 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.